Læknavísindin og fleira

Eins og fram hefur komið er hann Úlfar sonur minn glasabarn. Bróðir hans heitir fullu nafni Styrmir Bolli svo stundum eru þeir kallaðir Bolli og Glasi. Það eru 20 ár á milli þeirra þannig að ég segi stundum að Styrmir hafi verið bernskubrek og Úlfar elliglöp.

En þetta var nú bara útúrdúr. Það sem ég ætlaði að skrifa um er að þegar ég stóð í baráttunni að verða ófrísk átti Svanhildur systir mín í ennþá illvígari baráttu þar sem hún fékk mergkrabba í mjöðm. Mér þótti mjög leiðinlegt að geta ekki heimsótt hana á spítalann þegar ég var ófrísk en um leið og ég fann spítalalyktina ætlaði ég að æla lifur og lungum. Hún fékk nú sem betur fer að fara heim öðru hverju þannig að þá gátum við heimsótt hvor aðra. Sem betur fer sigraði hún í þessari baráttu og er hin hraustasta í dag um 15 árum síðar.

Svanhildur og Matthildur systur mínar eru eineggja tvíburar. Þegar Úlfar var um það bil tveggja ára fórum við allar með hann í sund. Svanhildur var úti í miðri laug að leika við Úlla en við Matta lágum við bakkann og létum fara vel um okkur. Þá fórum við að velta því fyrir okkur hver staðan væri ef ekki væri fyrir læknavísindin og komumst að þeirri niðurstöðu að ef ekki væri fyrir þau værum við bara tvær í sundi. Þá hefði glasabarnið Úlfar ekki fæðst og krabbinn hefði að öllum líkindum drepið Svanhildi systur okkar.

Þegar nýbúið var að greina krabbann hjá Svanhildi var tekið mergsýni úr Matthildi ef ske kynni að framkvæma þyrfti mergskipti. Þá sagði læknirinn að lífsýnin úr þeim væru svo nákvæmlega eins að börnin þeirra væru líffræðilega séð hálfsystkini. Það þótti mér ákaflega merkilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er svona Helga mín, vegirnir okkar eru órannsakanlegir.  En gott að þið eruð öll hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 22:04

2 Smámynd: Brynja skordal

Knús til þín inn í nóttina

Brynja skordal, 15.4.2008 kl. 01:21

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Merkilegt þetta með lífssýnin...börnin líffræðilega hálfsystkini.....eigðu góðan dag..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.4.2008 kl. 09:17

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

alveg órúlegt með þessi lífssýni!

en

kveðja og innlitskvitt mín kæra

Guðrún Jóhannesdóttir, 15.4.2008 kl. 14:30

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta finnst mér stórmerkilegt en samt svo eðlilegt þegar maður pælir í því.  Takk fyrir þetta. Hlýtur að vera gaman að eiga bæði  Coffee  og  Drink   kær kveðja til þín  Thank You

Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 19:41

6 Smámynd: Tiger

  Já sko.. segi það nú að vísindin og læknakunnáttan geta svo sannarlega gert stórkostleg kraftaverk. Mikið gleðiefni að vita að systir þín sigraði sín veikindi þarna um árið. Skemmtilegar pælingar sem sýna að kraftaverkin gerast svo sannarlega aftur og aftur um allan heim - líka hérna hjá okkur á klakanum. Knús á þig ljúfan og eigðu yndislega nótt og góðan dag á morgun!

Tiger, 16.4.2008 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband