Vika í Svíþjóð

Jæja, þá kemur færsla númer 2. Ég mátti ekkert vera að því að blogga í gær þar sem það var brjálað að gera hjá mér. Eftir nákvæmlega viku förum við hjónin til Svíþjóðar í árshátíð með vinnunni minni. Það er í sjálfu sér lítið mál, en sá böggull fylgir skammrifi að við verðum að skilja litla barnið sem er 14 ára eitt heima. Vinur hans verður hjá honum og við erum búin að brýna fyrir þeim að láta enga vita að þeir verði bara tveir heima. Ég treysti þeim tveimur alveg en maður hefur heyrt um að unglingar hafi hreinlega ráðist inn hjá krökkum sem eru einir heima og allt farið úr böndunum. Sonur minn er bæði fullorðinn eftir aldri og líka ósköp barnalegur. Hann fékk að fara í bæinn um daginn með vini sínum sem átti sextán ára afmæli og fleirum. Hann átti að koma heim klukkan 12. Klukkan 9 var minn maður mættur, alveg í rusli, því hinir strákarnir höfðu orðið sér úti um áfengi og urðu pöddufullir. Ég var mjög þakklát fyrir að minn maður flúði bara heim án þess að taka þátt í þessu. Eru einhverjir með ráð eða reynslusögur af svona unglinum einum heima? Endilega látið mig vita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Velkomin á bloggið, Helga

Ég kann engar reynslusögur af unglingum sem eru einir heima og enn er langt í að mínar stelpur verði nógu gamlar til að vera eftirlitslausar. Ég myndi hins vegar ekki þora að segja frá því á blogginu að guttinn verði einn heima, ef ég má koma með afar, afar vinsamlega athugasemd  Ég þori meira að segja ekki að segja frá því fyrirfram á mínu bloggi ef ég ætla að bregða mér af bæ, mér finnst það einhvern veginn geta kallað á einhver vandræði.

Ánægjulegt að vinnan þín fari til útlanda á árshátíð. Svoleiðis var þetta nú ekki á Mogga í gamla daga

Ragnhildur Sverrisdóttir, 29.2.2008 kl. 15:11

2 Smámynd: Halla Rut

Velkomin á bloggið Helga.

Ég svaraði athugasemd þinni á blogginu hennar Huld sem mér fannst stórkostleg. Kannski er það vegna þess að seint er kveld eða vegna þess að ég er orðin svo lang þreytt á fordómum, en ég fékk tár í augu þegar ég las frá þér. Af hverju geta ekki allir haft sama hugsanagang og þú. Það mundi gera okkur foreldrum sem eigum fötluð börn lífið svo miklu auðveldara og létta á steininum sem þyngir hjarta okkar.

Halla Rut , 29.2.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Já, Ragnhildur, þetta er alveg laukrétt hjá þér. Banna stráknum að segja frá og blaðra svo sjálf um það í netheimum! Gáfulegt eða hitt þó heldur.

 Takk fyrir hrósið Halla Rut. Ég vona bara að fleiri skólastjórar og skólasálfræðingar sé ekki á sömu nótum og hjá mínum strák.

Helga Magnúsdóttir, 2.3.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband