2.3.2008 | 15:30
Prinsinn hennar mömmu
Við 14 ára sonur minn vorum bara tvö heima í gærkvöldi. Við höfðum bara slökkt á sjónvarpinu og spjölluðum saman. Dágóður tími fór í að rifja ýmislegt skondið sem hann afrekaði þegar hann var lítill og læt ég tvær smásögur fylgja hér með að gamni.
Drengurinn heitir Úlfar Örn en er að öllu jöfnu kallaður Úlli. Ef hann var svolítið óþekkur þegar hann var lítill var hann kallaður Úlfar og ef hann gekk út yfir allan þjófabálk var hann kallaður Úlfar Örn. Einu sinni gerði ég eitthvað sem honum mislíkaði og þá hvessti hann á mig augun og sagði reiðilega mamma Örn.
Þegar hann var 4 ára var ég að svæfa hann og þegar ég hélt hann væri sofnaður læddist ég fram og slökkti ljósið í leiðinni. Þá kom lítil rödd undan sænginni og sagði: Ekki slökkva, ég fæ myrkraverk.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
-
berglindnanna
-
mammzan
-
hross
-
ragnhildur
-
skessa
-
gattin
-
gurrihar
-
landsveit
-
larahanna
-
asthildurcesil
-
konukind
-
skjolid
-
jensgud
-
eddaagn
-
jenfo
-
heidathord
-
jonaa
-
amman
-
rebby
-
hallarut
-
ringarinn
-
gunnarkr
-
birtabeib
-
brylli
-
olapals
-
snar
-
stormur
-
krummasnill
-
lindalinnet
-
bifrastarblondinan
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
hneta
-
hildurhelgas
-
gudrunp
-
gleymmerei
-
brandarar
-
astabjork
-
holmfridurge
-
jaherna
-
drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin í bloggheima, elsku krútt. Sé mig ekki sem bloggvin en er búin að samþykkja.
Get staðfest að Úlli er dásamlegur! Vildi gjarnan fá fleiri sögur af honum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.3.2008 kl. 17:23
Hmmm, jú ég er komin á síðuna þína núna.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.3.2008 kl. 17:24
Gaman að heyra hvað þú átt gott samband við son þinn. Fátt er meira virði.
Takk fyrir bloggvináttu.
Halla Rut , 2.3.2008 kl. 22:39
Góður
Ragnhildur Sverrisdóttir, 3.3.2008 kl. 21:13
Hehehe..þekki einn sem heitir Atli í seinna nafni og auðvitað bæði notuð á hann þegar þess þurfti. Svo skammaði hann aðra krakka, þessvegna stelpur og sagði ; Atli þó !!
Ragnheiður , 12.3.2008 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.