4.3.2008 | 20:47
Fįtt er svo meš öllu illt...
9. desember įriš 2000 var togarinn Rįn į veišum ķ brjįlušu vešri. Žar um borš var mašurinn minn. Žeir voru aš taka inn trolliš žegar brot reiš yfir skipiš og trollbelgurinn kastašist til og žeytti manninum mķnum, sem er tępir tveir metrar og vel yfir hundraš kķló, žvert yfir dekkiš og hann lenti į rekkverki og slasašist mjög illa į hįlsi og baki.
Ķ einu vetfangi var mašurinn oršinn öryrki og 75% af tekjum heimilisins horfin. Žaš hefši žó getaš fariš verr žvķ ķ sjóprófi kom fram aš hefši hann ekki veriš svona hįvaxinn hefši hann fengiš belginn ķ höfušiš og hefši žį ekki žurft aš kemba hęrurnar.
Nś tóku viš erfišir tķmar. Hann alltaf mjög kvalinn og fór ķ hverja ašgeršina į fętur annarri. Reynt var aš brenna fyrir taugaenda til aš minnka sįrsaukann en svęšiš var of stórt til aš žaš tękist almennilega. Hann fór į Reykjalund og žaš kom svo sem ekkert śt śr žvķ. Rótsterkar verkjatöflur voru žaš eina sem virkaši. Ég spurši einu sinni heimilislękninn okkar hvort hann žyrfti ekki aš fara ķ mešferš žegar hann hętti į lyfjunum. Lęknirinn horfši į mig eins og ég vęri hįlfviti og sagši: "Hann hęttir aldrei į žeim." Žannig var nś žaš.
Ķ öllu žessu tilstandi kom upp įstand sem ég hafši alls ekki hugsaš śt ķ. Sjįlf er ég skipstjóradóttir og hafši veriš sjómannskona öll mķn fulloršinsįr. Ég hafši sem sé aldrei upplifaš žaš aš žaš vęri karlmašur einhver fastastęrš į heimilinu. Fljótlega eftir aš hann kom ķ land fór ég aš finna fyrir pirringi yfir aš hann vęri aš skipta sér af barninu MĶNU, róta ķ skśffunum og skįpunum MĶNUM og vildi jafnvel breyta hlutum sem ég hafši alltaf gert eftir mķnu höfši. Og žaš sem meira var, strįkurinn minn sem var sjö įra žegar žetta geršist var išinn viš aš lįta pabba sinn vita aš "viš mamma gerum alltaf svona en ekki svona".
Smįm saman vöndumst viš Ślfar žó žessari innrįs į heimiliš og nś er žetta bara oršiš hiš besta mįl. Mašurinn sem gat ekki smurt sér braušsneiš įn žess aš slasa sig er oršinn śrvalskokkur, ég man ekki hvenęr ég eldaši sķšast. Hann į rśssneskan vin sem er ķ žvķ aš kenna honum aš gera ęšisgengnar sśpur. Žęr eru rosalega góšar en žaš tekur um fjóra tķma aš matreiša žęr. Takk fyrir pent. Fyrir tveimur įrum keypti hann nżja žvottavél og žurrkara sem voru sett beint nišur ķ žvottahśs. Ég hef ekki enn séš žessar gręjur en mig minnir aš hann hafi sagt aš žetta sé AEG. Viš fįum heimilishjįlp ķ skśringarnar og ašrar hreingerningar og ég er svo til gjörsamlega hętt aš žurfa aš standa ķ bölvušum hśsverkunum sem ég hata af ofsafenginni įkefš.
Nś fyrst skil ég hvaš kallarnir ķ gamla daga įttu gott aš eiga heimavinnandi konur og žurfa "bara" aš vinna. Ég vinn vaktavinnu og meš žessu fyrirkomulagi er alltaf einhver heima fyrir litla barniš sem er 14 įra.
Sko bara. Ašstęšur sem til aš byrja meš minna bara į hafķs og hörmungar geta oršiš hinar bestu meš tķmanum.
Um bloggiš
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
-
berglindnanna
-
mammzan
-
hross
-
ragnhildur
-
skessa
-
gattin
-
gurrihar
-
landsveit
-
larahanna
-
asthildurcesil
-
konukind
-
skjolid
-
jensgud
-
eddaagn
-
jenfo
-
heidathord
-
jonaa
-
amman
-
rebby
-
hallarut
-
ringarinn
-
gunnarkr
-
birtabeib
-
brylli
-
olapals
-
snar
-
stormur
-
krummasnill
-
lindalinnet
-
bifrastarblondinan
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
hneta
-
hildurhelgas
-
gudrunp
-
gleymmerei
-
brandarar
-
astabjork
-
holmfridurge
-
jaherna
-
drum
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Athugasemdir
Sammįla, fįtt er svo meš öllu illt. Ég žarf aš venja soninn į aš gera sśpur og setja ķ vél ... annars kvarta ég ekki!
Gušrķšur Hrefna Haraldsdóttir, 4.3.2008 kl. 20:58
Frįbęr fęrsla hjį žér. Lķfiš getur veriš svo hverfult og viš höfum ķ raun svo litla stjórn žótt viš höldum aušvitaš mest allan tķman aš viš séum aš stjórna žessu öllu.
Halla Rut , 5.3.2008 kl. 01:34
Jóhanna Magnśsar- og Völudóttir , 5.3.2008 kl. 22:57
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.