13.4.2008 | 17:42
Letidagur
Átti frí í gær og lá í algjörri leti á meðan Úlfar og vinur hans og pabbi hans settu saman nýju húsgögnin hans Úlfars og gengu endanlega frá herberginu hans sem er nú orðið virkilega fínt.
Við hjónin ákváðum eftir að hafa séð kynningu í Íslandi í dag á ABC-börnum að taka að okkur eitt barn og styrkja það. Við völdum 10 ára stelpu frá Keníu. Ákváðum að taka svolítið stálpaðan krakka þar sem við höfðum heyrt að fólk vildi frekar litlu krúttin en erfiðara væri að fá stuðningsaðila fyrir eldri börn. Ég skammast mín niður í tær yfir að hafa ekki gert þetta fyrir löngu. Skitinn 3000 kall á mánuði til að hjálpa einu barni.
Ég varð alveg kjaftbit þegar ég sá að eftirlýstur morðingi væri hér á landi en ekki hægt að gera neitt í málinu vegna þess að ekki hefði verið gefin út rétt útgáfa af handtökubeiðni. Detti mér allar lýs steindauðar úr höfði. Maðurinn sem líklega ók á drenginn í Keflavík farinn úr landi og eftirlýstur morðingi leikur lausum hala. Hvernig á maður að skilja þetta?
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
-
berglindnanna
-
mammzan
-
hross
-
ragnhildur
-
skessa
-
gattin
-
gurrihar
-
landsveit
-
larahanna
-
asthildurcesil
-
konukind
-
skjolid
-
jensgud
-
eddaagn
-
jenfo
-
heidathord
-
jonaa
-
amman
-
rebby
-
hallarut
-
ringarinn
-
gunnarkr
-
birtabeib
-
brylli
-
olapals
-
snar
-
stormur
-
krummasnill
-
lindalinnet
-
bifrastarblondinan
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
hneta
-
hildurhelgas
-
gudrunp
-
gleymmerei
-
brandarar
-
astabjork
-
holmfridurge
-
jaherna
-
drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er líka styrktarforeldri vildi að ég gæti gert meira...
Ég var líka bit yfir að hér væri eftirlýstur morðingi....og ekkert hægt að gera
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.4.2008 kl. 19:43
Ég á einmitt gutta í Uganda og hef átt hann nokkuð lengi, þessa elsku. Fékk mynd af honum fyrst og svo aftur þegar hann var kominn í nýjan skólabúning og hann brosti eins og sólin sjálf, þetta blessaða barn. Hann á ekki foreldra en er hjá gamalli ömmu sinni.
Ragnheiður , 14.4.2008 kl. 00:44
Það er ótrúlegt hvernig réttvísin svokallaða er ósamkvæm sjálfri sér, og langt frá markmiði sínu, þ.e. að vernda borgara þessa lands. Reglugerðarfargan og vitleysisgangur einkenna allt nú orðið, til að lögfræðingar hafi nóg að bíta og brenna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.