Kátur köttur

Jæja, þá erum við komin heim eftir frábæra dvöl í London sem er bara besta borg í heimi. Það var skítaveður, kalt og rigning svo við héldum okkur bara í verslunum, leikhúsum, á pöbbum og veitingahúsum. Synir mínir létu eins og þeir hefðu himin höndum tekið út af reykingabanninu og vorkenndu okkur gömlu hjónunum ekkert þótt við yrðum að húka úti og reykja. Kosturinn í Londin er þó sá að maður má taka bjórinn með sér út.

Við fórum tvisvar í leikhús, ætluðum oftar en ég á systurdóttur sem býr í London og mamma hennar og hennar maður komu frá Kaupmannahöfn svo þetta var svona ekta family reunion.

Í leikhúsi sáum við Spamalot í annað skipti og We will rock you í þriðja skiptið. Svolítil ófrumlegt en eldri strákurinn hafði hvorugt séð og okkur fannst svo sem engin nauðung að sjá þetta aftur. Þetta eru hvort tveggja frábærar sýningar, en hörkuvinna. Maður staulast út af Spamalot með magaverk af hlátri og svo er vitanlega þvílíkt fjör á Queen-sýningunni að maður kemur sveittur og þreyttur út eftir að hafa veifað, klappað, dillað sér og sungið með í þrjá klukkutíma. Við hjóni, 47 og 54 ára, vorum alveg á meðalaldrinum í leikhúsinu. Þarna var mikið af fólki sem var að kynna börnin sín og jafnvel barnabörnin fyrir Queen sem hefur alltaf verið uppáhaldið mitt. Ég þekki fólk sem grét þegar Kennedy dó og þegar John Lennon dó. Ég táraðist þegar Freddy Mercury dó.

Samt var það besta eftir og það var að koma heim. Kisa sleppti sér af hamingju, hljóp um allt, mjálmaði hástöfum og reyndi svo eins og hún gat að nudda sér utan í okkur en fórst það frekar illa úr hendi (loppu) þar sem hún var enn með bannsettan kragann. Kraginn fór svo í dag og hér á heimilinu má nú finna kátasta köttinn í bænum og þótt víðar væri leitað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kallý

Fór á Spamalot í New York og það var algjör snilld! Fór 2 daga í röð en það var útaf því að Clay Aiken leikur Sir Robin þar og er náttúrulega FRÁBÆR í því hlutverki.

Mig langar að þú setjir mynd af þér í prófílinn 

Kallý, 26.3.2008 kl. 18:22

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Gott að þið skemmtuð ykkur og velkominn heim....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.3.2008 kl. 19:07

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Kallý mín, ertu nokkuð að tala um MYNDINA víðfrægu? Fyrr frýs í helvíti en hún verði sett á bloggið. En ég skal pæla í að láta eðlilega mynd inn.

Helga Magnúsdóttir, 26.3.2008 kl. 19:37

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æðislegt að heyra af fríinu ykkar. Við hjónin þurfum að fara að drífa okkur til London og sjá þessar sýningar. Dóttir okkar ein býr þar, vantar bara að hressa upp á mig svo ég geti labbað eitthvað, það kemur.  Knús  Girl 5

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2008 kl. 20:26

5 Smámynd: Brynja skordal

Velkomin heim oh hefði sko verið til í queen sýninguna þarf að skreppa þarna einhvern tímann til að líta á þetta queen aðdándi mikill sem ég er

Brynja skordal, 26.3.2008 kl. 23:35

6 identicon

Enn kemur myndin góða mér í gott skap, besta fýlumeðal EVER.  Hvað með nýja Londonmynd af þér?   Báðar þessar sýningar eru frábærar, eitt það besta við London er að fara í leikhús.

Linda frænka (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 08:36

7 Smámynd: Kallý

ó Guð myndin! Klassík - ætti að setja hana á netið

Kallý, 27.3.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband