22.6.2008 | 14:40
Hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Úlfar...
Á þessum degi fyrir 15 árum klukkan 15.41 fæddist hann Úlfar Örn, augasteinninn minn og ljós lífs míns. Ég man það eins og það hefði gerst í gær að bróðir hans lagði hann í fangið á mér um leið og hann var búinn að klippa á naflastrenginn og ég fékk að halda á Úlfari í fyrsta sinn. Ógleymanlegt andartak, bæði fyrir mig og Styrmi stóra bróður.
Úlfar hefur alltaf verið algjör kelirófa og enn þann dag í dag kemur hann til að fá koss og knús. Bestu vinir hans, þeir Lárus og Eddi, fóru að gera þetta sama, komu töltandi á eftir Úlla til að láta faðma sig og kyssa. Lárus er að mestu hættur þessu, sníkir koss bara endrum og eins, en Eddi kyssir mig og faðmar alltaf þegar hann kemur og þegar hann fer. Yndisleg þrenning þessir drengir.
Úlfar hefur alla tíð verið sérstaklega ljúfur og seinþreyttur til vandræða. Þegar hann var í leikskóla var einn þeldökkur strákur með honum á deild. Þessum strák var eitthvað uppsigað við Úlfar og hrinti honum og barði hann alla daga. Ég spurði fóstrurnar hvort strákurinn væri ofvirkur eða eitthvað en þær svöruðu því neitandi og sögðu að Úlfar væri sá eini sem hann léti svona við. Úlfar var orðinn mjög þreyttur á þessu en gekk bara í burtu þegar strákurinn var að ergja hann og tók aldrei á móti. Þegar ég var að reyna að fá Úlfar til að svara í sömu mynt sagði hann bara að Viktor væri minni en hann og þess vegna vildi hann ekki hrinda honum og slá hann. Þetta var rétt hjá Úlfari, hann var miklu stærri en Viktor.
Eitt kvöldið þegar við mæðginin vorum að horfa á sjónvarpið var sena með Ku Klux Klan. Úlfar spurði hvað þetta væri eiginlega og ég sagði honum að þetta væru rosalega vondir menn sem dræpu svart fólk og kveiktu í húsunum þess. Ég reyndi að mála mynd KKK sem svartasta en samt leit Úlfar á mig með vonarglampa í augum og sagði: "Heldurðu að þeir geti losað mig við Viktor?" Ég vissi varla hvernig ég ætti að svara honum og held ég hafi endað með að stynja upp að Ku Klux Klan væri ekki á Íslandi og það væri nú kannski ansi langt gengið að láta myrða Viktor. Úlfar féllst á það með semingi og var greinilega svekktur yfir að þessi afbragðs hugmynd gæti ekki orðið að veruleika. Svo má brýna deigt járn að það bíti.
Til hamingju með daginn, elsku prinsinn hennar mömmu. Ég ætla sko að kyssa þig og knúsa í klessu þegar ég kem heim úr vinnunni.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
-
berglindnanna
-
mammzan
-
hross
-
ragnhildur
-
skessa
-
gattin
-
gurrihar
-
landsveit
-
larahanna
-
asthildurcesil
-
konukind
-
skjolid
-
jensgud
-
eddaagn
-
jenfo
-
heidathord
-
jonaa
-
amman
-
rebby
-
hallarut
-
ringarinn
-
gunnarkr
-
birtabeib
-
brylli
-
olapals
-
snar
-
stormur
-
krummasnill
-
lindalinnet
-
bifrastarblondinan
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
hneta
-
hildurhelgas
-
gudrunp
-
gleymmerei
-
brandarar
-
astabjork
-
holmfridurge
-
jaherna
-
drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með elskuna hann Úlla, yndislegan strák sem þú mátt vera hreykin af. Algjör synd að hann komist ekki til okkar á unglingatímabilið um verslunarmannahelgina. Kveðjur og knús til Úlla frá öllum á Kleppjárnsreykjum.
Sumarbúðirnar Ævintýraland, 22.6.2008 kl. 15:45
Já, og til hamingju með strákinn. Hann er algjört æði! Eins og "mammasín"!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.6.2008 kl. 15:46
Til hamingju með hann Úlla augasteinin þinn. Hann er greinilega góður og hugsandi strákur, það segir leikskólasagan okkur. Eigðu góðan dag með þínum.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.6.2008 kl. 16:11
Til hamingju með Úllann - knús á ykkur bæði

Ég man eftir því hvað hann var alltaf mikill knúsari. Einu sinni þá datt ég illa og þurfti að vera með hendina í gifsi í nokkrar vikur (var 12 ára held ég) og gat því ekki haldið á úlla sem hefur þá verið 2 ára, hann fór að gráta og róaðist ekki fyrr en ég gaf honum hálft knús með heilu hendinni. Ég var alltaf uppáhaldsfrænka hans, ætli ég sé það ekki ennþá?
Kallý, 22.6.2008 kl. 16:32
Til hamingju með soninn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2008 kl. 17:34
Þú ert örugglega uppáhaldsfrænka hans ennþá, Kallý, þú varst svo mikið með hann og svo góð við hann þegar hann var lítill.
Takk fyrir kveðjurnar til prinsins míns. Sá held ég verði ánægður að hafa fengið kveðju frá sumarbúðunum sínum, hann kallar Ævintýraland nefnilega alltaf sumarbúðirnar "sínar" með söknuð í röddinni.
Helga Magnúsdóttir, 22.6.2008 kl. 17:36
Til lukku með drenginn þinn, óborganlegt þetta með klanið

alva (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 19:19
Til lukku með daginn! Bæði tvö
Hrönn Sigurðardóttir, 22.6.2008 kl. 19:35
Til hamingju med daginn Lille bror!
styrmir (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 19:58
Strákarnir þínir báðir eru orðnir gleðigjafar langt út fyrir sína fjölskyldu, ég les um þá með gleði í hjarta. Innilega til hamingju með afmælisdag sonarins Helga mín
Ragnheiður , 22.6.2008 kl. 21:42
Þakka ykkur fyrir hlýjar kveðjur til hans Úlla míns. Ég veit að hann verður glaður að fá hamingjuóskir í bunkum og hrúgum.
Helga Magnúsdóttir, 22.6.2008 kl. 22:00
Knús í vikuna þína ljúfan ...
Tiger, 23.6.2008 kl. 03:40
Til hamingju með elsku drenginn þinn.....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 23.6.2008 kl. 08:37
Til hamingju með hann Úlla þinn.Æj hvað þetta er góður strákur og mikið yndislegur.
Kveðja til ykkar inn í daginn.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 23.6.2008 kl. 10:47
til hamingju með strákinn þinn mín kæra
Guðrún Jóhannesdóttir, 23.6.2008 kl. 20:57
Til hamingju fjölskylda með þennann merkisdag , megið þið eiga góðan dag
Gríman, 23.6.2008 kl. 21:08
HAHAHA fá bara KKK til að redda málunum.
Hjartanlega til hamingju með ljúfa strákinn þinn
M, 23.6.2008 kl. 21:14
Haha, gaman að lesa þessi komment sér til heiðurs.

Frábært blogg hjá þér, mamma. Einstaklega skemmtilegt að lesa það, maður sér líf sitt frá svona "outsider perspective"
Úlfar, sonurinn. (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.