Þegar ég lenti í vændinu

Þar sem mikið hefur verið fjallað um vændi á blogginu í dag langar mig að segja frá símtali sem ég fékk á sunnudagseftirmiðdegi fyrir um það bil 12 árum. Þennan sunnudag skein sól í heiði og ég sat í rólegheitum með þriggja ára son minn og son vinkonu minnar sem ég var að passa. Þá hringdi síminn.

Er þetta Helga Magnúsdóttir? sagði rám karlmannsrödd. Já, sagði ég en kannaðist ekkert við manninn. Hún Inga Konráðs á Túngötunni benti mér á að hringja í þig, sagði hann þá. Ég hélt að maðurinn þyrfti að láta sauma fyrir sig gardínur eða eitthvað og sagði að þetta væri misskilningur, ég kannaðist ekkert við Ingu Konráðs á Túngötunni. Víst, sagði maðurinn. Hún sagði mér að hringja í þig.

Ég neitaði aftur að kannast við þessa konu. Þá þagði hann smástund og sagði svo: Gefur þú þig ekki svona fyrir karlmenn? Nú datt gjörsamlega af mér andlitið. HA? sagði ég. Þá endurtók hann: Gefur þú þig ekki svona fyrir karlmenn? Þá fór mig að gruna hvernig væri í pottinn búið og sagði í fáti: Nei, ekki nema fyrir manninn minn. (Hallærislegasta svar EVER.) Ha, ertu gift? spurði maðurinn í forundran. Já, sagði ég. Þá skellti hann á.

Þegar ég var búin að jafna mig mundi ég eftir sögunum um mellumömmuna á Túngötunni. Ég rauk til og náði í símaskrána og hringdi í frúna. Þetta var almennilegasta kona og ég sagði henni frá símtalinu og bað hana í guðanna bænum að koma í veg fyrir að svona misskilningur endurtæki sig. Hún varð þá mjög hikandi og sagði að eitthvað hefði misfarist skilningurinn hjá manninum. Helga Magnúsdóttir er vitanlega ekki sérlega sjaldgæft nafn og mig grunar að hún hafi haft nöfnu mína á sínum snærum, bara gefið manninum upp nafnið og hann svo flett mér upp í símaskránni. Hvorki þessi maður né aðrir hafa hringt í mig í þessum erindagjörðum síðan. En þarna þótti mér sannað að vændiskonur væru gerðar út frá Túngötunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Betsý Árna Kristinsdóttir

Hahahah það hlítur að hafa verið svolítið sérstakt að lenda í þessu

Betsý Árna Kristinsdóttir, 16.7.2008 kl. 19:53

2 Smámynd: Ragnheiður

Já það var alveg vitað -útgerðin á Túngötunni. Þangað var farið með kalla á öllum tímum og þar störfuðu nokkrar stúlkur á sínum tíma.

Ragnheiður , 16.7.2008 kl. 19:59

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahhahaah æj æj æj! Það sem hægt er að lenda í.

Hrönn Sigurðardóttir, 16.7.2008 kl. 20:14

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"......nei, ekki nema fyrir manninn minn...." *flisssssss* Þú gengur frá mér.... ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 16.7.2008 kl. 20:15

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

... það er greinilegt að þið prófarkalesarar eruð á mannsæmandi launum og þurfið ekki að drígja tekjunar.

Brynjar Jóhannsson, 16.7.2008 kl. 20:35

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....en bíddu! Af hverju hélstu að hann vildi láta sauma gardínur?? Hvernig datt þér það í hug??

Hrönn Sigurðardóttir, 16.7.2008 kl. 21:26

7 identicon

hahahhha,,,Sauma gardínur !!!! Þú ert nú meiri sakleysinginn lol.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 21:38

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég hef ekki hugmynd um hvernig mér datt það í hug, það var bara það eina sem kom upp í hausinn á mér þegar maðurinn sagði að einhver kona hefði bent honum á að hringja í mig. Já, ég er víst óttalegur sakleysingi.

Helga Magnúsdóttir, 16.7.2008 kl. 21:42

9 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Æ get ekki annað en hlegið, húsmóðir með lítil börn á Íslandi af öllum stöðum.  Sé þetta alveg fyrir mér.   Get alveg ýmindað mér sjokkið.

Elísabet Sigurðardóttir, 16.7.2008 kl. 22:22

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er enginn vafi á að vændishúsið á Túngötunni var í rekstri og það blómlegum.  Það var fjallað um málið á Stöð 2 einu sinni og svo þekki ég til stúlkna sem voru í neyslu og voru viðloðandi þetta hús.

Skelfilegt.

En þessi skilmissingur er auðvitað smá fyndin, út af gardínunum sko.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2008 kl. 22:26

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ótrúlega fyndið, þú hefur laglega verið hissa í framan.  Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 16.7.2008 kl. 22:42

12 Smámynd: Jens Guð

  Rekstur vændishússins á Túngötu var nánast opinber.  Bæði Stöð 2 og Helgarpósturinn fjölluðu um þetta á sínum tíma.  Þessi starfsemi var ekkert leyndarmál.  Þannig lagað. 

  En núna ertu búin að varpa grun á nokkuð margar Helgur Magnúsdætur á landinu um að þær hafi starfað þarna.

Jens Guð, 17.7.2008 kl. 01:07

13 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Þetta hefur verið hræðilegt að lenda í þessu en ég gat samt hlegið þegar þú nefnir gardínur...

Kveðja til þín. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 17.7.2008 kl. 22:50

14 identicon

já, skrattabælið á Túngötunni, ég þekkti eina sem illa var farið með af þessari konu, djöfull í mannsmynd, þótt hún hafi komið vel fyrir og ekki voru viðskiptavinir hennar neitt skárriÞessi kona sem ég þekkti er dáin núnaHún tók sitt líf, löngu eftir að hafa snúið baki við þessu öllu en jafnaði sig aldrei.

En fyndið þetta sem þú lentilr í...

alva (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 03:10

15 identicon

Hver veit? Hefðirðu ekki orðið prófarkalesari hefðirðu kannski orðið fín madamma.

...Ég er að stríða þér, elsku mamma mín. ;)

Úlfar, sonur þinn. (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband