Ágætis helgi

Á föstudagskvöldið fórum við hjónin með yngri son okkar og elstu sonardóttur út að borða á Austur Indíafjelaginu og í leikhúsið að sjá Ástin er diskó - lífið er pönk. Maturinn á Indía var afbragð eins og alltaf og við borðuðum á okkur gat. Þegar við vorum búin að borða var orðið ansi stutt í að sýningin byrjaði svo við geystumst niður Hverfisgötuna til að ná á réttum tíma. Frú Helga var á háum hælum sem gerist ekki oft og þar af leiðandi afrekaði ég það að detta kylliflöt á miðri Hverfisgötunni fyrir framan Þjóðleikhúsið. Birgitta mín hjálpaði ömmu sinni á fætur og sagði ljúflega: Amma mín, þú hefðir kannski ekki átt að fá þér kokteil.

Sýningin fékk mjög misjafna dóma hjá okkur. Við Birgitta skemmtum okkur alveg bærilega, manninum mínum þótti þetta svona lala, en Úlfar krefst þess að fá þessar tvær klukkustundir úr lífi sínu aftur. Hann er mikill leikhúsmaður og man ég ekki eftir því að hann hafi verið svona fúll út af sýningu fyrr. Hann var eiginlega bara alveg öskureiður.

Hún Birgitta mín er alveg afbragðs stelpa. Hlý og góð og hikar ekkert við að láta skoðanir sínar og tilfinningar í ljós. Hún er virkilega skemmtileg viðræðu og við erum strax farin að plana að fara aftur öll út að borða og í leikhús eða bíó. Maður verður nú að fá að njóta þess að eiga svona frábæra stelpu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ elsku Helga mín, það hefur ekki verið skemmtilegt að detta svona.  Gott að hafa Birgittu við hlið sér.  Þessi sýning er því svona upp og niður ? Eða hvað ?  En það er yndælt að fara út að borða með skemmtilegu fólki og fara í leikhús.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2008 kl. 23:57

2 identicon

Sæl, Helga mín. Gaman að lesa pistlana þína. Kær kveðja, Guðrún.

Guðrún Björk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 00:41

3 Smámynd: Tiger

   Hmmm ... það hefði nú kannski verið betra að vera á kuldabomsunum sko! En, ég vona nú að þú hafir ekki slasað þig neitt mín kæra. Frábært hjá ykkur að gera ykkur dagamun, jafnvel þó sýningin hafi lagst mismunandi í fólkið. Samveran er það sem öllu skiptir. Knús á þig ljúfan.

Tiger, 19.5.2008 kl. 03:38

4 Smámynd: M

Æ sorry, hló þegar ég sá þig fyrir mér detta og barnabarnið skellti því á drykkjuna. Maðurinn minn verður oft hundfúll út í mig þar sem mér finnst svo fyndið ef hann meiðir sig   Náttúrlega ekki í lagi.

M, 19.5.2008 kl. 10:57

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, ég hef heyrt að þetta sé leiðinlegt show, en svona er þetta, ekki alltaf allt gaman.  Maturinn hefur samt örugglega glatt ykkur og kokteillinn 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 18:30

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Halló Guðrún, gaman að heyra frá þér. Er ekki allt gott að frétta af þér? Mér líkar mjög vel hér á DV og er bara orðin fegin að mér skuli hafa verið sagt upp á Mogganum.

Helga Magnúsdóttir, 19.5.2008 kl. 19:29

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Innlitsknús á þig mín kæra.

Heiða Þórðar, 19.5.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband