6.7.2008 | 16:28
Hetjan og níðingurinn
Það hefur ekki farið framhjá neinum að Paul Ramses hefur verið sendur úr landi frá eiginkonu og kornungu barni þrátt fyrir að eiga von á því að verða drepinn í heimalandi sínu. Almenningur hér hefur sem betur fer látið til sín taka og mótmælt þótt það komi að öllum líkindum að litlu gagni. Íslensk yfirvöld eru ekki vön því að láta sig álit almennings varða. Paul er hetja sem barðist fyrir mannréttindum og í stjórnarandstöðu í heimalandi sínu þó svo að það gæti kostað hann lífið.
Paul sótti um hæli hér á landi. Hann starfaði að mannúðarmálum og stofnaði hér fjölskyldu og ekki var annað að sjá en að hér hefði hann getað fyrirmyndar borgari. Hann lýsti því á átakanlegan hátt þegar hann og vinur hans voru neyddir til að bera lík af flutningabíl og inn í frystigeymslu. Allan tímann var miðað á hann byssu og hann átti allt eins von á því að verða drepinn.
Eiginkona Pauls fékk ekki einu sinni að kveðja hann. Hún hefur ekki dvalarleyfi hér á landi og því er eins víst að henni verði vísað til Svíþjóðar með barn sitt. Paul var aftur á móti sendur til Ítalíu því ekki er einu sinni reynt að koma fjölskyldunni til sama lands. Þetta er til háborinnar skammar fyrir Íslendinga og ekki í fyrsta skipti sem komið er fram við flóttafólk með þessum hætti.
Háskólakennarinn sem ákærður hefur verið fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn níu börnum, þar af fimm sínum eigin, mun að öllum líkindum losna úr gæsluvarðhaldi á morgun nema Hæstiréttur snúi við úrskurði héraðsdóms. Hann hefur játað sum brotin en þrætir fyrir önnur. Kona hans sem sagði í fjölmiðlum í vor að hún tryði á sakleysi hans og var reið vegna umfjöllunar fjölmiðla um hann, hefur nú ákveðið að trúa börnum sínum frekar en níðingnum og segir hann ekki velkominn aftur á heimili þeirra.
Ekki hefur verið hægt að dæma manninn í nálgunarbann þar sem hann hefur verið í gæsluvarðhaldi en það mun eflaust verða gert þegar hann sleppur út svo fórnarlömb hans þurfi ekki að vera nálægt honum.
Hvað er að hér á landi? Hetja eins og Paul Ramses er send úr landi í lögreglufylgd en margföldum barnaníðingi og nauðgara er sleppt úr landi. Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér? Mér algjörlega fyrirmunað að skilja þetta.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
-
berglindnanna
-
mammzan
-
hross
-
ragnhildur
-
skessa
-
gattin
-
gurrihar
-
landsveit
-
larahanna
-
asthildurcesil
-
konukind
-
skjolid
-
jensgud
-
eddaagn
-
jenfo
-
heidathord
-
jonaa
-
amman
-
rebby
-
hallarut
-
ringarinn
-
gunnarkr
-
birtabeib
-
brylli
-
olapals
-
snar
-
stormur
-
krummasnill
-
lindalinnet
-
bifrastarblondinan
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
hneta
-
hildurhelgas
-
gudrunp
-
gleymmerei
-
brandarar
-
astabjork
-
holmfridurge
-
jaherna
-
drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get alls ekki skilið þetta heldur og mér verður illt að hugsa um þetta.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.7.2008 kl. 16:44
Þarna á vitanlega að standa að barnaníðingi og nauðgara verði sleppt úr haldi en ekki landi. Bið afsökunar á flumbruganginum.
Helga Magnúsdóttir, 6.7.2008 kl. 16:53
Maður fyllst reiði, vanmætti og allskonar tilfinningar koma upp áyfirborðið. Ekki síst fyrirlitning á þeim sem með stjörnvöld fara. Vitnahér í frábært bloggið hennar Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, sem allirskyldu lesið hafa. Það vantar ekki peningana....lítið á: 500 milljarðarfyrir einkavæddu bankana sem græða fyrir hluthafana, ekkert. Fleiri hundruðmilljónir fyrir hégómlega umsókn að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, ekkertmál. Eilífar brosandi ferðir um allan heim með dagpeningum, fylgdarliði ogsóun, ekkert mál. Varnarmálastofnun og hernaðarútgjöld upp á að ganga 2milljarða, ekkert mál. Svo sjá yfirvöld ofsjónum með að brauðfæða hjónmeð barn, sem eiga hvergi samastað. Ekki laust við að hugsunin um að faraaf landinu hafi kviknað hjá manni vegna skammar á getu- og viljaleysistjórnvalda, ekki síst áhugaleysi. Þrátt fyrir öll lög og reglugerðir oghvað það nú heitir allt það sem viðkomandi fela sig á bak við og skýla sérvið, vitum við öll og það væri ekkert mál að skjóta skjólshúsi yfir
títtnefna fjölskyldu. Maður getur ekki skilið svona framkomu gagnvart meðbræðrum sínum.
Simbi Sæfari (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 18:44
Ég skil ekkert heldur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2008 kl. 19:00
Ég get ekki skilið þessa vitleysu og skammast mín fyrir landið mitt að koma svona fram við þetta fólk
Huld S. Ringsted, 6.7.2008 kl. 19:42
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 23:15
Já, þetta er alveg óskiljanlegt og mikið dómgreindarleysi. Góð skrif hjá þér.
alva (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 23:34
Er kona barnaníðingsins farin að trúa börnum sínum og öðrum fórnarlömbum níðingsins? Það eru tíðindi.
Jens Guð, 7.7.2008 kl. 00:00
Hulla Dan, 7.7.2008 kl. 08:15
Þetta er algerlega óskiljanlegt. Það er eins og mannúðarmál hafi farið aftur um 100 ár, eða staðnað í 100 ár.
Takk fyrir góða færslu
Elísabet Sigurðardóttir, 7.7.2008 kl. 10:36
Þetta er gjörsamlega með ólíkindum og algerlega óskiljanlegt
Þetta er til háborinnar skammar.
Betsý Árna Kristinsdóttir, 7.7.2008 kl. 20:12
Ég segi sama, ég skammast mín fyrir íslensk stjórnvöld og vil að þau segi af sér og það verði nýjar kosningar, svo við getum losað okkur við svona viðbjóð. Segi og skrifa. Það versta er að fólk refsar ekki stjórnvöldum fyrir svona afglöp, því er nú verr.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2008 kl. 21:11
Maður skammast sín ofan í rófu fyrir þetta.
Ragnheiður , 8.7.2008 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.