16.4.2008 | 20:52
Ambögur og misskilningur
Þegar maður hefur verið prófarkalesari í yfir 20 ár hefur margt skondið orðið á vegi manns. Svo held ég að flestir prófarkalesarar séu því marki brenndir að vera stöðugt að leiðrétta fólk. Ég man þegar vinur sonar míns var hjá honum og sagði spenntur frá því að hann fljúgði til ömmu sinnar á Akureyri. Ég galaði vitanlega innan úr eldhúsi og sagði: Það heitir ekki fljúgði það heitir flaug. Smáþögn en síðan heyrðist í syni mínum í huggunartóni: Þetta er allt í lagi, hún lætur alltaf svona! En hér koma nokkur dæmi um það sem prófarkalesara lenda í.
Fyrst er það uppáhaldsorðið mitt: Verið var að skrifa um mann sem var hlédrægur og hélt sig frekar til baka. Hann var ósérframítrönulegur! Finnst ykkur þetta ekki frábært orð?
Þá voru það hjónin sem voru svo samhent að þau voru eins og framlengdur handleggur hvort af öðru.
Sá ykkar sem síðast hlær kasti fyrsta steininum.
Það er of seint að naga sig í handarkrikana eftir dauðann.
Lýsing á jólamessu: Að lokum söng kórinn Heims um ból með barnakórnum sem hélt á kertum og öðrum kirkjugestum.
Hún dó þennan dag þótt hún hefði ætlað að verja honum í annað.
Þetta eru bara nokkur dæmi um það sem prófarkalesarar lenda í. Einu sinni var ég að lesa viðtal við prest og hann var að tala um freistingar Krists og taldi upp það sem honum var lofað af skrattanum: Hann myndi fá auðlegð og völd... Þarna komu þrír punktar. Ég merkti við á undan punktunum og skrifaði bil, sem sagt það átti að vera bil á milli völd og punktanna. Þegar ég fékk próförkina aftur úr prentsmiðjunni var búið að breyta þessu í auðlegð, völd og bíl. Það fannst mér alveg drepfyndið, bara spurning um hvernig bílarnir voru fyrir 2000 árum.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
-
berglindnanna
-
mammzan
-
hross
-
ragnhildur
-
skessa
-
gattin
-
gurrihar
-
landsveit
-
larahanna
-
asthildurcesil
-
konukind
-
skjolid
-
jensgud
-
eddaagn
-
jenfo
-
heidathord
-
jonaa
-
amman
-
rebby
-
hallarut
-
ringarinn
-
gunnarkr
-
birtabeib
-
brylli
-
olapals
-
snar
-
stormur
-
krummasnill
-
lindalinnet
-
bifrastarblondinan
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
hneta
-
hildurhelgas
-
gudrunp
-
gleymmerei
-
brandarar
-
astabjork
-
holmfridurge
-
jaherna
-
drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tiger, 17.4.2008 kl. 02:04
Magnað, ég er svo leiðréttingarkona eins og þú, þetta hefði eins getað verið sonur minn sem sagði " hún lætur alltaf svona" ég er enn að leiðrétta fólk en sem betur fer er fjölskyldan orðin svo vön þessu að ég hef áunnið mér rétt til leiðréttinga. Annars geta þýðingar líka verið fyndnar. Skemmtilega sagan af stórútgerðarmanni frá Vestmannaeyjum sem vildi segja viðskiptavini sínum erlendis, að samningurinn væri í höfn, svona var það " the contract is lying in the harbour" eigðu góðan dag.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 10:49
Hehe
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 17.4.2008 kl. 13:16
Góður
M, 17.4.2008 kl. 22:24
Ó my God Helga mín, ég næstum datt niður af stólnum við að lesa þetta, auðlegð völd og bíl
Ótrúlega fyndið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2008 kl. 00:54
Snilldin ein
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 18:56
Góð !!!
...naga sig í handarkrikana
Marta B Helgadóttir, 19.4.2008 kl. 20:53
..... þó hún hefði ætlað að verja honum í annað!
Hrönn Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 22:15
Þetta er snilld
Eigðu góðan dag
Kristín Gunnarsdóttir, 20.4.2008 kl. 07:27
skemmtileg færsla hjá þér
vesalings barnakórinn haldandi á kertum og kirkjugestum


Guðrún Jóhannesdóttir, 20.4.2008 kl. 12:38
The contract is lying in the harbour! Ég verð ekki eldri
Helga Magnúsdóttir, 21.4.2008 kl. 10:15
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2008 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.