27.5.2008 | 19:21
Unglingar og eldra fólk
Nú fara margir mikinn á blogginu vegna þess að lögga tók strák hálstaki og verið er að tala um að löggan eigi það til að fara offari. En það er sko ýmislegt andstyggilegt sem löggur fá framan í sig. Ég er ekki að mæla því bót að lögreglumenn missi stjórn á skapi sínu en það er ætlast til að löggan sé þolinmóð, sýni aðstandendum umhyggju og samúð eftir voveifleg mannslát og mannslát í heimahúsum og fleira. Löggur eru bara menn eins og hver annar og geta reiðst eða orðið hræddar þegar svo ber undir og þá getur ýmislegt farið úrskeiðis.
Fyrsta vaktin mín í lögreglunni var á Þorláksmessukvöld. Ég labbaði niður Laugaveginn með ljósakylfu til að stjórna umferð. Það var mikið veist að mér þetta kvöld og var þar aðallega um að ræða fullorðna karlmenn sem þurftu að koma að alls konar athugasemdum um mig sem persónu og kynlíf mitt með áðurnefndri kylfu. Þetta var algjört menningarsjokk og var ég orðin hálfmiður mín vegna þessarar framkomu fullorðinna manna.
Það snjóaði þetta kvöld og var maður því hálfblautur. Þá komu tveir unglingsstrákar upp að mér og sögðu Hæ lögga. Ég fór strax í hálfgerða vörn en þeir voru hinir ljúfustu og bentu mér á að maskarinn minn væri farinn að renna til og ég væri svört undir augunum. Þeir fylgdust með og leiðbeindu mér á meðan ég þurrkaði mér í framan. Sögðu svo: Nú ertu fín. Gleðileg jól. Þessir strákar björguðu gersamlega þessari fyrstu vakt minni. Þarna var það fullorðna fólkið sem varð sér til skammar en ég hugsa ennþá hlýlega til þessara stráka.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
-
berglindnanna
-
mammzan
-
hross
-
ragnhildur
-
skessa
-
gattin
-
gurrihar
-
landsveit
-
larahanna
-
asthildurcesil
-
konukind
-
skjolid
-
jensgud
-
eddaagn
-
jenfo
-
heidathord
-
jonaa
-
amman
-
rebby
-
hallarut
-
ringarinn
-
gunnarkr
-
birtabeib
-
brylli
-
olapals
-
snar
-
stormur
-
krummasnill
-
lindalinnet
-
bifrastarblondinan
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
hneta
-
hildurhelgas
-
gudrunp
-
gleymmerei
-
brandarar
-
astabjork
-
holmfridurge
-
jaherna
-
drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hugsaði það sama..löggur þurfa þola mikinn skít og geta misst sig eins og aðrir.....það eru nokkrir löggumenn í kringum mig svo ég veit að vinnan þeirra er ekki alltaf auðveld...ég er þó ekki að verja lögguna á myndbandinu....það eru í öllum störfum skemmd epli en mér finnst ekki hægt að dæma heila stétt út frá því......
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.5.2008 kl. 20:30
Ég kannast við lögreglumanninn á myndbandinu og þetta var síðasti maðurinn sem mér datt í hug að myndi missa sig svona. Þessi maður hefur alltaf verið þekktur fyrir að vera rólegur, kurteis og jafnvel dáldið hlédrægur. Hann fellur allaveganna ekki undir þá mynd sem oft er dreginn upp af lögreglumönnum að þeir séu illa menntaðir fantar sem sækjast í völd. Langt í frá. Þetta var/er einn af "góðu gæunum". Það segir mér allaveganna ýmislegt um starfsumhverfi lögreglunnar ef menn eins og hann eru farnir að kikna undan álaginu og "snappa". En engu síður, hann brást kolrangt við og þarf nú að bera ábyrgð á gjörðum sínum.
Sturla (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:46
Langt í frá á að dæma þá, vissulega getum við öll gert mistök og eru þetta einfaldlega mistök þessa manns. Hins vegar er eins og í öllum öðrum stéttum þá felast skemmd epli alls staðar, hvort sem það er lögreglan eða einhver önnur stétt þó reynt sé að vanda valið þarna inn.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 23:38
Ja unglyngarnir eru nu ekki altaf verstir. Lögreglunni getur oröiö á eins og öðrum, þeir eru bara mannlegir eins og aðrir.
Knus til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 28.5.2008 kl. 09:52
Unglingar er besta fólk og það er örugglega erfittt að stunda þessi störf. Vonum að þetta sjáist ekki oftar.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.5.2008 kl. 20:11
Knús í nóttina þína...
Tiger, 28.5.2008 kl. 23:26
Lögreglumenn og konur eru venjulegt fólk.Það gleymist æði oft og þau ganga í gegnum meiri hrilling en okkur getur órað fyrir í sínu starfi.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 11:21
Ég öfunda ekki lögregluna af sínu starfi og held að ansi oft sé það frekar vanþakklátt starf en þeir þurfa samt margir að venja sig á að telja upp á hundrað í mörgum tilvikum.
Huld S. Ringsted, 29.5.2008 kl. 22:36
Guðrún Jóhannesdóttir, 31.5.2008 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.