Tengdafeðgin

Stundum er sagt að þegar strákar velji sér konu velji þeir einhverja sem líkist móður þeirra. Ekki sonur minn, hann er ekki með vott af Ödipusarduld. Styrmir valdi sér aftur á móti konu sem á alveg ótrúlega margt sameiginlegt með manninum mínum.

Maðurinn minn og tengdadóttir

- eiga afmæli sama dag

- eru bæði fædd á ári rottunnar

- eru bæði Vestfirðingar

- eru bæði ljóshærð

- og hvorugt þeirra sér glóru gleraugnalaust

Aðalmunurinn á þeim, fyrir utan það að vera af sitt hvoru kyninu, er að hún er pínulítil, stendur varla út úr hnefa, og algjör orkubolti, einhver duglegasta manneskja sem ég hef kynnst. Maðurinn minn er aftur á móti stór og mikill og líður um í stóískri ró.

Hvað ætli sálfræðingar lesi út úr þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þeir lesa einhverja skelfingar duld út úr þessu.  Be so sure.  Hahahaha! Þú ert að drepa mig kona, svo andstyggilega fyndin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2008 kl. 14:30

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ómæ!! Þetta er tilvísun á einhverja hræðilega duld! Skelfilega!!

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 16:52

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til lukku með fólkið 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 17:48

4 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Heheeh frábær fæsle,en ég held að þetta sé hörku fólk enda vestfirðingar.....

Kveðja Heiður 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 26.6.2008 kl. 17:53

5 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já ég myndi ekki minnast á þetta hjá sálanum..

Ragnheiður , 26.6.2008 kl. 19:55

6 Smámynd: Tiger

 Hahaha ... tilviljun eða ekki? Jú, rétt er að oft velja synir konur sem eiga eitthvað sammerkt með móður þeirra - og dætur velja oft menn sem eiga tenginu í föður þeirra.

En skemmtilegar samtengingar eru alltaf flottar! Endalaust gaman af svona pælingum. Knús á  þig ljúfan og hafðu ljúfa nótt ...

Tiger, 27.6.2008 kl. 00:10

7 identicon

alva (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 00:16

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Passar kannski í einhverjum tilfella með mömmur og teingdadætur, en ég og mín fyrrverandi teingdo hefðum ekki getað verið ólíkari, GUÐ SE LOF.

Knus

Kristín Gunnarsdóttir, 27.6.2008 kl. 08:39

9 identicon

Sæl... varða heilsa upp á þig.. skemmtilega síða hjá þér sem ég rakst á óvart.......keep it up...

Þróttarakveðjur

Hrafnhildur og en lille hilsen fra en Nielsen

p.s. Hansi kallinn er enn í fullu fjöri

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 14:34

10 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Skemmtilegar pælingar hjá þér. Maðurinn minn hefur ekki valið mig vegna þess að við séum líkar. Ólíkari konur finnast varla. En þetta gæti frekar átt við syni mína. Eigðu góða helgi Helga mín.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 27.6.2008 kl. 20:41

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hahaha gaman af þessu

Huld S. Ringsted, 28.6.2008 kl. 10:21

12 identicon

Hello Hello ég er lifandi hérna suður með sjó nánar tiltekið í Sandgerði.Sorry sambandsleysið elskurnar.Til hamingju með afmælið frændalingur.eru ekki annars hressir.Set þessa síðu sko í bookmarkið mitt.annars er allt gott að frétta héðan er orðinn 4 barna faðir vinn á vellinum.Ef þú ferð inná mbl.is (ljósmyndakeppni þá á ég þar einar 6 myndir)hef farið hamförum með myndavélina í sumar.Seldi fyrstu myndina mína í gær til DV maður með golþorsk.Svo það er mikið að ské hjá kellinum.Elska ykkur og hef alltaf gert sakna ykkar.Vona að stóri bró hafi það gott.Blessi ykkur..........lilli bró þovaldsson

lilli bró þorvaldsson (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 18:36

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

þetta eru skemmtilegar tilviljanir hehehehehe

Guðrún Jóhannesdóttir, 30.6.2008 kl. 11:51

14 Smámynd: Helga skjol

Já svo sannarlega skemmtilegar tilviljarnir

Helga skjol, 30.6.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband