Móðursjúkur köttur

Hún Trítla verður sko aldrei aftur skilin eftir ein heima. Það fer gersamlega með geðheilsuna hjá henni. Við komum heim á mánudaginn og enn eltir hún okkur um allt æpandi og skrækjandi, er helst ekki í rónni nema hún sjái okkur öll í einu og við þurfum stöðugt að halda á henni og klappa henni sem er svo sem allt í lagi ef hún gæti ákveðið sig hjá hverjum hún vilji vera. Hún situr meira að segja um mig sem hef hingað til verið minnst í uppáhaldi hjá henni. Ég ætla bara að vona að kattarskarnið fari að jafna sig.

Flugþjónn í vélinni sem við komum  heim með var bara fyndinn.  Þegar allir farþegar voru sestir, þreyttir og slæptir eftir helgina var farið að dreifa íslenskum blöðum. Eitthvað fannst flugþjóninum undirtektirnar dræmar, því hann sagði stundarhátt: Nýr borgarstjóri í Reykjavík. Annar hver farþegi hrökk upp og þá bætti hann við: Nei, bara grín. Alltaf gaman þegar fólk hefur húmor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voða vesen er þetta vegna kattarforsmánar  Ef hún er farin á geði er þá nokkuð annað að gera en að leggja hana inn?  Eru ekki komnir tveir eða fleiri dýraspítalar, en kannski er engin geðdeildin.  Allavega reynið að fá róandi fyrir ófétið.

Simbi Sæfari (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 12:41

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Aumingja Trítla. Ég hló af flugþjóninum. Ég er svoooo sammála, gott þegar fólk hefur húmor.

Vildi svara þér með Vogahverfið. því ég ólst þar upp. Nánari tiltekið í Sólheimum 8 (beint á móti langholtskirkju). Var reyndar í Vogaskóla í 6 ára bekk en svo varð ný hverfaskipting og ég fór í Langholtsskóla í 7 ára bekk.

Segir þetta þér eitthvað?

Jóna Á. Gísladóttir, 30.3.2008 kl. 15:53

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha góður.  En hvað ég skil kisu, við vorum utan í þrjár vikur og okkar Brandur kvartaði í fleiri daga, og vék ekki frá okkur. Alveg merkilegt hvað kettir geta verið kærir að heimilisfólki og félagsskap.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2008 kl. 16:04

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Já, Jóna, við höfum bara verið rétt hjá hvor annarri, var í Ferjuvogi en er núna í Nökkvavogi. Hef greinilega tekið eftir þér þótt þú sért miklu yngri en ég. Þú hefur bara alltaf verið svona eftirtektarverð.

Helga Magnúsdóttir, 30.3.2008 kl. 18:52

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha kannski bara. Kannski myndi ég kannast við þig ef ég sæi þig. Ekki hefurðu farið langt. Haldið þig í hverfinu. Þetta er líka gott hverfi.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.3.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband