Ranghugmyndir og léleg raunveruleikatengsl

Þá er það orðið deginum ljósara að maðurinn minn hefur fengið þá flugu í höfuðið að við séum millar. Í vikunni keypti hann tvo leðursófa og hornborð í stofuna.

Ekki nóg með það heldur er hann búinn að skipuleggja, panta OG borga æðislegt sumarfrí. Við byrjum á því að fljúga til Barcelona og verðum þar í viku. Þá tekur við 12 daga sigling með skemmtiferðaskipi sem heitir hvorki meira né minna en Brilliance of the seas. Það verður siglt til Ítalíu, Frakklands, Króatíu og Túnis. Síðan aftur til Barcelona þar sem við verðum í tvo daga og svo heim. Þetta verður örugglega alveg æðislegt en mér líst að mörgu leyti ekkert á að vera á þessum slóðum í ágúst. Verður örugglega alveg rosalega heitt.

Við horfðum á Eurovision í gærkvöldi, en vinur hans Úlfars kom og horfði með okkur og þeir félagar töluðu svo mikið að ég heyrði bara brot úr sumum lögum og af öðrum ekki neitt. Kaus samt Albaníu, fannst það flottast af því sem ég heyrði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég er svo nísk að ég tímdi ekki að kjósa hehehe

Ragnheiður , 25.5.2008 kl. 18:12

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mikið áttu góðan mann. Ef ykkur vantar töskubera þá er ég til í tuskið!

Æ, ég gat ekki gert upp á milli nokkurra laga og áður en ég vissi af var tíminn til að kjósa Evróvisjónlag útrunninn!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.5.2008 kl. 18:42

3 Smámynd: M

Frábært hjá kalli. Mörg prik frá mér   Barcelona er frábær borg og ekki leiðinegt að fara í svona siglingu. Á þetta eftir þegar börnin eru flogin

M, 25.5.2008 kl. 19:33

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

M, þú þarft ekkert að bíða eftir að börnin fljúgi, við tökum okkar 15 ára með okkur. Gurrí, hugsa til þín ef okkur vantar töskubera. Væri annars alveg til í að hafa þig með bara upp á skemmtilegheitin.

Helga Magnúsdóttir, 25.5.2008 kl. 20:09

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

En frábært..held að það sé æðislegt að ferðast svona...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.5.2008 kl. 20:22

6 identicon

Ummmmm fríið verður örugglega gott.Ég kaus Ísrael

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 10:35

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þú heppin, það er aldeilis, njóttu vel.

Knus til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 26.5.2008 kl. 12:29

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

FRÁBÆRT  kallinn hefur verið í stuði.  Njóttu frísins.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2008 kl. 20:22

9 Smámynd: Tiger

   Aldeilis kappi sem þú átt þarna mín kæra. Ekki amalegt að fara í svona flotta siglingu - en ég er sammála þér að tíminn er dálítið sjóðandi heitur, en Ágúst er einn af heitustu mánuðunum á þessum slóðum öllum. En, úti á sjó verður örugglega svalt og ljúft. Regína og Friðrik voru æði! Knús á þig ljúfan og hafðu það gott.

Tiger, 26.5.2008 kl. 21:02

10 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Þetta verðu frábært frí fyrir ykkur fjölskylduna......sigling og sól.......getur það verið betra....

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 30.5.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband