18.6.2008 | 11:01
Úlfar og Lárus
Þegar Úlfar sonur minn var að verða fimm ára kom hann hágrátandi heim og sagði frá því að strákur sem héti Lárus hefði hjólað á eftir honum og barið hann með priki. Ég varð vitanlega alveg brjáluð og linnti ekki látum fyrr en ég var búin að komast að hvar Lárus átti heima og hringdi í mömmu hans. Hún varð alveg miður sín og heimtaði að fá að koma með strákinn heim til okkar og láta hann biðjast afsökunar.
Þau mæðginin komu svo og Lárus bað Úlfar afsökunar og þeir fóru inn í herbergið hans Úlfars að leika sér. Á meðan útskýrði mamman fyrir mér hvað hefði valdið þessari árás en Lárus er með Tourette og ADHD. Hún var líka með lesefni fyrir mig svo ég gæti kynnt mér þetta betur. Þegar þau voru farin ræddum við Úlfar málin og það var ótrúlegt hvað hann skildi þetta vel svona ungur.
Eftir þetta urðu þeir bestu vinir. Lárus gat á stundum reynst Úlfari ansi erfiður en ég ákvað að grípa aldrei inn í heldur láta þá útkljá sín mál sjálfir. Það leystist úr þessum vandamálum undantekningarlaust og var stundum fyndið að heyra til Úlfars þegar hann var að reyna að róa Lárus. Hann var eins og amma hans, alveg rosalega þolinmóður og góður. Ég tel að þessi vinátta hafi gert Úlfari mjög gott því það hefur fengið hann til að skilja að ekki eru allir eins og taka á málum sem upp koma og bjóða sættir hvað sem hefur gengið á.
Þess vegna urðum við hjónin mjög reið þegar skólastjóri og sálfræðingur vöruðu okkur við þessari vináttu og að okkar strákur ætti ekki að vera í "svona félagsskap".
Í eitt ár vorum við stuðningsfjölskylda Lárusar. Hann var hjá okkur aðra hverja helgi frá föstudegi til sunnudags og fengum við borgað fyrir það frá félagsþjónustunni. Lárus var samt mikið hjá okkur aðra daga líka og þess vegna vildi mamma hans borga okkur meira úr eigin vasa. Ég reyndi að útskýra fyrir henni að Lárus væri hjá okkur sem vinur Úlfars og því þyrfti hún alls ekki að borga okkur nokkurn skapaðan hlut. Mér fannst það sorglegt að móður skuli finnast hún þurfa að borga foreldrum vina barna sinna. Hún sagði mér þá að Lárus væri víða óvelkominn og hélt að við leyfðum honum að vera af einhverri skyldurækni. Sem var alls ekki. Strákarnir voru góðir vinir og okkur þykir öllum mjög vænt um Lárus.
Ég held að börn skilji svona vandamál betur en margur fullorðinn. Þegar eldri sonur minn var lítill var frændi hans mjög ofvirkur og lýsti það sér meðal annars í því að hann beit son minn alveg rosalega, oft svo blæddi úr. Eitt kvöldið þegar ég var að baða hann ofbauð mér að sjá sárin og marblettina sem hann var með eftir frænda sinn. Ég sagði við Styrmi að næst þegar Jón biti hann yrði hann bara að bíta til baka. "Jón vill ekki bíta mig" var svarið sem ég fékk frá barninu. Hann skynjaði það sem við fullorðna fólkið skildum ekki að frændi hans hafði ekki stjórn á sér. Þetta var áður en börn voru greind með ofvirkni og fleira og hegðun þessara barna talin argasta óþekkt. Bragð er að þá barnið finnur segir máltækið og mér finnst það hafa sannast mjög vel á þessari sögu um þá frændur.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
-
berglindnanna
-
mammzan
-
hross
-
ragnhildur
-
skessa
-
gattin
-
gurrihar
-
landsveit
-
larahanna
-
asthildurcesil
-
konukind
-
skjolid
-
jensgud
-
eddaagn
-
jenfo
-
heidathord
-
jonaa
-
amman
-
rebby
-
hallarut
-
ringarinn
-
gunnarkr
-
birtabeib
-
brylli
-
olapals
-
snar
-
stormur
-
krummasnill
-
lindalinnet
-
bifrastarblondinan
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
hneta
-
hildurhelgas
-
gudrunp
-
gleymmerei
-
brandarar
-
astabjork
-
holmfridurge
-
jaherna
-
drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er alveg merkilegt hvað börn geta verið næm, það er eins og þú segir, þau skynja oft að önnur börn geta ekkert að því gert hvernig þau eru.....mér finnast líka með ólíkindum viðhorf sálfræðingsins og skólastjórans, þetta á að heita fagfólk..
sér er nú hver fagmennskan
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.6.2008 kl. 11:21
Sæl Helga.
Rosalega er þetta góður pistill hjá þér,þetta er svo þörf umræða í okkar þjóðfélagi því það er þannig fyrir þessum ADHD börnum komið að þau fá alls ekki öll hjálp sem þau þurfa vegna þess að það er farið eftir einhverjum stöðlum sem mörg hver ADHD börnin falla ekki inn í,Sverrir minn er greindur með ADHD og hann er eitt af þessum börnum sem ekki fá hjálp þó hann eigi líka við félagslega vandamál en það er ekki nóg, ég skrifaði grein sjálf í byrjun júní um mína reinslu af kerfinu fyrir þessi börn http://www.snar.blog.is/blog/snar/?offset=10set hana hér ef þig langar að lesa.
Kveðja til þín inn í daginn.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 18.6.2008 kl. 11:24
Ég las þetta hjá þér, Heiður. Það er ekkert smáræði sem þú hefur þurft að berjast við kerfið. Lárus fékk miklu betri stuðning eftir að hann kom í Vogaskóla en hann hafði áður verið í Ísaksskóla með slæmum árangri.
Helga Magnúsdóttir, 18.6.2008 kl. 12:19
Takk fyrir frábæra færslu. Það er bráðnauðsynlegt fyrir börnin okkar að fá að skilja og upplifa hversu ólíkt mannfólkið er og læra að bera virðingu fyrir því.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 12:48
Ég var einmitt svo hrifin af því hvernig mamma hans Lárusar brást við. Hún gaf sér tíma til að fræða okkur og gera okkur kleift að skilja hvað amaði að honum. Um leið og við vissum hvað var á seyði var ekkert mál að umgangast Lárus og það líður varla sá dagur að við hittum hann ekki.
Helga Magnúsdóttir, 18.6.2008 kl. 14:25
Frábær lesning Helga
M, 18.6.2008 kl. 15:01
Sonur þinn er einstakur. En svona börn koma frá foreldrum sem veita einstakt uppeldi. Þú veist ekki hvað það eru fáir foreldrar sem hugsa eins og þú.
Það er mér svo sorglegt að sjá þegar fólk sem starfar innan kerfisins er fullt fordóma. Einangrun er eitt það versta sem hendir börn með þessar fatlanir og þarna voru þeir sem áttu að hjálpa drengnum að skemma fyrir honum. Manni er næst að segja að "hringið á lögreglu".
Halla Rut , 18.6.2008 kl. 18:04
Helga mín, það er svo frábært að heyra söguna frá hinni hliðinni, frá fólki sem þykir vænt um börnin, og finnst eðlilegt að þau séu heimagangar. Takk fyrir þessa frábærufærslu. Allt í einu skynjar maður að það er margt svo gott til í veröldinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2008 kl. 01:35
Frábær færsla hjá þér
Ég er einmitt svo sammála þér, börn eru oft á tíðum miklu skilningsríkari en við fullorðna fólkið.
Dásamlegir synir sem þú átt og frábært hvernig þú hefur tekið á málunum.
Maður bara klöknar.
Hulla Dan, 19.6.2008 kl. 06:58
Þetta er frábær færsla hjá þér Helga, maður fær sjálfur aðra sýn á svona mál.
Kveðja Ásta
Ásta Björk Hermannsdóttir, 19.6.2008 kl. 11:18
alva (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 11:50
Velkomin á bloggvina listann minn Helga mín..og til hamingju með daginn allar konur sem þetta lesa
Ásta Björk Hermannsdóttir, 19.6.2008 kl. 20:36
Takk fyrir góðan pistil -knús í klessu
Heiða Þórðar, 20.6.2008 kl. 00:31
Flottur pistill og sérlega áhugaverður. Hann Úlli er drengur góður - og hann er líka fyndinn......
og góður dansari...og Anna segir að hann viti rosalega mikið um allskonar hluti...
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 20.6.2008 kl. 16:26
Þetta er frábær pistill hjá þér og yndislegt hvað þið hafið gert honum Lárusi gott. Ég á barnabörn ( drengi)sem greind eru með þroskafrávik, Aspargen, Tourette og ofvirkni. Það er með ólíkindum hvað maður rekur sig á margar dyr og erfitt er að fá aðstoð fyrir þessi börn. Í skólum hafa þau mátt þola einelti og einn atburður er mér minnisstæður. Annar drengurinn litli átti afmæli og bauð öllum bekknum í pizzur. Búið var að kaupa Pizzur og gos og búa út fallegt borð fyrir börnin. Tvær stelpur mættu af öllum hópnum. Og sjaldan var hann boðinn í afmæli skólasystkina sinna. Börn eru oft skilningsríkari en fullorðnir. Og ef foreldrar og kennarar reyndu að útskýra fyrir börnum að eitthvað sé að og öll séum við ekki eins og eigum ekki að níðast á þeim sem eru öðruvísi veit ég að hlutirnir gengu betur. En og aftur takk fyrir góðan pistil og hvað þið takið rétt á málunum.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 20.6.2008 kl. 19:55
Frábær færsla, það var einginn skilníngur á þessu hér áður fyrr, var bara kallað óþekkt, en mikið er hann soinur þinn yndislegur.
Knus til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 22.6.2008 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.