8.7.2008 | 14:20
Mig langar ekki heim!
Sú sem vinnur á móti mér er veik svo ég var kölluð út. Sem betur fer. Það á að fara að mála húsið mitt og búið að háþrýstihreinsa það að utan. Þetta er gamalt timburhús með bárujárnsklæðningu og núna lítur það út eins og argasta argintæta. Ég laumast inn og út og kötturinn er farinn að fara út bakdyramegin.
Ekki tekur betra við þegar inn er komið. Maðurinn með morfínplásturinn er nefnilega farinn að mála stofuna. Öll húsgögnin úr stofunni eru komin inn í borðstofu og inn í svefnherbergið okkar og hjá Úlla. Maður getur hvergi verið nema vera eins og hæna á príki á stól á einhverjum undarlegum stöðum í íbúðinni. Maður er eiginlega best settur á klósettinu en eftir að hafa lesið um konuna sem var svo lengi á klósettinu að það þurfti að losa hana með skurðaðgerð frá setunni er ég ekki áfjáð í mjög langa salernisdvöl.
Mikið er gott að vera bara í vinnunni. Ég vona að blaðið verði búið seint í kvöld.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
-
berglindnanna
-
mammzan
-
hross
-
ragnhildur
-
skessa
-
gattin
-
gurrihar
-
landsveit
-
larahanna
-
asthildurcesil
-
konukind
-
skjolid
-
jensgud
-
eddaagn
-
jenfo
-
heidathord
-
jonaa
-
amman
-
rebby
-
hallarut
-
ringarinn
-
gunnarkr
-
birtabeib
-
brylli
-
olapals
-
snar
-
stormur
-
krummasnill
-
lindalinnet
-
bifrastarblondinan
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
hneta
-
hildurhelgas
-
gudrunp
-
gleymmerei
-
brandarar
-
astabjork
-
holmfridurge
-
jaherna
-
drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús á þig í vinnuna og hamaganginn heima fyrir..
Tiger, 8.7.2008 kl. 17:23
Hvaða blað er það ?
M, 8.7.2008 kl. 17:33
alva (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 17:57
Yikes, viltu ekki bara koma aftur í heimsókn? (Þið eruð alltaf velkomin eins og þú veist!)
Frábært blogg hjá þér, btw!
Rafhlöðustígsgengið í Baltimore (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 18:11
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 19:24
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2008 kl. 19:24
A.K.Æ. Húsið verður að öllum líkindum gult með grænu þaki.
Rafhlöðustígsgengið Ég vildi óska að ég ætti sumarfrí núna en ekki í ágúst. Þá kæmi ég sko brunandi í einum grænum.
Helga Magnúsdóttir, 8.7.2008 kl. 19:26
Ó þú gleður mig endalaust mikið
Hulla Dan, 8.7.2008 kl. 20:20
Hugsa sér hvað húsið þitt verður flott þegar verkinu líkur og þú getur gengið hnakkreist inn og út og kötturinn líka. Ég lét skipta út salerninu hjá mér í haust og setja upp eitt svona flott á vegg. Lét gera þetta meðan við hjónin dvöldum á Spáni. Tek það fram að píparinn er barnabarnið mitt, en ekki einhver ókunnur svo ég treysti honum vel. Allt orðið flott og fínt er ég kom heim.
Þú ættir að setja inn mynd af húsinu þínu þegar búið er að mála.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 8.7.2008 kl. 22:24
Það er alltaf svo gott þegar svona verk klárast
Betsý Árna Kristinsdóttir, 9.7.2008 kl. 07:32
Helga skjol, 9.7.2008 kl. 08:29
Frábært að lesa hjá þér eins og venjulega,
en ég var samt búin að sjá þetta allt í huganum húsgögn út um allt og þig á klósettinu frábært.
Kveðja til þín Helga mín.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 9.7.2008 kl. 09:20
Helga mín, altaf gaman að lesa bloggin þín.
Eigðu góðan dag
Kristín Gunnarsdóttir, 9.7.2008 kl. 15:06
Æ æ, þú átt alla mína samúð. Við erum að gera upp gamalt hús og hver einasta smáframkvæmd kostar hrikalegt rask.
Gangi þér vel, ég vona að þú gleymir þér ekki á wc.
Elísabet Sigurðardóttir, 9.7.2008 kl. 23:51
Feel your Pain....
hérna er verið að laga sturtuna sem er búin að vera óvirk síðan í endaðan maí!! Og núna kemst ég ekki heldur á klósettið..... Og ég er í sumarfríiKallý, 10.7.2008 kl. 11:07
Vonandi ertu ekki enn í vinnunni ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2008 kl. 20:46
Ertu komin heim? hafðu það gott um helgina elskuleg

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 13:46
Hafðu það ljúft um helgina Elskuleg vonandi þarftu ekki að vera á klósettinu alla helgina

Brynja skordal, 11.7.2008 kl. 16:02
Hahahaha Helga mín, vonandi færist allt hjá þér í réttar skorður fljótlega
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2008 kl. 11:38
hömmm,,,, ertu komin heim?
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 16:06
Knús í sunnudaginn þinn ..
Tiger, 13.7.2008 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.