2.6.2008 | 14:22
Sjómannadagurinn og fleira
Sjómannadagurinn var í gær og fór framhjá mér eins og alltaf. Þótt pabbi væri skipstjóri hélt hann aldrei upp á sjómannadaginn, sagði hann bara vitleysu. Það var þrisvar reynt að heiðra hann fyrir björgunarstarf og fleira en hann harðneitaði að taka við einhverjum orðum fyrir það eitt að sinna sínu starfi. Hann var oftast úti á sjó þangað til það var sett í lög að skip yrðu í landi á sjómannadaginn. Svo varð ég sjómannskona og það eina sem mér fannst gott við sjómannadaginn var að það var svo til eini tíminn á árinu sem ég vissi hvenær maðurinn minn kæmi í land og því mjög hentugt að panta utanlandsferðir og sumarfrí út frá því.
Svo eru það sjómannalögin. Það fer fátt eins í taugarnar á mér og sjómannalög. Annaðhvort fjalla þau um sjómenn sem drykkjumenn og rusta, t.d. Áhöfnin á Rosanum og hann var sjómaður dáðadrengur en drabbari eins og gengur. Jukk. Ekki finnst mér þau betri sem lýsa sjómönnum sem bláeygum hetjum sem standa í stafni og hugsa heim. Þetta eru bara venjulegir menn að vinna sína vinnu.
Margir hafa af þessum sökum ranghugmyndir af sjómönnum. Ég vann einu sinni með konu sem hafði aldrei á ævinni séð sjómann. Maðurinn minn er stór maður og mjög myndarlegur (finnst mér allavega). Hann kom einu sinni að sækja mig í vinnuna. Þá starði umrædd kona á hann og sagði svo: Er þetta maðurinn þinn? Hann er bara ekkert sjómannslegur! Ég fékk það aldrei almennilega upp úr henni hvernig sjómannslegir menn væru.
Helgin hjá okkur var afskaplega róleg, það eina sem við gerðum var að fara út að borða og sjá Indiana Jones á föstudagskvöldið með Úlfari, vini hans og Birgittu sonardóttur minni. Það var bæði gott og skemmtilegt. Styrmir eignaðist Birgittu áður en hann ákvað að binda sig og við höfum ekki séð nógu mikið af henni. Nú erum við og hún búin að ákveða að við gerum eitthvað skemmtilegt saman aðra hverja helgi. Ég á einmitt frí aðra hverja helgi og því upplagt að tengjast þessu elsta barnabarni betur og umgangast hana meira.
Við erum að skipta um húshjálp því maðurinn sem við vorum með var orðinn ansi kærulaus. Við borguðum fyrir fjóra tíma en hann var farinn að vera í einn til einn og hálfan, þreif enga lista eða neitt. Þegar ég fór í vinnuna í morgun var þessi nýi kominn með alveg rosalega ryksugu meðferðis og öll hreinsiefni sem við þurftum sjálf að útvega áður. Ég hlakka til að koma heim og sjá hvað það verður orðið fínt hjá okkur.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
-
berglindnanna
-
mammzan
-
hross
-
ragnhildur
-
skessa
-
gattin
-
gurrihar
-
landsveit
-
larahanna
-
asthildurcesil
-
konukind
-
skjolid
-
jensgud
-
eddaagn
-
jenfo
-
heidathord
-
jonaa
-
amman
-
rebby
-
hallarut
-
ringarinn
-
gunnarkr
-
birtabeib
-
brylli
-
olapals
-
snar
-
stormur
-
krummasnill
-
lindalinnet
-
bifrastarblondinan
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
hneta
-
hildurhelgas
-
gudrunp
-
gleymmerei
-
brandarar
-
astabjork
-
holmfridurge
-
jaherna
-
drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér fyrir að játast mér Hallgerður. Ég er fegin að heyra að þessi sjómannamýta fer í taugarnar á fleirum en mér.
Helga Magnúsdóttir, 2.6.2008 kl. 16:17
Góð lesning.Pabbi minn var einu sinni sjómaður.Og húsbndið mitt var á sjó einu sinni.Hvernig er dæmigerður sjómaður?
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 20:09
Góð spurning um hvernig dæmigerðir sjómenn eru? Ég held að ég þekki engan sjómann en er nokkuð viss um að þeir séu rétt eins og ég og þú! Ég hef tilheyrt hópi sem miklir fordómar eru gegn en minn hópur voru bifhjólamenn. Við áttum að vera upp til hópa algjörir vitleysingar en í raun eru bifhjólamenn venjulegt fólk eins og aðrir. Skrýtnir svona fordómar!
Kv. Dísaskvísa
Dísaskvísa, 3.6.2008 kl. 13:53
mér finnst stjáni mjög sjómannslegur
Kallý, 3.6.2008 kl. 17:35
Mér fannst alltaf voða gaman að taka þátt í sjómannadeginum á Húsavík þegar ég var barn. Svo hætti ég því.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.