Það er ljóta helvítið að verða gamall

Þessi orð í fyrirsögninni lét hann faðir minn oft falla þegar árin tóku að færast yfir. Hann þurfti þó ekki mikið að kvarta undan Elli kerlingu þar sem hann lést snögglega af slysförum 74 ára og var sprækur sem lækur þangað til.

Ég held samt að þetta hafi verið rétt hjá honum. Ég held að það sé ekki gott að verða gamall á Íslandi. Ef maður missir heilsuna með aldrinum er enginn staður til fyrir mann. Annaðhvort verður maður að vera heima og upp á börnin sín kominn eða manni er holað einhvers staðar niður hvort sem það hentar ástandi manns eða ekki.

Ég held að það sé heldur ekkert gaman að verða gamall þó svo að maður haldi heilsu. Á mínum fyrri vinnustað þurfti ég oft að lesa svokallaða dagbók en þar var meðal annars talið upp hvað gömlu fólki var boðið upp á sér til afþreyingar. Fyrst og fremst virtist allt fyrir gamalt fólk fara fram fyrir hádegi. Ég er engin morgunmanneskja. Svo virtist sem gamalt fólk væri ofsótt af harmonikkuleik. Sama hvað var að gerast þurfti harmonikkuleikur að koma við sögu. Mér leiðist harmonikkuspil. Ein tilkynningin endaði á þessum orðum: Þeir sem ekki komast sjálfir verða sóttir. Er það bara ég eða dylst í þessu hótun? Ekkert um að maður gæti látið sækja sig, neinei, bara verða sóttir. Ein tilkynningin var um ferðalag og var sú auglýst sem Dalaferð með berjatínsluívafi! Hvað í ósköpunum er berjatínsluívaf?

Mér líst ekkert á það að verða gömul á Íslandi og er að hugsa um að deyja bara á skikkanlegum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Helga mín.

Þetta er alveg hár rétt hjá þér. Það sem maður vonar nú samt alltaf er að fólk eldist "vel" eða sé hraust og hresst til heilsunnar þangað til það deyr vegna aldurs eða einhvers annars.

En rosalega er gaman að sjá þig hérna á blogginu Helga mín. Það er bara æðislegt. Það er rosa gaman að sjá þig hérna núna.

Vona bara að þú komir sem oftast.

Með bestu kveðju.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 20:52

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er synd og skömm hvernig búið er að öldruðum í landinu.  Margar ljótar sögur.  Vonandi lifir þú samt vel og lengi heilbrigð og kát.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2009 kl. 21:54

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Takk fyrir Ásthildur mín. Ef ég næ því að verða gömul og hress og kát ætla ég allavega að sjá mér sjálf fyrir afþreyingu.

Helga Magnúsdóttir, 4.8.2009 kl. 22:05

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Uss við flytjum bara allar til Ísafjarðar og sköpum góðan heim þar með Cherrý og vindla, Annars líður fólki bara vel á Ísó, þar er maður líka ætíð sóttur ef er verið að fara eitthvað.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.8.2009 kl. 08:41

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Emilía við skulum bara djamma allar á Ísó.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.8.2009 kl. 09:50

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Förum sko létt með það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.8.2009 kl. 11:22

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er til í þetta, að koma á Ísafjörð, drekka sérrí, reykja og spila bridge. Málið leyst.

Helga Magnúsdóttir, 6.8.2009 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 58602

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband