Ill meðferð á Styrmi

Þegar hann Styrmir minn var um ársgamall sat hann uppi á eldhúsborði heima hjá pabba og mömmu. Karl faðir minn og Þuríður systir mín voru að gæða sér á hákarli sem þeim þótti báðum hið mesta lostæti. Í góðri meiningu, ég efast ekki um það, stakk systir mín hákarlsbita upp í varnarlaust barnið. Styrmir stirðnaði upp, hann gretti sig svo mikið að andlitið á honum vafðist utan um nefið og svo stóð upp úr honum spýjan. Síðan grét hann svo mikið að það ætlaði aldrei að takast að hugga hann.

Í mörg ár eftir þetta var hann svo hræddur við Þuríði að hann hljóp burt eða skreið undir stól þegar hún  birtist. Þegar hann var þriggja eða fjögurra ára tókst henni að lokka hann til lags við sig með því að gefa honum appelsínu eitt rif í einu. Þegar Styrmir var búinn með appelsínuna og langaði greinilega í meira lét hún hann fá heila appelsínu en lét þau orð fylgja hvort hann vildi ekki kyssa frænku sína fyrir. Styrmir leit á appelsínuna og síðan á Þuríði og henti svo í hana appelsínunni og forðaði sér. Hann ætlaði sko ekki að fara að kyssa manneskju sem hafði troðið óþverra upp í hann þegar hann var barnungur og ósjálfbjarga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Þegar eldri dóttir mín var  rúmlega eins árs þá  sat  hún uppi á  eldhúsiborði, þegar faðir hennar var að  gæða  sér á hákarli. Hún  vildi ólm  fá  að smakka. Fékk smábita og sporðrenndi honum og  sagði samstundis: Meia!

Þegar hún löngu  seinna  var við nám í Ameríku  færði ég henni stundum hákarl. Hann er enn ofarlega á  vinsældalistanum.

Eiður Svanberg Guðnason, 8.10.2009 kl. 15:49

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég held að Styrmir hafi aldrei látið hákarl inn fyrir sínar varir eftir þessa reynslu.

Helga Magnúsdóttir, 8.10.2009 kl. 16:49

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessað barnið, skil hann vel að vilja ekki þennan óþvera, eins og mér þykir nú skata góð og hún á að vera svo kæst að ég nái ekki andanum er ég set hana upp í mig, þá hef ég aldrei getað borðað hákarl.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.10.2009 kl. 16:58

4 identicon

Ég skil hann vel að vilja ekki hákarlinn. Ég las pistilinn þinn Helga mín. Góð færsla. Þú ert æðisleg. takk fyrir að vera bloggvinur minn Helga mín og gangi þér sem best.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 19:52

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Er hann búinn að fyrirgefa töntu sinni? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.10.2009 kl. 20:32

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Já, hann er búinn að því, en það tók nokkur ár.

Helga Magnúsdóttir, 8.10.2009 kl. 22:08

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahhahaha hvað ég hef saknað skrifa þinna kjéddling!

Hrönn Sigurðardóttir, 8.10.2009 kl. 22:28

8 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe ...

Pabbi gamli man ágætlega gamlar skammir okkar systranna og þar á meðal að ég vildi alls ekki hákarl. Hann ætlaði aldeilis að stríða mér löngu löngu síðar. Stakk upp í mig heljarstórum bita og beið spenntur viðbragðanna. Dótturskömmin smjattaði alsæl á bitanum og kallinn varð spældur...þá hafði ég lært einhversstaðar að borða þetta.

Ragnheiður , 8.10.2009 kl. 22:42

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Sæl Helga mín,það var nú bara af tilviljun að ég sá þig,en ástæðan er sú að elsku barnabarnið þitt hún Birgitta Inga er vinkona elsku dóttur minnar hana Melkorku Mist og hefur vináttan varið í mörg ár,en nú undanfarið hefur sambandið á milli þeirra orðið eitthvað minn því miður,ég hreinlega held mikið uppá hana Birgittu mína enda hefur hún verið mikið hér hjá okkur og eins litli kútur hann Björgvin Guðmundur en þau eru bara dásamleg.....:)

Takk fyrir vináttuna og til lukku með Stelpuna hana Birgittu mína hún er algjör Gullmoli og kemur öllum til að brosa :O)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.10.2009 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 58530

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband