Ofvirk lögga

Eftir að hafa lesið um lætin sem urðu í Keflavík út af manninum sem sat á klósettinu með haglabyssu rifjaðist þessi saga upp fyrir mér.

Fyrir um það bil 15 árum var maðurinn minn að fara að sækja mig í vinnuna. Þegar hann kom fram á gang stóð þar vígklæddur víkingasveitarmaður með vélbyssu. Aðspurður sagðist hann verða að vera þarna þar sem byssumaður væri í húsinu fyrir aftan okkar.

Maðurinn minn fékk samt að fara að sækja mig. Þegar við vorum að koma heim og ætluðum að beygja inn í götuna okkar stóð þar kornung lögga sem reyndi að banna okkur að fara inn í götuna og heim til okkar. Ég brást hin versta við og sagði að við yrðum að komst heim þar sem sonur okkar væri einn heima. Var samt ekkert að taka það fram að sonurinn væri fúlskeggjaður með bassarödd. Aumingja unglöggan vissi ekkert í hvorn fótinn hann átti að stíga, var talstöðvarlaus svo ekki gat hann beðið um fyrirmæli en lét að lokum undan og hleypti okkur heim.

Þegar við komum heim var ekki bara víkingasveitarmaður á ganginum heldur líka inni í eldhúsi. Ég rak þann út með harðri hendi og spurði hvort hann ætlaði að skjóta út í gegnum rúðuna hjá okkur. Mannræfillinn forðaði sér og tók sér stöðu með hinum á ganginum. Þarna héngu þeir langt fram eftir kvöldi og allt hverfið var undirlagt löggum. Svaka hasar.

Í fréttum kom svo í ljós að byssumaðurinn hafði verið Stebbi Malagafangi - með kertastjaka. Þá hló ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég lenti í svipuðu fyrir áratugum síðan. Opnaði útihurðina og ofan í kjallaratröppunum beint fyrir utan stóð lögga og hann var að gægjast eitthvað niðureftir. Ég með eina telpu í eftirdragi og aðra á handlegg ætlaði að ná í mjólk. Maðurinn minn skilaði sér ekki með mjólkina. Hann bannaði mér að fara út enda byssumaður neðan við húsið. Barnið á handleggnum gólaði og hann horfði á okkur mæðgur til skiptis. Búðin var bara rétt ofan við húsið og það endaði með að hann rak mig inn og stökk sjálfur upp á horn eftir mjólkinni. Svo hélt hann áfram að gægjast niðurfyrir. Ég blandaði í pelann, barnið hætti að orga og byssumaðurinn lagði niður vopnið.

Ragnheiður , 17.3.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Úff.. vonandi lendi ég aldrei í þessu... Löggan hefur tilhneigingu að koma fram við með einhverjum ruddaskap.. Miklu meiri hörku en ykkur var sýnd.

Brynjar Jóhannsson, 18.3.2008 kl. 01:00

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er með ólíkindum þessi bófahasarsást í löggunni.   Óhugnanlegt að ég tel.  Þð ætti að virkja betur innra eftirlit lögreglunnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband