Ég er lifandi

Hæ. Er bara að láta vita að ég er sprelllifandi og eldhress, er bara orðin eitthvað svo löt að skrifa hérna. Ég er þessa dagana að fatta hvað hann Úlli mömmusinnardúlludúskur er orðinn stór. Hann er farinn að læra á bíl þessa elska, er búinn að taka ökutímana og er kominn með æfingaleyfi. Svo er besti vinur hans, sem er að vísu ári eldri en hann, að verða pabbi. Hann Eddi minn, þessi elska, sem ég hef þekkt og elskað frá því hann var fjögurra ára. Svona líða árin með eldingarhraða og maður bara vinnur og sefur eins og maður hafi ekkert betra að gera. Ég á til dæmis bara 11 ár í það að komast á eftirlaun. Ómægod. Nú verður maður að fara að nota tímann áður en barnið flytur að heiman og maður fer sjálfur á elliheimili.

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

HÆTTU AÐ REIKNA!!!

Jiminneini...!

Ragnheiður , 14.2.2010 kl. 19:36

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er hætt. Fékk bara allt í einu alveg hræðilega ellifóbíu.

Helga Magnúsdóttir, 14.2.2010 kl. 19:37

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jesús Pétur og allir hans bræður! Besti vinur hans að verða pabbi??

Hrönn Sigurðardóttir, 14.2.2010 kl. 22:05

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe það er ágætt að eldast, þó það mætti gerast aðeins hægar í mínu tilfelli.  Ég er svona um það bil að hætta að þekkja þessa kerlingu sem ég sé í speglinum.  Mér þykir samt vænt um hana.  En ég er ennþá sama barnið inn í mér. 

Svona er þetta bara og lífið er frábært meðan við höfum heilsu og getu til að njóta lífsins.  Þá skiptir aldurinn engu máli. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2010 kl. 10:23

5 identicon

hættu að telja árin kona hehehehe ég er að fara loksins í framhaldsnám til útlanda 50 ára gömul og á 20 ár eftir í eftirlaun eða þar um bil . 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 12:39

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er svo heppin að geta verið í leik svolítið lengur, sko elstu barnabörnin mín eru tvær stelpur sem neita að taka bílpróf, þær segjast ekkert hafa með það að gera strax, en þær eru að verða 19, en ég get bara haldið áfram að halda að þær séu bara börn, en næsta vetur fara þær í Háskóla Íslands þá verð ég að viðurkenna að ég sé svolítið gömul, en það er allt í lagi við erum eins gamlar og við viljum

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2010 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 58599

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband