Matarsiðir Úlfars

Þegar hann Úlfar minn fæddist vildi hann hvorki pela né brjóst hann vildi drekka úr glasi. Fljótlega varð líka ljóst að eintómur vökvi dugði honum engan veginn og var hann því kominn með margra metra matseðil um það leyti sem hann mátti byrja að fá grautarspón samkvæmt bókinni. Þegar hann var fjögurra mánaða fór ég með hann til Kallýar móðursystur minnar og við frænkur tókum saman slátur. Að sláturgerð lokinni var vitanlega eldað slátur og Kallý stappaði saman lifrarpylsu, Hann sofnaði og steinsvaf í rúma 9 klukkutíma alsæll svona stríðalinn. Ég var farin að hafa áhyggjur af að hann myndi ekki vakna aftur, síðan yrði hann krufinn og í ljós kæmi að barnið hefði verið myrt með lifrarpylsu.

Úlfar fékk ekki sælgæti fyrr en hann var þriggja ára og vildi það ekki einu sinni. Þegar hann var rúmlega árs gamall fórum við í barnaafmæli. Amma afmælisbarnsins vildi gera vel við Úlfar og stakk upp í hann vænum bita af súkkulaðiköku. Hann gekk í bylgjum af hryllingi og rak á sér hendurnar upp að olnbogum upp í sig til að moka óþverranum út úr sér. Það var ekki fyrr en það var búið að finna handa honum papriku að stýfa úr hnefa sem hann lét huggast. Merkilegt fyrirbæri hann Úlfar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta kalla ég nú bara góða matarsiði. Gott að sleppa sælgæti og slíku, þeir sem geta það. Mér fannst þetta áhugaverð frásögn hjá þér Helga mín og til lukku með það að vera komin á bloggið aftur. Hlakka til að heyra frá þér aftur hér á blogginu. Bestu kveðjur og óskir til þín vinur. Hafðu það gott og gangi þér vel.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 21:07

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Myrtur með lyfrarpylsu... Helga mín, þú ert flottust.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2009 kl. 21:42

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert alveg óborganleg elskan, gott að heyra um svona lögbrot, því þú varst nú að brjóta lögin um matarræði barna.

Þær voru svona Tvíburarnir, barnabörnin mín og sælgætið þeirra var einmitt lifrapilsa og síld, nánast aldrei fengu þær pakkamat eða krukkumat allt var gert heimatilbúið, enda hollara.

Einu sinni höfðu verið gestir að kvöldi til hjá Dóru og skildi hún eftir á borðinu ýmislegt góðgæti er hún lagðist til hvílu, um morguninn vaknaði hún við hjalið í þeim systrum, fór fram, sátu þær þá ekki upp á borði og léku sér að því að setja sælgætið ofan í bolla og glös sem á borðinu voru,
Þær vissu ekki hvað þetta var og þá voru þær svona um 2 ára.

Þetta kallaði pabbi gamli heilbrigt uppeldi, vildi helst gefa börnunum hangiket við fæðingu.

Knús til þín

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.11.2009 kl. 09:27

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Eftir þessa sögu langar mig svolítið að vita hvað Úlfar borðar nú til dags - hvað er helst í uppáhaldi hjá honum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.11.2009 kl. 15:54

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábær færsla

Sigrún Jónsdóttir, 19.11.2009 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 58602

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband