26.5.2008 | 21:27
Leigubílar og aðrar bílar
Kallarnir mínir fóru í bíó í gærkvöldi svo ég þurfti að taka leigubíl heim. Nú eru þeir á Bob Dylan svo ég þarf aftur að taka leigubíl heim. 1500 kall í hvort skipti og þótt ég sé ekkert sérlega nísk finnst mér það algjörir blóðpeningar að taka leigubíl. En ég rata ekki á stoppistöðina hérna, ætti samt að gera það eftir lýsingar Gurríar á súkkulaðibrekku og fleiru. Veit ekkert hvort einhver strætó stoppar nálægt mér eða hvort ég þarf að skipta eða hvað. Er algjörlega úti í móa hvað strætó varðar. Veit bara að einn sem vann með mér ferðaðist með strætó og það tók hann klukkutíma að komast í og úr vinnu. Því myndi ég aldrei nenna.
Samt er það dálítið asnalegt að sjá eftir peningum í leigubíl. Er á frekar nýjum dýrum bíl. Hann er ekki á bílalánum því við borguðum hann á borðið, laus við lánin allavega. En hann er í kaskó sem er rándýrt. Bensínið kostar orðið hvítuna úr augunum þó svo að maðurinn minn sé með lykil á einhverri lágverðsstöð er rándýrt að reka bílinn. Mér skilst að ef við myndum selja bílinn væri ódýrara að taka leigubíl úr og í vinnu og í innkaupaferðir og svona. Þetta hugsa ég venjulega ekkert út í, bölva því bara að þurfa að eyða þrjú þúsund kalli í leigubíl endrum og eins. Er maður ekki aðeins ruglaður í hvað borgar sig og hvað ekki?
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
-
berglindnanna
-
mammzan
-
hross
-
ragnhildur
-
skessa
-
gattin
-
gurrihar
-
landsveit
-
larahanna
-
asthildurcesil
-
konukind
-
skjolid
-
jensgud
-
eddaagn
-
jenfo
-
heidathord
-
jonaa
-
amman
-
rebby
-
hallarut
-
ringarinn
-
gunnarkr
-
birtabeib
-
brylli
-
olapals
-
snar
-
stormur
-
krummasnill
-
lindalinnet
-
bifrastarblondinan
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
hneta
-
hildurhelgas
-
gudrunp
-
gleymmerei
-
brandarar
-
astabjork
-
holmfridurge
-
jaherna
-
drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hehehe já fólk dauðsér eftir krónunum í mann (leigubílstjórann). Núna er rekstur á leigubílum bara að verða vesen, það er orðið svo dýrt allt í kringum þá.
Stöðin tekur 75000 á mánuði
Leigubílatryggingin er 25,000
Ég bara þori ekki að gá hvað dieselolían kostar á minn á mánuði...
Hafðu það gott skvís
Ragnheiður , 26.5.2008 kl. 21:45
Úpps. Ég hafði ekkert hugsað út í þetta, bara um mína eigin buddu. Fer bara að taka leigubíl oftar til að sýna þér samstöðu.
Helga Magnúsdóttir, 26.5.2008 kl. 22:00
Eða taka fram hjólið. Hlýtur að vera eitt hjól á heimilinu ;-)
M, 26.5.2008 kl. 22:41
Hehehe takk fyrir viljann hehe
Ragnheiður , 26.5.2008 kl. 22:51
Já ég held að leigubílstjórar séu ekki of sælir af tekjum sínum á þessum síðustu og verstu, og díselolian orðin dýrari en bensín. Þetta er ótrúlegur andskoti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2008 kl. 23:38
við gerðum þetta einn vetur fyrir sirka 6 árum síðan...heilsan var betri því við gengum svo mikið og við spöruðum stórfé...svo var tekin leigubíll í búðir...
já það er örugglega erfitt að reka leigubíl í dag
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.5.2008 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.