8.6.2008 | 16:50
Að vera smáfríður
Þegar ég var lítil var ég eins og frímerki á rassinum á pabba þegar hann kom í land. Þess vegna fór ég mikið vestur á Granda og má jafnvel segja að ég sé að hluta alin upp í Kaffivagninum.
Einu sinni sem oftar vorum við pabbi á Grandanum þegar hann hitti mann sem hann þekkti. Sá leit á mig og sagði: Átt þú þessa? Já, sagði pabbi, sérðu það ekki, hún er smáfríð eins og hann pabbi hennar. Smáfríð? Þetta orð hafði ég aldrei heyrt áður. Ég var samt ekki vitlausari en svo að ég gæti ekki lagt saman tvo og tvo. Sá sem var smáfríður var vitanlega lítið fríður eða bara hreinlega ljótur. Mér sárnaði alveg hræðilega að pabbi skyldi segja við menn að honum þætti ég ljót. Ég sagði ekki orð það sem eftir var Grandaferðarinnar og þegar ég kom heim fór ég stórmóðguð inn í mitt herbergi og dvaldi þar það sem eftir var dags. Pabbi fór á sjóinn um kvöldið og þegar hann ætlaði að kveðja mig sneri ég bara upp á mig. Maður kyssir sko ekki fólk bless sem veður um og segir að maður sé ljótur.
Þegar pabbi var farinn kom mamma og spurði hvað væri eiginlega að mér. Ég væri búin að vera í fýlu allan daginn og hefði ekki einu sinni kvatt hann pabba minn. Þá brustu allar stíflur. Ég fór að háskæla og sagði mömmu hvað hefði gerst. Mamma fór að hlæja og útskýrði fyrir mér að það að vera smáfríður þýddi að vera með fínlega andlitsdrætti og bara fallegur. Mikið létti mér.
Þegar ég var komin upp í um kvöldið fór ég að velta þessu frekar fyrir mér. Og þá mundi ég eftir því sem pabbi hafði hnýtt aftan í móðguninga. Eins og hann pabbi hennar. Þá féll mér allur ketill í eld.
Hann pabbi minn var nefnilega álíka smáfríður og Látrabjarg.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
-
berglindnanna
-
mammzan
-
hross
-
ragnhildur
-
skessa
-
gattin
-
gurrihar
-
landsveit
-
larahanna
-
asthildurcesil
-
konukind
-
skjolid
-
jensgud
-
eddaagn
-
jenfo
-
heidathord
-
jonaa
-
amman
-
rebby
-
hallarut
-
ringarinn
-
gunnarkr
-
birtabeib
-
brylli
-
olapals
-
snar
-
stormur
-
krummasnill
-
lindalinnet
-
bifrastarblondinan
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
hneta
-
hildurhelgas
-
gudrunp
-
gleymmerei
-
brandarar
-
astabjork
-
holmfridurge
-
jaherna
-
drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 59028
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pabbar eru yndislegir. Maður misskildi ýmislegt sem barn, en með aldrinum er það oft lítið betra.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 16:52
M, 8.6.2008 kl. 16:53
Hahaha, upphátt sko.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2008 kl. 17:33
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 17:34
Yndisleg saga....
Halla Rut , 8.6.2008 kl. 23:31
hahaha...á svona minningar sjálf af misskildum orðum....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.6.2008 kl. 09:53
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.