7.4.2008 | 13:59
Hann Styrmir minn...
Styrmir eldri sonur minn var hjá okkur um helgina að taka herbergið hans Úlfars í gegn. Honum fannst herbergið hans alveg glatað, mætti á staðinn, henti öllum húsgögnunum í Sorpu, henti öllu sem Úlfar var hættur að nota og málaði svo herlegheitin. Nú er ferðinni heitið í Ikea að kaupa ný húsgögn fyrir drenginn sem er mjög svo ánægður með stóra bróður sinn þessa dagana.
Styrmir er einhver ljúfasta og besta manneskja sem ég þekki. Það get ég hiklaust fullyrt þótt mér sé málið vitanlega afar skylt. Þegar hann var yngri vorum við mjög mikið ein saman þar sem pabbinn var á sjónum. Okkur kom alltaf alveg einstaklega vel saman, spiluðum mikið, ræddum málin og lásum. Hann hefur frá því hann fæddist haft alveg sérlega góða nærveru. Hann opnaði augun um leið og hann fæddist. Horfði stíft á mig þegar ég fékk hann í fangið og ég fann strax að þarna var mikill persónuleiki á ferðinni. Hann var alveg dásamlega fallegur með þessi dökkbláu augu sem horfðu beint í mín.
Svo kom að því, þegar Styrmir var um tvítugt, að hann fengi loksins systkini. Pabbinn var á sjónum og Styrmir stjanaði við mig á alla kanta á meðgöngunni. Eitt kvöldið þegar við höfðum horft á úrslitaleik í NBA missti ég vatnið tíu dögum of snemma og pabbinn úti á sjó. Styrmir hringdi á fæðingardeildina og kom svo með mér í sjúkrabílnum og við héngum lengi vel saman á fæðingarstofunni á meðan ekkert gerðist nema vatnið lak og lak. Bumban minnkaði og við vorum farin að spá í að laumast út bakdyramegin, það væri líklegast ekkert barn. Svo var ég sett af stað og Úlfar kom með látum. Allan tímann hélt Styrmir í höndina á mér, hvatti mig áfram og huggaði mig þegar ég hélt að ég væri að deyja. Svo kom Úllinn og Styrmir klippti á naflastrenginn og rétti mér hann síðan. Svo tók hann bróður sinn og baðaði hann og klæddi í fyrsta skipti. Ljósmæðrunum þótti þetta alveg stórmerkilegt, sérstaklega þar sem Styrmir var á þessum árum mikill þungarokkari, leðurklæddur með hár niður í mitti. Þrátt fyrir útlitið var hann algjörlega reglusamur og reykti hvorki né drakk. Hann kom og heimsótti mig í pabbatímunum þar sem pabbinn var ekki viðlátinn. Hann er bara bestur.
Þegar ég fór aftur að vinna þegar Úlfar var 20 mánaða vorum við Styrmir bæði í vaktavinnu. Við skiptumst á að passa drenginn á kvöldin aðra hverja viku og þannig gerði hann mér kleift að vinna þetta starf. Aldrei kvartaði hann þótt hann væri bundinn yfir bróður sínum aðra hverja viku. Ég tók mig þess vegna til og pantaði fyrir hann farmiða til London, gistingu á góðu hóteli og miða á rokktónleika á Donnington. Styrmi fannst sem hann hefði himin höndum tekið, hugsaði greinilega ekkert um að hann var búinn að vinna sér fyrir þessu svona hundrað sinnum.
Síðan gerðist vitanlega það óhjákvæmilega. Hann Stymir kynntist Maríu sinni og þau fóru að búa. Ég samgladdist honum vitanlega að hafa náð í svona góða og fallega konu en saknaði hans samt. En hann hélt áfram að vera samur við sig. Þegar Úlfar var 3-4 ára veiktumst við bæði hastarlega og lágum hvort um annað þvert með yfir 40 stiga hita í rúma viku. Hver kom á hverjum degi eftir skóla og mataði okkur, skipti á rúminu, fór í búðir og apótek nema hann Styrmir. Ég held að við Úlfar hefðum hreinlega gefið upp öndina ef ekki hefði verið fyrir hann. Og hann er ekkert nema hjálpsemin og dugnaðurinn við okkur litla bróður enn þann dag í dag.
Á hverjum einasta degi þakka ég fyrir það að hafa eignast hann Styrmi. Bróðir hans er ekkert síðri en það kemur bara seinna.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
-
berglindnanna
-
mammzan
-
hross
-
ragnhildur
-
skessa
-
gattin
-
gurrihar
-
landsveit
-
larahanna
-
asthildurcesil
-
konukind
-
skjolid
-
jensgud
-
eddaagn
-
jenfo
-
heidathord
-
jonaa
-
amman
-
rebby
-
hallarut
-
ringarinn
-
gunnarkr
-
birtabeib
-
brylli
-
olapals
-
snar
-
stormur
-
krummasnill
-
lindalinnet
-
bifrastarblondinan
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
hneta
-
hildurhelgas
-
gudrunp
-
gleymmerei
-
brandarar
-
astabjork
-
holmfridurge
-
jaherna
-
drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá sá er flottur ! Svona strákar eru svo mikil gull
Ragnheiður , 7.4.2008 kl. 14:08
Þetta er allt rétt Styrmir er alveg einstakur.
Linda frænka (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 15:22
Vá æðislegur hann Styrmir þvílikt gull
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.4.2008 kl. 15:38
Yndislegt að lesa þessa færslu, Styrmir þinn er greinilega einn af þeim sem glóir í lífinu. Til hamingju með þá báða, þið verðið aldrei ein.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2008 kl. 20:25
Ég held að þú þurfir að skrifa svona færslu um uppáhaldslitlufrænku þína (MIG
)
Kallý, 7.4.2008 kl. 20:29
Knús á þig Helga mín, reyndar tvöfalt knús

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 01:14
Þú ert greinilega mjög heppin með syni
Lovísa , 9.4.2008 kl. 11:24
En gaman að finna bloggið þitt! Aldrei fréttir maður neitt!!
Hann Styrmir þinn var yndislegasti krakki í heimi þegar hann var lítill, og Úlli líka.
Ránsa frænka (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.