5.3.2008 | 17:36
Ég á afmæli í dag, tralalalalala
Ég er orðin 54 ára, hvorki meira né minna. Ég hélt að ég væri ódauðleg þangað til ég eignaðist yngri son minn þegar ég var 39 ára. Þá fattaði ég að ég myndi að öllum líkindum aldrei sjá hann á sama aldri og ég var þá, ég myndi vera 78 ára. Ég fór einu sinni til Amy Engilberts og hún sagði að ég myndi deyja snögglega árið 2030, þá verð ég 76 ára.
Þegar ég fæddist fór móðursystir mín með systur mínar sem voru níu ára að skoða nýja barnið. Þær stóðu spenntar við sýningargluggann þar sem komið var með hvert engilfagurt barnið af öðru. Svo kom ég, eldrauð, krumpuð og með mikinn svartan hárlubba. "Er þetta okkar?" sögðu þær systur sárar og svekktar yfir þessari ófrýnilegu viðbót við fjölskylduna. Síðan fóru þær að skæla af vonbrigðum.
Ég er langyngst af sex systkinum. Mamma kallaði mig hreiðurböggul, pabbi kallaði mig örverpi en systur mínar kölluðu mig Litlu Ljót í mörg ár eftir vonbrigðin á fæðingardeildinni.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
-
berglindnanna
-
mammzan
-
hross
-
ragnhildur
-
skessa
-
gattin
-
gurrihar
-
landsveit
-
larahanna
-
asthildurcesil
-
konukind
-
skjolid
-
jensgud
-
eddaagn
-
jenfo
-
heidathord
-
jonaa
-
amman
-
rebby
-
hallarut
-
ringarinn
-
gunnarkr
-
birtabeib
-
brylli
-
olapals
-
snar
-
stormur
-
krummasnill
-
lindalinnet
-
bifrastarblondinan
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
hneta
-
hildurhelgas
-
gudrunp
-
gleymmerei
-
brandarar
-
astabjork
-
holmfridurge
-
jaherna
-
drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið !
Ragnheiður , 5.3.2008 kl. 18:03
Takk, Ragnheiður mín.
Helga Magnúsdóttir, 5.3.2008 kl. 18:20
Til hamingju með afmælið, hjartagullið mitt!!!!!!!!!!!! Vona að þú verðir í vinnunni á morgun svo ég geti komið og knúsað þig!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.3.2008 kl. 21:38
Til hamingju með daginn!
Huld S. Ringsted, 5.3.2008 kl. 23:47
Takk fyrir bónorðið....áttu einhverja mynd af þér, langar að sjá konuna á bak við bloggið...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.3.2008 kl. 00:17
já og til hamingju með afmælið
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.3.2008 kl. 00:18
Takk fyrir að játast mér, Hrafnhildur. Ég kann ekki að setja inn myndir. Ég þarf að láta son minn kenna mér þetta og birtast hér í allri minni dýrð.
Helga Magnúsdóttir, 6.3.2008 kl. 11:27
hvað ætlaðiru að leyna blogginu lengi fyrir mér???
Kallý, 6.3.2008 kl. 23:37
til hamingju með daginn um daginn
Guðrún Jóhannesdóttir, 7.3.2008 kl. 17:46
Til hamingju með afmælið.
Þuríður Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.