Ömmuhelgi

Ég tók algjört ömmukast á föstudaginn. Fór með sonardætur mínar, Birgittu 12 ára og Sædísi 8 ára, í Kringluna. Við óðum búð úr búð og keyptum helling af skóm, kjólum, flottum nærfötum og snyrtivörum og fleira. Meira að segja litla skottið fékk gloss, naglalakk og ilmvatn. Sú litla hafði lengi átt þann draum að eignast skó með hjólum  undir og vitanlega fékk hún eina slíka sem og systir hennar. Hún kom brunandi og notaði mig til að stoppa sig á og sagði: Ég trúi ekki að ég sé búin að eignast svona skó! Algjört krútt þessi stelpa.

Þegar við vorum búnar að versla okkur upp að hnjám var farið og náð í manninn minn og Úlfar. Svo var brunað á Ruby Tuesday þar sem var borðaður góður matur og svo á Narniu í bíó. Flottur og góður dagur.

Mér fannst Narnia mjög skemmtileg. Er reyndar mikið fyrir ævintýri hvort heldur er á bókum eða í bíó. Bróðir minn sem er 13 árum eldri en ég er svona líka. Það er oft gert grín að okkur, við sögð barnaleg og svona en við kippum okkur ekkert upp við það. Ég vil til dæmis alls ekki lesa bækur um einhverjar hörmungar til dæmis um fólk sem hefur verið í fangabúðum þar sem því var nauðgað og misþyrmt. Ég treysti mér til dæmis alls ekki til að lesa bókina hennar Thelmu Ásdísardóttur, ekki að ræða það. Mér finnst alveg nóg að vita að þessi viðbjóður sé en harðneita að velta mér upp úr honum með því að lesa um hann eða sjá um hann myndir Og hana nú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æðislegt að taka svona ömmukast. Ég ætla að taka reglulega svona köst þegar ég verð amma. Frábær dagur sem þið hafið átt. Í bresku hlið fjölskyldunnar er þetta kallað: shop untill you drop''

Ég skil hvað þú átt við um bækur/kvikmyndir um hörmungar. Stundum get ég ekki hugsað mér að bjóða eyrum/augum upp á slíkt, en jafnframt finnst mér það nauðsynlegt inn á milli.

Ég hóf lestur á bókinni hennar Thelmu, næstum því með augun kreist aftur. Ég var svo hrædd um að ég yrði fljótandi í tárum og með verk í hjartanum. En bókin er svo listilega skrifuð... svo blátt áfram... svo laus við allt sem heitir sjálfsmeðaumkun (þó ég hefði svo sannarlega skilið það) að það auðveldar manni lesturinn. Það var ekki fyrr en í endann, þegar kom að fullorðins-uppgjöri Thelmu sem ég átti svolítið erfitt.

Ég mæli með því að allir sem hafa eitthvað með börn að gera lesi þessa bók. Við þurfum einfaldlega að vera meðvituð. Og ég tel að eftir því sem fleiri lesi bókina og skilji hvers konar hryllingur getur gengið á fyrir allra augum, því betur gangi okkur að stoppa skrímsi eins og faðir þeirra systra var. 

Fyrirgefðu að ég skuli blogga á blogginu þínu.  

Jóna Á. Gísladóttir, 30.6.2008 kl. 16:40

2 Smámynd: Hulla Dan

Ohhh langar ekkert smá að vera amma...
En ég er hrikalega þolinmóð og held bara áfram að bíða.

Haðfu gott kvöld .

Hulla Dan, 30.6.2008 kl. 16:41

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Bloggaðu bara eins og þú vilt, Jóna mín. Það er sko algjör draumur að vera amma, sérstaklega fyrir mig sem á bara stráka að fá þrjár ömmustelpur. Sú minnsta er of lítil til að komast með í svona leiðangra.

Helga Magnúsdóttir, 30.6.2008 kl. 16:50

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

og ég er farin að telja niður í langömmutitilinn en er sannarlega ekki gefin fyrir að hendast í búðir, hvað þá með krakkakríli hehehehehe. Gott að þetta var frábær dagur og alltaf gott að taka smá ömmukast, hvernig sem þau eru útfærð hehehehe

Guðrún Jóhannesdóttir, 30.6.2008 kl. 17:17

5 identicon

Þú ert örugglega alveg æðisleg amma!!! Það eru ekki allir svona heppnir!!

alva (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 18:13

6 identicon

og ég elllska svona ævintýramyndir líka og krakkarnir eru svooo ánægðir með það :)

alva (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 18:14

7 Smámynd: Ragnheiður

Ohhh ég á bara ömmustráka, ekkert verslunar neitt í kortunum....til hamingju með þennan frábæra dag.

Ragnheiður , 30.6.2008 kl. 19:09

8 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Þú hefur greinilega átt góðan dag, til hamingju með það. Það er yndislegt að eiga ömmubörn og dekra dálítið við þau. Svo er líka hægt að láta foreldrana fá þau ef þau fara að þreyta mann.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 30.6.2008 kl. 22:00

9 Smámynd: Tiger

 Ekki segja mér að Ömmukast sé eitthvað svipað og Dvergakast? Neinei ... ég var nú bara að djóka sko!

Veistu Helga - ég er svona nákvæmlega eins og þú og bróðir þinn - elska ævintýramyndir alveg í tætlur og horfi á allar slíkar með börnunum í familyunni minni. Ég gef alveg krap í það sem öðrum finnst um það - ég elska þessar myndir og því horfi ég á þær, elska reyndar fallega gerðar teiknimyndir líka.

Þú virðist vera með risastórt hjarta - og virkilega vel staðsett í þokkabót líka. Barnabörnin þín eiga gott að hafa þig að! Blessunin þau muna allar svona uppákomur og ferðir með ömmum og öfum svo lengi sem lífið leyfir. Bestu minningarnar eru einmitt svona eitthvað "ég trúi því varla að ég sé búin að fá hitt eða þetta - eða gera þetta eða hitt" ... og þessar minningar lifa lengi skal ég segja þér.

En, knús á þig ljúfan og hafðu yndislega viku framundan ..

Tiger, 1.7.2008 kl. 02:42

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ætla að eiga ömudag með mínum í vikunni.  Ekkert yndislegra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2008 kl. 09:17

11 Smámynd: Kallý

afhverju tekuru aldrei frænkukast?? Ég væri alveg til í að fara í verslunarleiðangur

Kallý, 1.7.2008 kl. 09:28

12 Smámynd: M

Ekki amarlegt að eiga þig sem ömmu   

M, 1.7.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband