17.3.2008 | 18:38
Aumingja kisa
Kisan okkar er slösuð. Við tókum eftir því í gær að hún fór mjög varlega með skottið sitt og ekki mátti snerta hana án þess að hún hvæsti sem er mjög ólíkt henni. Maðurinn minn fór með hana til dýralæknis í dag og þá kom í ljós að hún hefði lent í slagsmálum. Hún var með ljótt sár á skottinu og komin ígerð í það.
Blessuð kisa. En svo bættust önnur vandræði við. Við erum á leið til London um páskana og Kattholt tekur ekki við slösuðum ketti með kraga um hálsinn. Shit. Hvað áttum við að gera? Málið leystist sem betur fer því vinur hans Úlfars fær lykla og ætlar að heimsækja kisu reglulega um páskana, gefa henni að borða, reyna að klappa henni og gefa henni sýklalyf. Mér finnst samt hræðilegt til þess að hugsa að hún verði svona mikið ein og slösuð og með þennan kraga sem henni er engan veginn vel við.
Það er samt svolítið fyndið að sjá hvað hún reynir mikið að vernda á sér skottið. Leggst bara á framlappirnar og setur rassinn upp í loftið svo skottið komi hvergi við. Hún sefur meira í þessari stellingu. Ljótt a hlæja að óförum kisu, ég veit það. Svo þegar hún er að reyna að labba og kraginn færist til, stendur hún grafkyrr og mjálmar þangað til einhver kemur að bjarga henni. Ég vona að hún verði ekki mikið svona strand á meðan við verðum í burtu.
Ég veit að okkur verður mikið hugsað til kisu á meðan við verðum í útlandinu, vona að þetta eyðileggi ekki fyrir okkur ferðina samt. Aumingja Trítla, ég vona að hún nái sér fljótlega.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
-
berglindnanna
-
mammzan
-
hross
-
ragnhildur
-
skessa
-
gattin
-
gurrihar
-
landsveit
-
larahanna
-
asthildurcesil
-
konukind
-
skjolid
-
jensgud
-
eddaagn
-
jenfo
-
heidathord
-
jonaa
-
amman
-
rebby
-
hallarut
-
ringarinn
-
gunnarkr
-
birtabeib
-
brylli
-
olapals
-
snar
-
stormur
-
krummasnill
-
lindalinnet
-
bifrastarblondinan
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
hneta
-
hildurhelgas
-
gudrunp
-
gleymmerei
-
brandarar
-
astabjork
-
holmfridurge
-
jaherna
-
drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
æj greyið litla - á móti kemur þó að dýr eru ótrúlega fljót að jafna sig. Annars verður hún bara að mjálma sig inná Úlfar svo hann taki hana með sér heim............
Hrönn Sigurðardóttir, 17.3.2008 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.