22.7.2008 | 19:42
Krummalappir og hrekkjabrögð
Ég og sonur minn eigum alveg eins skó, svarta crocks-skó. Í seinustu viku vaknaði ég með seinni skipunum og flaug út úr húsinu. Það var ekki fyrr en ég var að ganga inn á ritstjórnina að ég fattaði að ég væri eitthvað undarleg til fótanna. Við nánari skoðun kom í ljós að ég var í mínum eigin vinstri skó á vinstri fæti. Á hægri fæti var ég aftur á móti í öðrum vinstri skó, nema hvað sá var af syni mínum og númer 46. Ég gekk berfætt um í vinnunni þann daginn.
Nú nálgast verslunarmannahelgin og þá rifjast upp fyrir mér hrekkur sem ég og vinur hans Styrmis beittum hann þegar hann var 18 ára. Þeir vinirnir ætluðu á útihátíð um verslunarhelgina og hafði ég lánað þeim bílinn minn til fararinnar. Daddi, vinur hans Styrmis, kom snemma til að vera örugglega mættur þegar Styrmir kæmi úr vinnunni svo þeir gætu lagt strax af stað. Þar sem við Daddi biðum eftir Styrmi datt okkur í hug að plata hann ærlega. Ég tróð handklæðum í stóra íþróttatösku og skellti mér sjálf í forljótan jogginggalla og strigaskó.
Þegar Styrmir kom heim og átti sér einskis ills von tók Daddi á móti honum í dyrunum. Veistu hvað? sagði Daddi. Mamma þín ætlar að koma með okkur. Finnst þér það ekki algjört æði? Styrmir fölnaði og leit á móður sína ferðbúna og glaðbeitta. Hann vissi ekkert hvað hann átti að segja. Vitanlega vildi hann alls ekki hafa mig með, en það seinasta sem honum Styrmi hefði komið til hugar var að særa aldraða móður sína. Hann stóð því þarna og roðnaði og fölnaði á víxl og reyndi að stynja upp að þessi óvænti ferðafélagi væri vitanlega afar velkominn. Þá gátum við Daddi ekki meir, við sprungum úr hlátri og ég held að ég hafi sjaldan eða aldrei séð neinn eins glaðan og Styrmi þegar hann komst að því að þetta væri bara gabb.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ahahaha ég dey..... Strákræfillinn!
Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 19:59
AUmingja drengurinn, sá hefur fengið sjokk, mikið held ég að þið og vinirnir hafið oft hlegið að þessu.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 20:42
Þú ert villingur snillingur og þar að auki hefur þú alið drenginn vel upp. Mínar dætur hefðu sagt: Móðir góð, ekki að ræða það að þú komir með.
Hahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2008 kl. 20:49
ahahahahahaha!!! Truflað fyndið þetta með skóna hahahahahaha og hrekkjabragð ykkar er snilld!!
alva (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 21:38
Omg þú ert óborganleg .
Sé þig í anda (miðað við myndina þína) í tveimur vinstri og öðrum of stórum .
Greyið sonur þinn, sá er nú góður að bjóða bara mömmu velkomna.
Elísabet Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 22:15
HAHAHAHAHA.....eins gott að ég er ekki með þvagleka, ég væri búin að missa það..... vá hvað ég hefði vilja sjá þig í 2 vinstri skóm
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.7.2008 kl. 04:12
Stórsniðugt að gabba krakkana smá öðru hvoru sko ... bara gaman.
Verð að segja það að ég hló nú dátt yfir skó-óförunum þínum líka .. :)
Tiger, 27.7.2008 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.