30.3.2008 | 18:07
Uppskeruhátíð
Sonur minn kom í gær með stelpurnar sínar til að þær fengju nú loksins það sem amma og afi keyptu í Svíþjóð og London. Þeim fannst sko alveg kominn tími til. Það sem ég keypti í Svíþjóð smellpassaði en það sem ég keypti á miðstelpuna, þessa 8 ára, í London var allt of stórt. Samt var pabbi hennar með og gaf ráðleggingar í búðum. Karlmenn.
Ég flippaði aðeins við að kaupa á elstu dömuna, 12 ára. Fór í æðisgengna búð í Soho sem er rekin af þremur hönnuðum, þar af einni íslenskri, allar útskrifaðar frá St Martins. Búðin heitir Beyond the Valley og er ótrúlega flott. Ég bara gat ekki hætt að kaupa. Maðurinn minn tók þó í taumana þegar ég var komin með kjól sem kostaði 250 pund á handlegginn. Ég varð að lúffa því þetta var náttúrlega engin hemja. Þær selja sína eigin hönnun bæði föt og listmuni, og eru með yfir 100 listamenn og hönnuði á sínum snærum. Endilega kíkið við næst þegar þið farið til London þó ekki sé nema til að skoða.
Sædísi, þessari 8 ára, fannst sælgætiskaupin þó ansi takmörkuð. Vildi ekki vera að kaup fullt af nammi svona í kringum páskana. Nóg er nú samt.
Við sem fórum til London, mamma, pabbi, stór strákur, lítill strákur, keyptum ekkert á okkur enda frá kallarnir mínir helst ekkert á sig nema í High and Mighty og ég kaupi öll mín föt í Stórum stelpum. Hef oft farið í feitabollubúðir í útlöndum og þær ná bara aldrei að verða jafngóðar og SS.
Hins vegar létum við greipar sópa í bókabúðum. Ég verð alltaf hálfvandræðaleg þegar ég kaupi bækur með yngri syninum, þessum 14 ára. Ég veð um allt og leita uppi reifara en hann kaupir ekkert nema klassískar bókmenntir og sögu. Merkilegt barn. Ég gerði samt breytingu á í bókabúðinni í Leifsstöð. Keypti mér söguna um Bíbí eftir Vigdísi Gríms. Þrusugóð bók sem ég mæli hiklaust með. Las hana í einni bunu til að geta gefið frænku minni hana áður en ég færi heim og það tókst.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
-
berglindnanna
-
mammzan
-
hross
-
ragnhildur
-
skessa
-
gattin
-
gurrihar
-
landsveit
-
larahanna
-
asthildurcesil
-
konukind
-
skjolid
-
jensgud
-
eddaagn
-
jenfo
-
heidathord
-
jonaa
-
amman
-
rebby
-
hallarut
-
ringarinn
-
gunnarkr
-
birtabeib
-
brylli
-
olapals
-
snar
-
stormur
-
krummasnill
-
lindalinnet
-
bifrastarblondinan
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
hneta
-
hildurhelgas
-
gudrunp
-
gleymmerei
-
brandarar
-
astabjork
-
holmfridurge
-
jaherna
-
drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjáið þið nú bara þessa margrómuðu kattarást
Verið að þvælast um Evrópu, peningum eytt út og suður eg ekkert keypt fyrir margumtalað kattaróféti , þó slasað sé og mjálmandi daginn út og inn. Ja svei
Væri ekki ráð að koma þessu til dýralögreglunnar ef hún er þá til
En það var þó gott að eitthvað var keypt á ungviðið. Sjálfsagt ekki veitt af. En merkilegur þessi maður þinn að stoppa þetta kjólabruðl. 250 pund ....djises kræst, ekki nema það þó. En maður þyrfti svo sem að kíkja inn í svona feitabollubúð, sko...frændi minn er nefnilega feitabolla....Langar að hygla einhverju að honum eða þannig 
Simbi Sæfari (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 18:34
Þarna komst upp um strákinn Tuma. Alvarleg vanræksla á slösuðum ketti. Er að vinna í því að koma henni á kattageðdeild. Hún er samt aðeins farin að róast. Ég og mágur minn, sem er líka feitabolla, erum að hugsa um að setja á laggirnar feitabollubúð fyrir bæði kynin. Hún á að heita Bústnir búkar.
Helga Magnúsdóttir, 30.3.2008 kl. 18:46
Ég hefði sko viljað sjoppa með þér í útlandinu.....elska sérverslanir
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 31.3.2008 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.