Grobb og kvart

Á fimmtudagskvöldið fórum við hjónin í Ártúnsskóla þar sem bekkur elstu sonardóttur okkar var með menningarkvöld til styrktar vatnsverkefninu sem er í gangi núna. Okkar stelpa, hún Birgitta Inga, söng bæði ein og með öðrum, dansaði, sýndi á tískusýningu þar sem sýnd voru föt sem krakkarnir höfðu sjálfir hannað og ég veit ekki hvað og hvað. Hún var náttúrlega langflottust, glætan að maður hefði þorað að syngja fyrir fullan sal af foreldrum þegar maður var 12 ára. Það voru stolt hjón sem gengu út úr skólanum þegar þetta var búið. Það er svo gaman að vera amma og afi.

Svo er það kvartið. Þegar ég var úti í London um páskana fékk ég mikinn verk í vinstri öxlina. Svo smám saman færðist hann neðar og nú er hann horfinn nema hvað vinstri höndin á mér er eiginlega gagnslaus. Ég missi allt sem ég held á í vinstri hendinni, get ekki kreppt hnefann, ekki að ég gangi yfirleitt um með kreppta hnefa, en það væri samt fínt að geta kreppt hann ef maður þyrfti skyndilega að berja einhvern. Ég á tíma hjá heimilislækninum á föstudaginn. Verður gaman að heyra hvað hann hefur um þetta ástand að segja.

Ég horfði bara þó nokkuð á sjónvarpið um helgina, sá meðal annars Svalbarða þar sem hún Ágústa Eva, aka Sylvía Nótt, fer á kostum. Er eitthvað sem þessi stelpa getur ekki?

Svo sá ég 60 minutes þar sem fjallað var um meðferðina á föngunum í Abu Ghraib. Djöfulsins viðbjóður er þetta. Menn pyntaðir og niðurlægðir á allan mögulegan hátt og svo voru fangaverðirnir að mynda hver annan með föngunum sem lágu naktir og illa haldnir og þeir settir í samfarastellingar til að niðurlægja þá sem mest, þetta er mjög mikil vanvirðing þar sem íslam tekur mun harðara á samkynhneigð en biblían og er það nú nóg hvernig hún er túlkuð. Fangaverðirnir brostu hringinn á þessum myndum og þar á meðal var ung kona á nokkrum myndanna. Ég hélt í einfeldni minni að konur gætu ekki verið svona viðbjóðslegar. Greinilegt að manni getur skjátlast um allt milli himins og jarðar. Það var meira að segja tekin af henni mynd þar sem hún var skælbrosandi yfir líki. Svo var rætt við hana og hún sagðist ekki hafa vitað að hinn látni hefði verið pyntaður til bana. Hún hefði haldið að hann hefði "bara" fengið slag. Þetta er ekkert venjulega sick lið.

Það hefur gengið hægt að slá þessa færslu inn þar sem vinstri höndin vill engan þátt taka í þessum aðgerðum. Frown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Sammála þér með Ágústu Evu. Hún er óborganleg í "hvað á þetta að þýða" Finnst hún reyndar ekki ná sér á strik í söngnum en hvað um það.

M, 21.4.2008 kl. 16:40

2 Smámynd: Lovísa

Ágústa Eva er alveg stórkostleg  ég var með henni í skóla og hún syngur alveg æðislega.

Vonandi lagast höndin hjá þér

Lovísa , 21.4.2008 kl. 16:55

3 identicon

Ekki gott að vera með svona hendi, bara í viðgerð með hana !!! Sá ekki Svalbarða, finnst hann Þorsteinn svo innilega leiðinlegur að ég hef vanið mig á að slökkva á öllu sem hann er í, í sjónvarpinu, get bara engan vegin hlustað á hann. En endilega láttu líta á hendina á þér, nokkuð sem ég þarf að gera líka, sú hægri hjá mér er bara til trafala stundum.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 18:18

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sonur minn var líka með Ágústu Evu í skóla, skildi hann hafa verið með Lovísu líka??  Gaman að horfa á afleggjarana sína brillera, það er svo góð tilfinning. Ég skil ekkert í þér að vera ekki löngu farin til læknis með höndina, ætlaðirðu bara að horfa á hana visna stelpa.??? farðu vel með þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband