6.6.2008 | 13:58
Þórður og Geir
Þórður Jónsteinsson sem varð valdur að dauða tveggja, þar af fimm ára gamallar stúlku og vinar síns, og að 8 ára drengur lamaðist fyrir lífstíð fékk eins árs fangelsi og ökuleyfissviptingu í 4 ár. Áður en hann varð valdur að slysinu hafði hann misst prófið eftir ofsaakstur. Eftir slysið hefur hann verið tekinn níu sinnum af lögreglu fyrir ofsaakstur og fleiri umferðarlagabrot.
Í viðtali við DV var hann spurður hvort hann iðraðist. Svarið var: "Iðrast? Ég? Ég var ekki að taka fram úr!" Blaðamaðurinn sem talaði við hann varð hreinlega að leggja á. Þetta er þaulvanur og fær blaðamaður en honum rann svo til rifja samviskuleysið, tilfinningakuldinn og hrokinn að hann treysti sér ekki til að tala við hann áfram. Á þessi maður nokkurn tíma eftir að vera annað en skaðvaldur í umferðinni?
Geiri í Goldfinger fékk milljón króna miskabætur fyrir að hafa verið bendlaður við mansal í grein í tímaritinu Ísafold. Dómarinn nennti ekki að kynna sér hugtakið mansal öðruvísi en að fletta orðinu upp í orðabók þar sem mansal er mjög þröngt skilgreint eða einfaldlega þrælasala sem minnir á seglskip í gamla daga með fullar lestar af hlekkjuðum föngum. Mansal er skilgreint mun breiðar í mörgum alþjóðasamþykktum sem við erum aðilar að. En dómaranum fannst ekki taka því að kynna sér það.
Geiri fékk milljón. Stúlka sem varð fyrir hópnauðgum fékk 1100 þúsund. Hópnauðgun er vitanlega ekkert annað en margar nauðganir þannig að hver nauðgari þurfti að borga stúlkunni mun lægri upphæð en Birtíngur þarf að borga Geira.
Hvar erum við stödd eiginlega? Þegar um meiðyrði er að ræða ætti að vera nóg að dæma ummælin dauð og ómerk. Bubbi og Geiri hafa örugglega hlotið minni skaða á sálinni en þeir sem verða fórnarlömb ofbeldis hvort sem um er að ræða kynferðisofbeldi eða annað ofbeldi.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
-
berglindnanna
-
mammzan
-
hross
-
ragnhildur
-
skessa
-
gattin
-
gurrihar
-
landsveit
-
larahanna
-
asthildurcesil
-
konukind
-
skjolid
-
jensgud
-
eddaagn
-
jenfo
-
heidathord
-
jonaa
-
amman
-
rebby
-
hallarut
-
ringarinn
-
gunnarkr
-
birtabeib
-
brylli
-
olapals
-
snar
-
stormur
-
krummasnill
-
lindalinnet
-
bifrastarblondinan
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
hneta
-
hildurhelgas
-
gudrunp
-
gleymmerei
-
brandarar
-
astabjork
-
holmfridurge
-
jaherna
-
drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 14:41
Þarf klárlega að skoða forgangsröðunina hjá okkur. Ekki spurning
Andrea, 6.6.2008 kl. 14:46
M, 6.6.2008 kl. 15:13
Það þarf að athuga og endurskoða forgangsröðunina hjá dómstólunum. Hún er engan veginn í takt við almenna réttlætiskennd samfélagsins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2008 kl. 16:03
Von þú spyrjir, það er bara ekki hægt að skilja þetta.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.6.2008 kl. 18:02
Tiger, 6.6.2008 kl. 19:14
já við eigum að láta í okkur heyra..það er öllum nóg boðið, það er ekkert samræmi á milli dóma....en það hlýtur að koma til kasta þeirra sem setja lögin að breyta þessu... og ég er eiginlega mest hissa á því að þetta skuli ekki verið tekið upp á þingi
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.6.2008 kl. 20:33
Hvernig getur maður orðið annað en reiður við svoan dómur
.
Það þarf að skoða þetta þetta er til skammar.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.6.2008 kl. 14:16
Þetta er mjög svo óréttlátt, stúlkan á eftir að eiga við þessa hörmung alt sitt líf, brotin á sál og líkama.
Knus til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 8.6.2008 kl. 07:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.