1.7.2008 | 12:10
Þegar ég fékk kraftadelluna
Þegar Jón Valgeir uppáhaldsfrændi minn tilkynnti mér að hann væri að fara að keppa í aflraunum svelgdist mér á af skelfingu. Þetta væri örugglega stórhættulegt og hann myndi slasa sig að minnsta kosti einu sinni í viku. Ég reyndi að telja hann af þessu og útskýrði fyrir honum að við í þessari fjölskyldu stunduðum ekki íþróttir. Sá sem hefði komist næst því væri bróðir minn sem var í lúðrasveit og ráfaði um í skrúðgöngum.
Jón lét sig ekkert og byrjaði að keppa. Ég hringdi í hann á korters fresti til að gá hvort það væri ekki allt í lagi með hann, hvort honum væri nokkuð kalt og hvort það væru ekki allir góðir við hann og svona. Hann tók þessu vel til að byrja með en að lokum fékk ég að vita að ef ég yrði ekki til friðs yrði ég barin með Húsafellshellunni. Nú átti ég ekki annarra kosta völ en bara mæta og fylgjast með. Fyrst tók ég með mér húfu og vettlinga, nesti og verkjapillur - fyrir Jón - og gommu af róandi - fyrir mig.
Þegar ég var farin að mæta reglulega á keppnir fór taugaveiklunin að rjátlast af mér og ég stökk og gargaði til að hvetja Jón Valgeir. Ég var steinhætt að hafa áhyggjur af honum, hvaða mál væri það svo sem ef hann slasaðist smá, var þetta ekki spurning um að vinna? Í eitt skiptið þegar Jón var að keppa í því hver væri fljótastur að höggva sundur trébol hjó hann í tána á sér og tók í sundur taug. Hann fór á slysadeild og var settur í gifs en fór beint af slysó á keppnisstað þar sem hann keppti í krossfestulyftu á öðrum fæti með blautt gifs á hinum. Og vann. Töffari af guðs náð.
Svo eltum við Úlfar Jón vestur á firði til að fylgjast með Vestfjarðavíkingnum. Það var alveg ótrúlega skemmtilegt og höfum við farið nokkrum sinnum síðan. Annan daginn átti að keppa á Flateyri og á leiðinni þangað sofnaði Úlfar í bílnum. Þegar hann vaknaði og sá að ég hafði lagt hjá kirkjugarðinum sagði hann hissa: Er legsteinalyfta!?
Og svona fékk ég kraftadellu.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann er líka flottur strákurinn, gaman að Úlfari með legsteinalyftuna hehe. Ég var hjá nuddara um árið og var að vorkenna honum verkið, hann nuddaði Jón Valgeir...Nuddarinn sagði snúðugur við mig : Iss þú ert bara eins og kálfinn á Jóni Valgeiri !
Ragnheiður , 1.7.2008 kl. 12:14
hehe snilld þetta með legsteinslyftuna og reyndar allt hitt líka
Helga skjol, 1.7.2008 kl. 12:55
Þú ert frábær sögumaður.
Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2008 kl. 17:07
Láttu mig þekkja þetta, hef verið með kraftakarla í fjölskyldunni. En þetta með legsteinalyftuna er nú bara mjög fyndið !
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 1.7.2008 kl. 17:09
Legsteinalyfta.............
Hrönn Sigurðardóttir, 1.7.2008 kl. 19:10
Hahaha ... góð frásögn hjá þér og skemmtileg. Legsteinalyftan er flottasta nýyrðið á árinu sko ... hahaha!
Tiger, 1.7.2008 kl. 20:38
skemmtileg frásögn....og lúðrasveitarganga er orðin íþrótt..hahahahaha ógeðslega fyndið
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.7.2008 kl. 22:13
M, 1.7.2008 kl. 23:38
Þú ert snilligur að segja frá Helga ég er að kafna úr hlátri og svo kom legsteynalyfta þá var ég farin að halla í stólnum af hlátri .
Takk fyrir frábæra sögu
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 2.7.2008 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.