Hnýsni

Sumt fólk er alveg ótrúlega hnýsið og forvitið. Ég held samt að kona sem ég hitti fyrir um það bil 15 árum slái öll met. Þannig var að þegar Úlfar, yngri sonur minn, var splunkunýr var hringt dyrabjöllunni heima hjá mér. Styrmir, sá eldri, stökk til dyra og æpti svo hástöfum: Mamma, það er verið að rukka fyrir Dagblaðið. Úlfar var háorgandi en ég stökk niður til að borga. Konan sem var að rukka horfði stíft á mig og spurði: Átt þú bæði þann stóra og litla barnið? Ég jánkaði því, tróð peningunum upp á konuna og dreif mig upp aftur til að sinna barninu sem stóð á öskrinu.

Nema hvað. Það líður mánuður og aftur er dyrabjöllunni hringt. Ég hljóp niður og fyrir utan stendur konan. Hún bauð ekki góðan daginn eða neitt heldur horfði á mig spennt og sagði: Eru þeir samfeðra? Ég verð að játa að ég varð gjörsamlega kjaftstopp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe hún var sko í draumastarfinu sínu blessunin, gat verið að hnýsast um fólk í leiðinni hehe

Ragnheiður , 10.4.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Jebb, øeg er mikil englakonaelska engla og

Kristín Gunnarsdóttir, 10.4.2008 kl. 18:51

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Jebb ohoh , erlent likklaborð á marga af þeim, takk fyrir innlitið.

Knus á þig

Kristín Gunnarsdóttir, 10.4.2008 kl. 18:53

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Jæja ættli þetta takist nuna Ég er algjör englakerling, hef safnað þeim lengi Gaman að vita að það eru fleiri að safna englum, þeir eru bara svo fallegir.

Stórt knus á þig

Kristín Gunnarsdóttir, 10.4.2008 kl. 18:56

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...en hún að muna söguþráðinn á milli mánaða....

Hrönn Sigurðardóttir, 10.4.2008 kl. 21:50

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúlegur andskoti

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2008 kl. 22:11

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég er svo hissa á þessari framkomu að kjálkinn hangir niður á bringu......enn sú ósvífni

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.4.2008 kl. 09:19

8 Smámynd: Lovísa

Alveg ótrúlegt!

Lovísa , 11.4.2008 kl. 10:02

9 Smámynd: Brynja skordal

Alveg með ólíkindum hvernig sumt fólk getur verið ja hérna En hafðu ljúfa helgi elskuleg

Brynja skordal, 11.4.2008 kl. 11:25

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Kristín, ég skil ekki alveg þetta með englana. Getur verið að þú hafir ætlað að kommenta hjá einhverjum öðrum?

Helga Magnúsdóttir, 11.4.2008 kl. 15:49

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skjúsmí, varstu ekki að tala um "englana" þína, Bolla og Glasa? Hehehhehehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.4.2008 kl. 18:08

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Jú, einmitt, þetta voru þeir Bolli og Glasi, hehe.

Helga Magnúsdóttir, 13.4.2008 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband