Útigangsmenn öll greinin

Fyrirgefið, færslan rauk einum of fljótt af stað. 

Í Reykjavík eru til þrír staðir fyrir útigangsfólk og rúma þeir samtals um 24 einstaklinga. Samt er gert ráð fyrir að 50-60 útigangsmenn séu í borginni. Þegar til tals kemur að koma upp athvarfi fyrir þetta ógæfufólk reka nágrannar upp ramakvein og berja sér á brjóst og harðneita að þetta fólk fái að vera nokkurs staðar nálægt þeim.

Systir mín býr við hliðina á gistiheimilinu við Þingholtsstræti. Hún segist örsjaldan verða fyrir ónæði af þeim. Það sé helst á kvöldin þegar húsið er orðið fullt eða þeir fái ekki að fara inn vegna þess að þeir eru undir áhrifum. Þá eiga þeir til að kasta grjóti í húsið og bíða svo rólegir eftir því að löggan komi og sæki þá svo þeir fái þó húsaskjól í Hverfisteininum. Í sumar hefur lítill hópur setið fyrir utan í góða veðrinu og sitja þeir þar og spjalla og hlæja og hafa það bara huggulegt. Ekkert háværari eða verri en aðrir nágrannar.

Borgin var arfleidd að þessu húsi, Farsóttarhúsinu. Þetta er elsta og stærsta athvarf fyrir heimilislausa í Reykjavík og vitanlega er það vegna þess að einstaklingur gaf húsið með því skilyrði að það yrði notað fyrir heimilislausa hvort sem þeir eru í þeirri stöðu vegna óreglu eða geðsjúkdóma, nema hvort tveggja sé.

Ekki er þetta fólk sterkur þrýstihópur, en á það ekki ættingja eða gamla vini sem gætu tekið upp hanskann fyrir það? Eiginlega eina umfjöllunin sem maður heyrir um þetta fólk er hvað það sé hræðilegt að það skuli voga sér að snara sér inn í Austurstræti á sléttum strigaskónum. Það sé svo gasalega neikvætt að láta útlendingana sjá svona lagað. Ætli þeir hafi ekki séð annað eins. Og ef þetta fólk má ekki sjást hvers vegna eru þá ekki búin til einhver úrræði fyrir það?

Ég gleymdi einu. Steinsnar frá mér í Vogahverfinu er áfangaheimili fyrir konur. Ég held að ég hafi aldrei séð eina einustu þeirra hvað þá meira. Kannski hef ég oft séð þær án þess að vita að þær séu á áfangaheimilinu? Þær líta örugglega alveg eins út og aðrar konur í hverfinu mínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nefnilega! Þetta er góður pistill hjá þér kona.

Hrönn Sigurðardóttir, 15.7.2008 kl. 20:16

2 identicon

Já!!! þetta þarf að ræða meir,,,,, samt get voðalítið kommentað um þetta mál þar sem það þarf líklegast að henda mann sjálfann að gerast nágrannar við svona heimili. Sambýli er við hliðina á mér þar sem ég bý og finnst það sjálfsagt mál á meðan öðrum finnst það ekki.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 20:57

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Búin að lesa afganginn og takk fyrir góðan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.7.2008 kl. 21:25

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Takk fyrir góðan pistil Helga mín.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 15.7.2008 kl. 22:10

5 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 16.7.2008 kl. 00:35

6 Smámynd: Ragnheiður

Flottur pistill hjá þér Helga mín og hér sést bæði manngæska og skilningur

Ragnheiður , 16.7.2008 kl. 08:21

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þennan pistil Helga mín.  Já það er undarlegt hvað fólk getur verið sjálfselskt og eigingjarnt þegar kemur að okkar minnstu bræðrum og systrum.  Ég þekki nokkra útigangsmenn, eða fólk sem þannig háttar hjá, ein er fyrrverandi tengdadóttir mín, hún hefur oft þurft að gista í Konukoti, sérstaklega á veturna, þegar kalt er í veðri.  Þetta ólánsfólk er yfirleitt gæðasálir, sem hafa leiðst út í neyslu, oftast vegna þess hve næm og veikgeðja þau eru.  Þetta er fólk eins og ég og þú.  Vilja gleðjast, finna til, og vera í samfélaginu, en fær sífellt og endalausa höfnun frá fólki, sem heldur að það sé eitthvað "betra" eða "merkilegra" sem það er bara ekki.  Við erum öll jöfn frammi fyrir almættinu, og þegar við förum þangað, þá kemur að skuldadögum, þá held ég að margir verði fyrir sárum vonbrigðum, eins og með Lasarus forðum daga.  Takk fyrir þennan pistil.  Hann er þarfur, og við þyrftum að skrifa miklu meira í þessum anda. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2008 kl. 11:40

8 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Þessi pistill fær mann sannarlega til að hugsa, maður er svo fljótur að gleyma þessum málum þar sem umræðan er allt of lítil og aðgerðir nánast engar. 

Takk fyrir þetta.

Elísabet Sigurðardóttir, 16.7.2008 kl. 12:12

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Frábært - takk fyrir - kom mér á óvart hvað heimilin rúma fáa!

Edda Agnarsdóttir, 16.7.2008 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 58994

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband