Styrmir og dauðinn

Hann Styrmir minn fór aldrei á leikskóla. Hann var alltaf í pössun hjá ömmu sinni, mömmu minni, þar til hann varð sex  ára en þá lést mamma rétt sextug. Ég hafði alltaf hálfgerðar áhyggjur af því að hún væri að ofgera sér við að hafa hann en hún harðneitaði því, sagði að hann héldi í sér lífinu því hann væri svo ljúfur og góður. Svo mér datt ekki í hug að taka hann af henni. Hann var rosalegur ömmustrákur og þegar hann var 12 ára að lesa fyrir litla frænda sinn var það eins og að hlusta á mömmu, sömu áherslurnar og allt. Ungur nemur hvað gamall temur.

Styrmir skildi ekki alveg hvað dauðinn var þegar amma hans dó. Ég sat ein inni í stofu og var að skæla vegna þessa þegar hann kom til mín og faðmaði mig og sagði: Svona svona, mamma mín, ég skal spila við þig ólsen. Að spila var það skemmtilegasta sem hann vissi og því fannst honum tilvalið að hressa mig við með því að spila við mig.

Þegar við vorum að taka okkur til fyrir jarðarförina spurði hann hvort við værum að fara að jarða ömmu. Þegar ég svaraði því játandi sagði hann: Á ég að koma með mína skóflu?

Þegar honum fór að skiljast að dauðinn væri eitthvað endanlegt velti hann honum mikið fyrir sér. Eitt kvöldið þegar við vorum að sofna reis hann upp í rúminu og spurði hvað ég myndi gera ef hann dæi. Fyrst sagðist ég ekki vita það en hann lét sig ekki fyrr en ég var búin að lýsa því á átakanlegan hátt hvað ég yrði sorgmædd og hvað ég myndi sakna hans. Eftir ræðuna lagðist hann út af ánægður með sig og sagði: Veistu hvað, mamma? Ef ég dey held ég að það væri bara best fyrir þig að skjóta þig. Hann var með það á hreinu að ég gæti ekki lifað án hans sem er í sjálfu sér alveg satt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Æi, börn eru svo ynnilega einlæg, sem er bara best. Takk fyrir innlitið, gott væri að fá hjálp, ef ég þá skil það, er ekki dóð á tölfu heldur.

Knus til þín inní kvöldið ljúfan,

Kristín Gunnarsdóttir, 27.4.2008 kl. 18:56

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahah já hann hefur alveg verið með þetta á hreinu.

Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 20:28

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

dásamlegt! bara að skjóta þig!   ó hvað ég elska svona sögu að krílunum okkar, þau eru svo yndislega einlæg

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.4.2008 kl. 20:50

4 identicon

AAAAARRRRG af hlátri !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!  þessi sonur þinn er alger snillingur. hehehhehehe,,,,, yndislegt að heyra sögur af þeim þegar þær innihalda lausn lífsgátunnar

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 22:26

5 Smámynd: Tiger

  Ótrúlegt hvað þessum blessuðum börnum dettur í hug stundum, algert ævintýri svei mér þá. En, það er satt að börnin læra og muna það sem við eldri og enn eldri gerum með þeim og fyrir þau þegar þau eru að alast upp. Svo mikið satt að þau njóta mikið góðs af. Knús í nóttina þína ljúfan.

Tiger, 28.4.2008 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband