20.5.2008 | 19:52
Missir
Samstarfskona mín var að missa föður sinn eftir erfið veikindi. Ég finn innilega til með henni en jafnframt vekur þetta minningar um þann missi sem ég hef orðið fyrir á ævinni, hvernig hann bar að og hvernig ég tók honum.
Móðir mín var alla tíð mjög heilsutæp og var mikið á sjúkrahúsum þegar ég var lítil. Þá var ég hjá móðursystur minni, elstu systur eða bara með pabba úti á sjó. Seinustu árin hennar voru mjög erfið og hún lést rétt sextug. Ég hélt að ég yrði aldrei aftur glöð þegar hún dó. Það eru 30 ár síðan og ég sakna hennar enn og enn er sumt sem ég segi engum af því hún er ekki til staðar. Faðir minn tók andlát hennar ákaflega nærri sér og lagðist í heimshornaflakk og kom ekki heim í eitt og hálft ár. Þegar hann fór var ég gift og læknaritari á Landspítalanum. Þegar hann kom aftur var ég skilin, gift aftur og gengin í lögregluna. Margt getur gerst á skömmum tíma.
Móðursystir mín, sem var mér nánast eins og önnur móðir, lést aðeins 66 ára eftir erfið veikindi. Það var mikill söknuður að henni.
Þegar mér verður hugsað til þessara tveggja kvenna sem voru svo mikilvægar í lífi mínu ber það oft við að mér reynist það erfitt vegna þess hversu ferskar mér eru í minni þjáningar þeirra og það að þær gátu ekki haldið reisn sinni til hinstu stundar. Heldur voru orðnar ólíkar sjálfum sér og veikindin tekið öll völd.
Pabbi minn aftur á móti var mjög hraustur og hress þar til hann lést í bílslysi 74 ára. Hann hafði farið "heim" til Súðavíkur og jeppanum hvolfdi á heimleiðinni. Pabbi var ekki í bílbelti, kastaðist út úr jeppanum sem valt yfir hann og hann lést samstundis. Þar sem hann lést í slysi var framkvæmd réttarkrufning og við hana kom í ljós að hann var fílhraustur og hefði eflaust orðð 100 ára ef ekki hefði verið fyrir þetta slys.
Lát pabba var mikið áfall, algjört kjaftshögg ef svo má að orði komast. Ég var samt fljótari að ná mér eftir það en lát mömmu og tel að það sé vegna þess að allar mínar minningar um hann eru góðar. Hann var aldrei veikur, aldrei upp á aðra kominn sem ég veit að hann hefði aldrei þolað. Þegar ég hugsa um hann sé ég hann því fyrir mér kátan og hressan, annaðhvort á leiðinni í eða að koma úr einhverri ævintýraferðinni því hann naut lífsins og ferðaðist um allan heim til hins síðasta. Bara góðar minningar.
Það hljómar kannski kaldranalega en ég verð að segja að ég mæli með bílslysum frekar en veikindum þegar einhver þarf að fara á annað borð. Góðu minningarnar fela sig ekki í erfiðum minningum um veikindi og þjáningar.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
-
berglindnanna
-
mammzan
-
hross
-
ragnhildur
-
skessa
-
gattin
-
gurrihar
-
landsveit
-
larahanna
-
asthildurcesil
-
konukind
-
skjolid
-
jensgud
-
eddaagn
-
jenfo
-
heidathord
-
jonaa
-
amman
-
rebby
-
hallarut
-
ringarinn
-
gunnarkr
-
birtabeib
-
brylli
-
olapals
-
snar
-
stormur
-
krummasnill
-
lindalinnet
-
bifrastarblondinan
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
hneta
-
hildurhelgas
-
gudrunp
-
gleymmerei
-
brandarar
-
astabjork
-
holmfridurge
-
jaherna
-
drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ansi svipar þessu eitthvað saman hjá okkur Helga mín, móðir mín var svona heilsutæp en ég var þá hjá ömmu og svoleiðis á meðan.
Mamma lést eftir erfið veikindi 2002. Móðursystir mín, önnur móðir mín, tók mig þá eiginlega að sér. Hún lést 2007 eftir sömu veikindi og mamma.
Pabbi er hinsvegar fílhraustur og er að verða 80 ára en lítur út fyrir að vera mest 60 ára.
Ragnheiður , 20.5.2008 kl. 20:01
Elsku Ragga, mikið ertu heppin að hafa pabba þinn ennþá. Ég vildi svo gjarnan ennþá eiga minn, en hann væri að verða níræður.
Helga Magnúsdóttir, 20.5.2008 kl. 20:40
Sjokkið og sorgin er hvort eð er alltaf jafnmikið fyrir þá sem eftir standa! Ég held að fólk sé aldrei tilbúið að sleppa sama hversu veikur hinn aðilinn er. Þú ert aldrei tilbúin..........
Þetta er allavega það sem ég rígheld mér í!
Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2008 kl. 21:26
Afar mínir og ömmur eru öll farin, en þau fóru minnir mig öll rólega í svefni eða bráðkvödd - man ekki eftir neinum veikindum hjá þeim. Móðurafi lagðist til svefns en vaknaði ekki aftur og konan hans, hún amma - varð bráðkvödd nokkrum árum síðar. Hin amma mín féll í dá og vaknaði ekki aftur en ég man ekki vel eftir hinum afa en man ekki eftir veikindum hjá honum.
Ég kvíði því að móðir mín kveðji - en gruna að það verði ekki eins erfitt þegar faðir minn fer því ég þekki hann ekki eins vel. En, sorgin kemur ætíð sterk inn þegar einhver kveður okkur - það er ekki spurning. Knús á þig ljúfan og hafðu það gott..
Tiger, 20.5.2008 kl. 21:59
M, 20.5.2008 kl. 23:34
fæstir myndu segja/skrifa þetta "upphátt"
En að lifa og deyja með reisn er flestum mikilvægt og ekki síður að þeir sem eftir eru fái að eiga minninguna um heilbrigðan og stoltan ástvin
Fín og einlæg færsla. Takk
Andrea, 21.5.2008 kl. 00:13
Það tók systurson minn 5 ár að deyja....það eru að verða 2 ár síðan....það er með því erfiðara sem ég hef gert, maður er eitthvað svo vanmáttugur....en auðvitað er alltaf erfitt að missa ástvin....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.5.2008 kl. 08:24
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 09:10
Brynja skordal, 21.5.2008 kl. 15:45
Það má þakka fyrir góðu mynníngarnar þó að það sé altaf slæmt að missa sína nánustu, mínir foreldrar eru bæði á lifi pabbi er komin á níræðisaldur og mjög hress og mamma er á áttræðisaldri en að farin að gleima, þau eru sem betur fer hraust.
Knus á þig
Kristín Gunnarsdóttir, 22.5.2008 kl. 08:50
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 16:47
Falleg færsla hjá þér Helga mín, knús til þín
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 23:23
Hafðu ljúfa helgi Elskuleg
Brynja skordal, 24.5.2008 kl. 11:16
Innlitskvitt
Góða helgiLovísa , 24.5.2008 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.