Hommarnir á hæðinni

Ég hef fylgst með þáttunum Hæðin þar sem þrjú pör fá það verkefni að innrétta raðhús. Eitt parið eru þeir Beggi og Paco. Þeir eru alveg ótrúlega frábærir. Þeir eru svo ástfangnir og hamingjusamir að maður hefur varla áður séð svona lukkulegt par. Þeir hafa góðan húmor og eru alveg dásamlega hreinskilnir og skemmtilegir.

Mér hefur oft dottið í hug að það væri kannski betra að konur byggju saman og karlar saman. Sérstaklega þegar einhver rosa knattspyrnukeppni er í gangi. Hjá þjóðflokkum, sem við í hroka okkar köllum frumstæða, eru konur taldar óhreinar þegar þær hafa blæðingar. Þá er þeim plantað í sérstakt hús því Þær mega ekki koma nálægt neinu, mega ekki elda og svo framvegis. Ég er alveg viss um að þær hafi fundið upp á þessu sjálfar til þess að fá frí frá körlum og húsverkum þó ekki væri nema einu sinni í mánuði. Er ekki bara tilvalið að taka upp þennan sið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfsagt að taka upp þennan sið hjá þeim konum sem eru það kúgaðar og láta það yfir sig ganga að þær þurfa að sjá um öll húsverkin.Hjá hinum konunum sem eiga jafnréttissinnaða menn sem sinna húsverkunum á jafnt við þær er svona frídagur ekki við hæfi.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 15:17

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ég get alla vega mælt með því að konur búi með konum. Það virkar alveg stórvel. En er auðvitað afskaplega einstaklingsbundið

Ragnhildur Sverrisdóttir, 11.4.2008 kl. 15:22

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú segir nokkuð, Sigurður. En hvað með konur eins og mig sem eru giftar öryrkjum sem gætu ekki skúrað gólf þótt þeim væri borgað fyrir það? Það eru nefnilega ekki allir eins.

Helga Magnúsdóttir, 11.4.2008 kl. 15:40

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

 Má taka þetta til athugunar, gott blogg

Kristín Gunnarsdóttir, 11.4.2008 kl. 16:19

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góð hugmynd! Ég styð hana. Við gætum allar hjálpast að við að elda góðan mat, njóta þess svo að borða hann í rólegheitum og slúðra á meðan...... ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 12.4.2008 kl. 13:00

6 identicon

Hef ekki séð þættina.En hef heyrt um tíðarkofann.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 16:04

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

er ekki viss um að ég vildi missa minn, þó hann mætti stundum vera hjálplegri

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2008 kl. 16:14

8 Smámynd: Halla Rut

Til er ég.

Halla Rut , 13.4.2008 kl. 17:59

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég fengi að vera strákamegin þegar fótboltakeppnir færu fram, ekki spurning.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.4.2008 kl. 18:06

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Já, Gurrí mín, þú mátt alveg vera strákamegin þegar fótboltinn fer fram, ekki spurning.

Helga Magnúsdóttir, 13.4.2008 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband