11.5.2008 | 17:28
Það er að kvikna í, það er að brenna
Ég hef tvisvar lent í lífshættu og bæði skiptin vegna elds.
Þegar ég var þriggja ára fóru foreldrar mínir af bæ og létu 12 ára systur mínar um að passa mig. Pössunin hjá systrum mínum fólst í því að læsa mig inni í hjónaherberginu þar sem ég svaf ásamt foreldrum mínum og þær fóru út að hjóla. Foreldrar mínir reyktu báðir svo ég fann eldspýtustokk og fór að kveikja á eldspýtum. Ég man eftir að hafa setið í gluggakistunni og kveikja á eldspýtum og skyndilega stóðu gluggatjöldin í ljósum logum. Eldurinn breiddist út, saumavélin hennar mömmu tók að brenna og eldurinn breiddist út. Það vildi mér til lífs að elsta systir mín, Þuríður, kom við til að hringja. Hún heyrði í mér veinin og sá reyk leggja undan hurðinni. Hún rauk inn og slökkti eldinn og bjargaði mér út. Hún sagði mér seinna að ég hefði setið skjálfandi í fanginu á henni og sagt: Baddý, viltu fara út og gá hvort húsið hafi brunnið. Mér skilst að foreldrar mínir hafi aldrei treyst tvíburunum fyrir mér aftur.
Þegar Úlfar var árs gamall vorum við tvö heima. Ég hafði kveikt á kertum í stofuglugganum og fór svo inn með Úlfar til að svæfa hann. Ég var við það að sofna þegar síminn hringdi. Ég ráfaði fram og svaraði í símann og um leið varð mér litið inn í stofu. Kertið sem var nær opnum glugga hafði brunnið niður og mansjetta á kertinu var farin að brenna Plast úr mansjettunni var farið að leka logandi niður á gólfið og byrjað að kvikna í. Ég stökk til og slökkti eldinn með gallanum hans Úlfars. Síðan fór ég aftur í símann og þakkaði þeim sem hringdi fyrir að bjarga lífi okkar mæðgina. Það var söngkennarinn hans Styrmis sem bjargaði okkur á síðustu stundu.
Síðan hef ég farið mjög varlega með. Því allt er þegar þrennt er.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
-
berglindnanna
-
mammzan
-
hross
-
ragnhildur
-
skessa
-
gattin
-
gurrihar
-
landsveit
-
larahanna
-
asthildurcesil
-
konukind
-
skjolid
-
jensgud
-
eddaagn
-
jenfo
-
heidathord
-
jonaa
-
amman
-
rebby
-
hallarut
-
ringarinn
-
gunnarkr
-
birtabeib
-
brylli
-
olapals
-
snar
-
stormur
-
krummasnill
-
lindalinnet
-
bifrastarblondinan
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
hneta
-
hildurhelgas
-
gudrunp
-
gleymmerei
-
brandarar
-
astabjork
-
holmfridurge
-
jaherna
-
drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það borgar sig svo sannarlega að fara varlega með eld!
Til hamingju með daginn
Huld S. Ringsted, 11.5.2008 kl. 18:15
Það er eitthvað sem maður vill alls ekki upplifa, bruna. Er mikil kertakona og reyni að fara eins varlega ég get.
M, 11.5.2008 kl. 20:31
Eins og eldurinn er fallegur - þá getur hann verið hættulegur. Gott að ekki fór ver.
Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 20:31
Ég er nánast hætt að þora að kveikja á kerti. Rétt á jólunum. Annars var kallinn minn svakalegur kertakall þegar við kynntumst og var mikið látið loga þegar við vorum að byrja saman. En jólin 2004 eru eiginlega það síðasta sem kveikt var á kerti vegna hræðslu. Enda er síðasta ár metár í bruna finnst mér. Svo þegar maður er með litla skæruliða þorir maður ekki að hafa logandi ljós.
Knús til þín góða mín og það er greinilegt að einhver vakir yfir þér. Kveðja úr sveitinni.
JEG, 11.5.2008 kl. 21:48
Þú hefur sloppið fyrir horn sýnist mér. Vona að þetta sé búið og það brenni ekki meira í kringum þig. Kær kveðja og GN
Ásdís Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 21:57
Vá, hvað munaði litlu í bæði skiptin. Skil vel að þú farir varlega með eld. Ég er líka voða eldhrædd þótt ég hafi ekki lent í svona eins og þú.
Knús í bæinn!!! Úlli kemst sko í Ævintýraland, um verslunarmannahelgina á unglingatímabilið. Hann fær frábærar móttökur!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2008 kl. 00:44
Púffffff,,,,,, Helga mín, þér er ekki ætlað að fara frá okkur nærri strax, aldrei of varlega farið, síst af öllu með eld. knús á þig inn í daginn
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 10:29
Það er sannarlega hræðileg tilhugsun að það sé kviknað í. Eins gott að gæta vel að kertum Helga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 10:35
Guðrún Jóhannesdóttir, 12.5.2008 kl. 13:05
Já, það er sannarlega eins gott að fara að öllu með gát þegar eldurinn er annarsvegar, enda fljótur að koma öllu í sig þegar hann byrjar - og engu hlífir hann.
Tiger, 12.5.2008 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.