Giftingarbrandari

Þegar við hjónin giftum okkur fyrir 28 árum fórum við til borgarfógeta til að láta pússa okkur saman. Við sátum tvö inni í salnum og vorum að tala saman og hlæja þegar alveg einstaklega geðvondur ritari kom inn og horfði illskulega á okkur. "Þið eruð bara kát og glöð að vera að ganga inn í þetta samband sem allir aðrir eru að reyna að losna úr," hreytti hún út sér og bætti svo við: "Alveg er ég hissa á ykkur að vilja giftast hér." Ég fann að maðurinn minn tilvonandi stirðnaði upp en gat ekki spurt hann þar sem borgardómarinn kom inn rétt í þessu.

Eftir athöfnina fórum við á Lækjarbrekku að fá okkur að borða. Þá fékk ég skýringuna á viðbrögðum mannsins við orðum ritarans. Honum heyrðist hún segja: "Alveg er ég hissa á honum við vilja giftast þér" og móðgaðist vitanlega fyrir hönd sinnar heittelskuðu.

Að lokum má geta þess að borgarfógeti lýsti því yfir að þetta væri í fyrsta skipti sem hann gæfi saman lögregluþjón og sjómann. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Var þetta fólk á lyfjum ? Ég segi ekki annað.

M, 10.6.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhahahaha, snilld! Ef ég geng einhvern tíma út aftur þá nenni ég ekki að hafa það í kirkju, sýsli er bara flottur. Verst að ef ég vildi giftast um helgi þá yrði föstudagur fyrir valinu og einhvers staðar las ég að ef fólk giftist á föstudegi yrði brúðurin með sífelldan hausverk ... man þetta samt ekki alveg. Á hvaða degi giftir þú þig?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.6.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha, ég er í kasti. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 22:59

4 Smámynd: Ragnheiður

Æj hehehehe þetta var þó skemmtileg saga...við stefnum á svipaða leið þegar við megum vera að...nenni alls ekki kirkjubrúðkaupi aftur

Ragnheiður , 10.6.2008 kl. 23:05

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gurrý ég skal gifta þig, ekki málið.  Sagan er góð. 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 23:11

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahahah frábært!!

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 23:21

7 Smámynd: Andrea

Hahaha góð saga!!

Andrea, 10.6.2008 kl. 23:24

8 Smámynd: Tiger

   Ussuss .. sú geðvonda hefur sennilega bara verið piparjúnka sem var að öfundast smá. En snilld - að gefa saman sjóara og löggu. Knús á þig ljúfan og eigðu góða nótt.

Tiger, 11.6.2008 kl. 02:42

9 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 10:43

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

hahahaha

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.6.2008 kl. 13:08

11 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

frábær saga

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 11.6.2008 kl. 18:26

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 11.6.2008 kl. 19:13

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég giftist á föstudegi og er ekkert með hausverk. Gifti mig hjá borgardómara í bæði skiptin. Hefur aldrei langað til að líta út eins og rjómaterta í kirkju.

Helga Magnúsdóttir, 11.6.2008 kl. 19:59

14 Smámynd: Jens Guð

  Það er alvanalegt að lögregluþjónar og sjómenn giftast hver öðrum.  Hinsvegar er nánast óþekkt að þeir geri það hjá borgarfógeta. 

Jens Guð, 11.6.2008 kl. 20:55

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hihi eiginmanninum tilvonandi hefur væntanlega langað að kýla ritarann kaldan.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.6.2008 kl. 00:16

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha frábært aldeilis  Bara ein spurning, hvort var sjómaðurinn og hver var löggann Knús á þig inn í nóttina og innilega takk fyrir hláturinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2008 kl. 01:36

17 identicon

hihihihihihihihihihahahhahaha

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 10:23

18 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

þessi var góður.

Eigðu góðan dag vinan

Kristín Gunnarsdóttir, 14.6.2008 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband