Stór, stærri stærstur

Mér hefur aldrei á ævinni þótt ég jafnstór, feit og útlensk eins og í Kína. Kínverjar voru sammála mér. Við fórum að næststærsta vatni Kína en þar á eru afar fallegar eyjar með miklum gróðri, hofum og byggingum síðan guð má vita hvenær. Mjög gaman að sjá.

Ég settist á stein til að hvíla mig og njóta þess að horfa í kringum mig þegar aðvífandi komu pínulitlar kínverskar mæðgur. Dóttirin eitthvað um fertugt og mamman eldgömul. Dóttirin rauk á mig og sagði Fótó, fótó. Ég hélt að hún vildi láta mig taka mynd af þeim mæðgum fyrir sig og stóð upp ekkert nema almennilegheitin. Þá ýtti dóttirin mér aftur niður og sagði Sit, sit. Ég settist alveg ringluð og sú gamla settist þá við hliðina á mér og dóttirin myndaði okkur saman. Höfðu greinilega aldrei á ævinni séð svona stóra og feita kerlingu. Þegar myndatökunni var lokið þökkuðu þær fyrir sig og hurfu á braut.

Bróðir minn hló eins og fífl og sagðist viss um að þær hefðu haldið að ég væri kvenkyns Búdda. Það þótti manninum mínum og syni afskaplega fyndið. Ekki mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað kínverjar eiga bágt, hvað þeir eru andlega fátækir að eiga engar tröllskessur.  Kannski þeir eigi ævintýri og sögur um slíkar, held samt ekki.  Í okkar menningu eru elsku skessurnar okkar ómissandi, hvort sem þær eru útdauðar eða ekki.  Hugsið ykkur íslenska sögu án skessanna, no way sko Eitthvað svona álíka og þeirra saga án Budda.

Simbi Sæfari (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 15:37

2 Smámynd: Kallý

já nú hló ég upphátt!  Kvenkyns Búdda!

Kallý, 31.3.2008 kl. 16:20

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

og talarðu við þessa 3 karlmenn í dag?

Huld S. Ringsted, 31.3.2008 kl. 23:09

4 identicon

Hana nú.....Detta mér allar dauðar og hálfdauðar úr ....  kvenkyns Budda....    Eigum við ekki íslenskan kvenprest sem talar um hana Guð?  Þurfa Guðir endilega að vera með tippi?  Ég get alveg séð fyrir mér flotta Gyðju....liggjandi á kósý (rósrauðu) skýi með hörpu og allt, jafnvel í bikini

Simbi Sæfari (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 00:15

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Helga mín þetta hefur ekkert haft með vaxtarlag þitt að gera elskuleg.  Heldur að þú varst útlendingur, og öðruvísi.  Þær hefur langað til að eiga mynd að svona öðruvísi konu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2008 kl. 14:23

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þakka þér fyrir hugulsemina, Ásthildur mín. Er samt ansi hrædd um að þetta hafi haft talsvert með stærð mína og umfang að gera. Er nefnilega stór á alla kanta. Er löngu´búin að fyrirgefa bróður mínum og feðgunum. Finnst þetta bara fyndið.

Helga Magnúsdóttir, 2.4.2008 kl. 21:15

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Fyndin og frábær færsla.

Marta B Helgadóttir, 2.4.2008 kl. 23:51

8 identicon

Hvað ertu hætt að blogga??

Linda frænka (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband