Nú er ég reið

Ég var að lesa um 14 ára stúlku sem var nauðgað af föður barna sem hún var að passa. Skaðabæturnar sem hún fékk voru þær sömu og Bubbi fékk þegar einhvers staðar stóð að hann væri fallinn á reykbindindi. Þá sér maður sem sagt hversu líf og limir ungra stúlkna eru metin þegar það kostar það sama að nauðga þeim hrottalega og að segja að einhver hafi fallið á reykingabindindi. Er ekki komið nóg af svívirðilegum dómum í svona málum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mannslíf eru lítils metin á Íslandi. Þesir vægu dómar eru sláandi. Mér er alltaf minnisstæð baksíða Morgunblaðs. 2 dómar. Annað fyrir kynferðisbrot gegn barni hitt fyrir að stela sígarettum úr verslun. Sígarettuþjófurinn fékk þyngri dóm.

Hólmdís Hjartardóttir, 3.3.2008 kl. 16:57

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er bara fáránlegt!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.3.2008 kl. 17:10

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Maður verður alveg brjálaður þegar maður heyrir svona. Það er dýrara að kalla einhvern fífl en að nauðga og skaða viðkomandi fyrir lífstíð.

Helga Magnúsdóttir, 3.3.2008 kl. 18:10

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er svo innilega sammála ykkur.  Nauðgun á börnum og óhörðnuðum unglingum er ................................    ég segi ekki meir.  En þetta er ekki bara dómstóunum að kenna það er fyrst og síðast löggjafinn sem setur rammann, eftir því sem ég veit.  Hvaða samræmi er í því að dópistar, sem selja hver öðrum dóp skuli fá vargfalda refsingu við þá sem nauðga barni?

Sigurður Þórðarson, 3.3.2008 kl. 20:18

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er skammarlegt!!

Huld S. Ringsted, 3.3.2008 kl. 20:44

6 identicon

Gaman að "sjá" þig. Heyrumst.

gbk.

gbk (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 01:39

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

það hefur nú aldrei verið sama jón og séra jón

Mér er það algjörlega óskiljanlegt hvernig hægt er að dæma svona fáránlega. Bubbi var fallinn alveg pottþétt fær skaðabætur, en hvers virði er líf og sálarheill ungrar stúlku miðað við æru kóngsins.

Ég verð bara brjáluð út í svona lagað, það virðist allveg vera í góðu lagi að nauðga stelpum/konum/börnum, er ekki alltaf verið að sanna það með smánarlegum dómum á gerendum, EF þeir eru þá dæmdir.

Ætla ekki að tjá mig meira hér, missi mig algerlega ef ég held áfram.

Velkomin í bloggvinahóp minn Helga mín 

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.3.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband