4.7.2008 | 18:03
Dónalega konan í London
Þegar við fjölskyldan vorum í London um páskana í fyrra settumst við inn á bar til að bíða eftir borðinu sem við höfðum pantað á veitingastað. Við settumst á bás þar sem sat mjög hugguleg kona á sextugsaldri á að giska. Við pöntuðum okkur drykki og áður en langt um leið spurði konan á íslensku hvort við værum íslensk. Ekki þrættum við fyrir það en þá sagði hún: Jahérna, ég hélt að þið væruð akfeitir Ameríkanar. Einmitt það já.
Konan reyndist ákaflega ræðin og sagði okkur að hún hefði búið í Englandi í yfir tuttugu ár, væri fráskilin og hefði ætlað að hitta mann sem hún var nýkomin að kynnast á þessum bar. Hún tók það sérstaklega fram að þetta væri afskaplega fínn bar enda færi hún bara á fína bari. Maðurinn sem hún ætlaði að hitta lét hins vegar ekki sjá sig.
Einhverra hluta vegna barst talið að jarðskjálftum og eldgosum og ég í sakleysi mínu sagði frá því að þegar Surtseyjargosið var hefði pabbi leigt flugvél og farið með mig að sjá gosið. Hún spurði mig hálfreiðilega hvað pabbi minn hefði gert og þegar ég sagði að hann hefði verið útgerðarmaður og skipstjóri sagði hún að þá væri ekki nema von að hann hefði haft efni á svona lúxus. Svo bætti hún við: Faðir minn var kennari, það verður enginn ríkur af því en það er MJÖG göfugt starf og það fór ekki á milli mála að skipstjórar og útgerðarmenn væru ekki sérlega göfugir.
Þegar leið að því að við færum á veitingahúsið spurði hún mig hvort ég drykki mikinn bjór. Ég svaraði að ég gerði bara þó nokkuð af því í fríum en yfirleitt drykki ég bara Díet Coke. DIET coke, já, sagði hún þá. Það sést nú ekki á þér. Takk fyrir pent.
Við sprungum úr hlátri þegar við vorum komin út af þessum fína bar og furðuðum okkur ekki á því að hún væri fráskilin eða að maðurinn hefði sleppt því að láta sjá sig. Því þó svo að þetta væri afskaplega hugguleg kona var hún fjarri því að vera viðkunnanleg.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
-
berglindnanna
-
mammzan
-
hross
-
ragnhildur
-
skessa
-
gattin
-
gurrihar
-
landsveit
-
larahanna
-
asthildurcesil
-
konukind
-
skjolid
-
jensgud
-
eddaagn
-
jenfo
-
heidathord
-
jonaa
-
amman
-
rebby
-
hallarut
-
ringarinn
-
gunnarkr
-
birtabeib
-
brylli
-
olapals
-
snar
-
stormur
-
krummasnill
-
lindalinnet
-
bifrastarblondinan
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
hneta
-
hildurhelgas
-
gudrunp
-
gleymmerei
-
brandarar
-
astabjork
-
holmfridurge
-
jaherna
-
drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahahaha! Þú ert snillingur kona
Hrönn Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 18:06
Fyndið hvað þú tekur svona lágkúru með stóískri ró. Saman ber giftingardagurinn ykkar
Þú ert æði. Góða helgi.
M, 4.7.2008 kl. 18:24
Eitthvað hefur kerlingar greyinu liðið illa. Þú varst nú góð að missa ekki kúlið í þessum samræðum. Knús
Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 21:37
Æ Æ Æ hehehehehehe
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2008 kl. 22:09
Stórundarleg manneskja þarna á ferð með mikla minnimáttarkennd...cool hjá þér að halda kúlinu, ég hefði verið farin fyrir löngu, blótandi í sand og ösku..
...alltaf svooo gaman að lesa hérna hjá þér!!
alva (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 23:58
Ja hérna. Sú hefur verið rugluð. Dáist að ykkur fyrir að hafa eytt tíma í að tala við kerlingarugluna. Ég hefði sennilega kýlt hana kalda strax á fyrstu setningu. Þvílíkur dóni. En á hinn bóginn, það mikill dóni að hún getur ekki hafa verið með fulle femm.
Jóna Á. Gísladóttir, 5.7.2008 kl. 11:32
Gott að hafa húmor fyrir svona létt gebbuðu fólki! Annars væri lífið bara hundleiðinlegt.

Edda Agnarsdóttir, 5.7.2008 kl. 17:00
Hulla Dan, 5.7.2008 kl. 20:19
Huld S. Ringsted, 5.7.2008 kl. 22:39
Þú sparkaðir væntanlega í konu helvítið?
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2008 kl. 11:01
Flestir hefðu nú móðgast big time. Eins og einhver sagði einhverntímann, fólk er fífl...
Elísabet Sigurðardóttir, 7.7.2008 kl. 10:19
Bwahahahahaha verd ad kommenta á tennann pistil...Og hélstu bara ró tinni sí svona???
tú ert helv.gód tykjir mér.
KV.
Gudrún danmörku
Gudrún Hauksdótttir, 7.7.2008 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.