23.7.2008 | 21:02
Líf að loknu þessu, eða hvað?
Ég get alls ekki skilið allt þetta vesen með dautt fólk. Þegar maður er dauður er maður dauður og ekkert meira með það. Ég hef til dæmis aldrei farið að leiði nokkurs ættingja míns, ekki einu sinni foreldra minna þar sem ég get hugsað til þeirra heima hjá mér og þarf ekki að standa við gröf í einhverjum kirkjugarði til þess. Ég borgaði minn hlut í legsteininum en hef aldrei séð hann.
Það verður ekkert vesen þegar ég dey. Ég fór fyrir nokkrum árum inn á heimasíðu Kirkjugarða Reykjavíkur og gekk frá því hvað á að gera við hræið af mér þegar þar að kemur. Það á að brenna það og setja svo öskukerið niður í gröfina hjá pabba og mömmu. Mér finnst algjör óþarfi að eyða heilu grafarstæði undir öskuna af mér.
Ég mun verða jarðsungin borgaralega og í kyrrþey. Enginn prestur, enginn kór. Mér finnst súrt í broti að það þurfi að splæsa í kistu til að láta brenna mig í. Spurning hvort strákarnir mínir geti ekki klambrað saman einhverjum kassa utan um mig úr krossviði. Sniðugast væri vitanlega ef hægt væri að setja restarnar af mér í svartan plastpoka. Það er samt mikil mengun af því að brenna plasti svo það atriði þarf að endurskoða. Erfidrykkja er algjörlega bönnuð. Fólk þarf ekkert að hópast saman og kýla vömbina til að halda upp á það að ég sé dauð.
Þegar Úlfar var lítill svaf hann alltaf hjá mér þegar pabbi hans var úti á sjó og sofnaði yfirleitt í fanginu á mér. Eitt kvöldið tilkynnti hann mér að hann ætlaði að deyja um leið og ég svo hægt væri að jarða okkur saman svo hann gæti alltaf legið í fanginu á mér. Ég benti honum á að við værum nú bæði í stærra lagi svo það gæti orðið erfitt að finna nógu stóra kistu. Úlfar hugsaði sig um smástund og sagði svo: Getum við ekki bara fengið ruslagám? Málið leyst.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mig langar ekki til að erfðaprinsinn kaupi kistu á 200-500 þúsund undir leifarnar af mér, borgi hótelverð fyrir pínulitla kæligeymslu eða stórfé fyrir blúndukodda og dúllusæng. Fólk er iðulega svo sorgmætt þegar ástvinir þess deyja og vilja sýna ást sína og söknuð á allan hátt m.a. með því móti að kaupa dýra og flotta kistu ... og þetta kunna nú sumir að notfæra sér. Mér var flökurt af öllu peningaplokkinu þegar pabbi dó! Að vísu vil ég enga fokkings kyrrþey, heldur troðfulla Laugardalshöll, fullt af söng og skemmtiaðriðum, einnig sérstök fylgirit með minningargreinum sem fylgja Mogganum nokkra daga í röð. Jamms, nú er ég farin að bulla, á að vera að skrifa viðtal ... en ég er bara ansi sammála þér!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.7.2008 kl. 21:24
Ég vil sko blúndukodda og alles, held ég. Þegar mamma dó í vetur var svo þægilegt að hún var sko búin að ákveða hvernig þetta ætti að vera, meira að segja lögin sem hún vildi heyra og það voru ekki endilega sálmar og svo ekkert blómahaf og vesen og stutta ræðu og ekkert að vera að mæra hana upp úr skónum, það sem við gátum ekki sagt við hana á lífi þyrftum við ekki að segja við hana dána, enda vorum við búnar að tala um allt og um sumt oft. Það á sko hver og einn að hafa þetta eins og hann vill.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 21:31
Mér finnst nú voða notalegt að sitja og hugsa á góðum degi í kirkjugarðinum...... Það er svo mikill friður þar - svo mikil ró
Hrönn Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 22:06
Furðulegt með þessa færslu, ég hef hugsað töluvert um þetta undanfarið og var við jarðaför um daginn þar sem allir gengu að kistunni inni í kirkju af því það var líkbrennsla. Kistan var klassísk hvít og leit vel út, en þegar þú komst nálægt kistunni þá var hrákasmíð á henni og illa unnin viður svo ég ályktaði að þetta væru þessar svokölluðu ódýru kistur. En af hverju í fj... þurfa þær alltaf að vera hannaðar eins og maður hafi verið lagður til hinstu hvíldar hundrað og fimmtíu árum áður?
Gæti ekki verið meira sammála þér - þetta er algjört peningaplokk.
Edda Agnarsdóttir, 23.7.2008 kl. 23:45
Sammála Hrönn, hvergi meiri ró og friður til að hugsa og þá er líka best að þvælast um í "óættingja" kirkjugarði, þar sem enginn er manni vitanlega skyldur
Ragnheiður , 23.7.2008 kl. 23:46
Sömu pælingar hér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2008 kl. 00:02
Ég las nýlega bókina 'Stiff: the Curious Lives of Human Cadavers' eftir Mary Roach, og rakst þar á rosa góða 'aðferð' að mér fannst - bara grafa holu, henda restinni af mér þar ofaní, og planta svo tré ofan á allt saman! (þar var stungið upp á eplatré, sem mér fannst rosa næs, ég gæti sko vel hugsað mér að næra eplatré sem myndi svo næra aðrar lífverur, stórar og smáar).
Kattakerlingin á Rafhlöðustíg (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 00:57
Peningaplokkið er mikið í kringum jarðafarir.....en fólk er auðvitað að sýna hinum látna virðingu með því að leggja natni í alla umgjörðina. Það er svo mismunandi hvað fólk vill og mesta virðingin er fólgin í því að fara eftir óskum hins látna....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.7.2008 kl. 01:02
Blessuðu börn og pælingarnar þeirra um dauðann geta gert þau vitstola....
Ég vil brennslu og láta dreifa öskunni minni í einhvern skóg...af hverju er ekki svoleiðis hér eins og í hinu frábæra landi Svíþjóð og fleirum...fór í svona lund í fyrra í Stokkhólmi, það var yndislegt. Sátum þarna og reyktum eina saman og drukkum bjór fyrir gamla vinkonu og frænku tveggja í hópnum, sem lést langt um aldur fram úr brjóstakrabbameini - dásamleg stund fyrir alla þarna, en þetta er einmitt fyrir þá eftirlifandi, stór partur af sorgarferlinu...og mikil lækning í þessu...að frátöldum rettunum og bjórnum kannski
alva (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 02:23
Sammála Hrönn.En þetta sníst ekki síst um okkur sem eftir erum.Ég hef unnið við margar erfidrykkjur og jarðafarir.Það er mikill munur á hvort verið er að jarða barn eða gamlingja.Þetta er tákn (hjá flestum)um síðustu kveðjuna.Og eftirpartíið er allveg nauðsyn.Þar kemur fólk saman,vinir og ættingjar.Þarna geta skapast ómetanleg tengsl á nýjan hátt.Ég hefði ekki viljað henda mínum strák í gám.Hann á sinn (minn)reit.Þangað fer ég og leita mér huggunar ef þarf og þarna er minn kyrðarreitur,enda yndislegt umhverfið.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 08:52
Það væri vitanlega snilld að geta leigt kistu sem svo væri bara notuð aftur og aftur í stað þess að vera alltaf að brenna rándýrar kistur.
Helga Magnúsdóttir, 24.7.2008 kl. 14:51
Mér er að detta nú í hug svona líkkistuleigu, hvort það sé nokkuð til? Þessi hugmynd hjá þér að nota kisturnar aftur og aftur er bara snilld Helga, hver ætli vilji vinna við svona? Mér hrýs í raun hugur að umgangast lík, en ég er líkt og þú, vil láta brenna mig og askan sett bara ofan í einhverja skyldmenna-gröfina.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 17:40
Þetta er náttúrulega bara svo einstaklings bundið. Mest kannski fyrir þá sem eftir lifa.
Ég elska kirkjur og að labba um í kirkjugörðum. Samt fæ ég voðalega lítið út úr að heimsækja leiði ættingja minna, eitthvað smá en ekki eins mikið og að spjalla við þá hér heima (veit ég er klikk)
En þegar ég dey vil ég endilega fá að vera í hvítum blúndum og liggja í einhverju mjúku.
Ef einhver ættingi minn mundi deyja og óska eftir að vera pakkað inn í plast eða spítubrakskassa mundi ég ekki taka það í mál. Svona er ég ósanngjörn.
Mér finnst fallegur siður að jarða fólk og þeir sem vilja/og/eða hafa þörf fyrir geta síðan heimsótt leiðið og setið þar í ótiltekin tíma.
Ég er búin að spá svakalega mikið í hvar ég mundi vilja láta jarða mig ef ég tæki nú upp á því að deyja núna, en kemst ekki að niðurstöðu. Ég bý í Danmörku og líka maðurinn minn og börn, en ég hef ekki guðmund um hvar þau verða eftir 5-30 ár. Svo er ég eftir allt Íslendingur og á alla mína fjölskyldu heima.
Vona að ég hrökkvi ekki frá fyrr en ég er búin að ákveða mig.
Vá hvað þú kemur pælingum af stað hjá manni
Eigðu dásamlegan morgunndag
Hulla Dan, 25.7.2008 kl. 21:49
Ruslagám Reyndar er ég sammála þér með að okkur mál liggja í léttu rúmi hvar við liggjum. Það er samt ekki svo um alla. Þeir vilja liggja á réttum stað. Knús á þig elsku Helga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2008 kl. 11:11
Margnota kistur? Er ekki í alveg í lagi með ykkur konur Í lagi að koma með svona hugmyndir ef einhver rök eru á bak við þær. Ef þetta væri möguleiki væri löngu búið að koma því í framkvæmd. Að heyra, eða öllu heldur lesa, svona kaldhæðnislegar hugmyndir um frágang á "hræinu" o.s.frv. er svolítið út í bláinn finnst mér. Merki um virðingarleysi gagnvart dauða sjálfs síns og ekki síður annarra. Helga, hvað með tilfinningar þeirra sem þér næst standa? Tilfinningar þeirra sem eftir standa þegar þú ert "dauð" og sem elska þig mest? Þú virðist ætlast til að útför þín verði helst engin eða eins ómerkileg og hugsast getur og eigi helst ekki að kosta neitt. Jafnvel borgaraleg útför kostar sitt. Las í Lifandi vísindum einu sinni grein er fjallaði um heiðingja, einhversstaðar í svörtustu Afríku, sem báru lík dáinna á kletta svo ránfuglarnir gætu séð um að "eyða" þeim. Sem þeir að sjálfsögðu gerðu. Kannski þetta hentaði þér. En hvað um það, þú virðist vera mjög gáfuð kona og vel lesin og lærð. Hefur þú aldrei kynnt þér efni frumspekinnar? Ég lofa þér því að þegar þú ert "dauð" og ef að ég lifi þig, þá fæ ég mér gott kaffi og með því, helst kleinur og vínarbrauð, og hugsa hlýlega til þín. Hvort ég geri það með öðrum eða einn verður tíminn að leiða ljós. Ef ég fer á undan tek ég á móti þér með kaffi og meðlæti. Kannski getum við fengið okkur sígarettu með kaffinu. Alltaf gaman að lesa bloggið þitt.
Simbi Sæfari (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 00:14
Ég er nokkuð sammála þér með að ég er ekki til í mikla fyrirhöfn eða læti í kringum minn lokasprett. Ég hef ekki mikið spáð í þetta en hugsa að ég muni að lokum kjósa brenslu líka með sem minnstu fyrirhöfn, enga raunverulega erfisdrykkju - mínir nánustu koma bara saman heima við og kveðja mig - en það á að vera í gleði en ekki sorg.
Dásamlegur þessi "gáma" drengur þinn - alveg brilljant hugsandi og endalaust fallega hugsandi. Þú ert heppin kona mín kæra.
Knús á þig inn í sunnudaginn.
Tiger, 27.7.2008 kl. 14:53
Bara snilld eins og alltaf
Knús inní vikuna
Helga skjol, 28.7.2008 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.