Ég er komin heim í heiðardalinn

Hæ, þá er ég kominn heim aftur eftir besta sumarfrí sem við fjölskyldan höfum farið í. Við byrjuðum á að vera viku í Barcelona sem var frábært. Svo tók við 12 daga sigling um Miðjarðarhafið, til Frakklands, Ítalíu, Króatíu og Túnis. Þetta var algjör ævintýraferð og ég hef aldrei upplifað annan eins lúxus. Skipið var eins og fljótandi 5 stjörnu hótel upp á 13 hæðir. Þetta var bara engu líkt. Ég er strax farin að safna fyrir annarri ferð. Samt var ósköp gott að koma heim aftur og hitta rúmið sitt og köttinn. Svo er eftir að fara mánaðarblogghring, nóg að lesa þar. Gaman að hitta ykkur aftur en ég hef ekki kíkt á bloggið í heilan mánuð og finnst alveg kominn tími til.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Varstu að hugsa til mín í gær ?

Ég hef gjörsamlega verið með þig á heilanum síðan í gærkvöldi !

Velkomin heim og ég játa það, ég saknaði þín !!

Ragnheiður , 1.9.2008 kl. 17:51

2 Smámynd: Hulla Dan

Velkomin heim

Hulla Dan, 1.9.2008 kl. 17:57

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Blessuð og sæl og velkomin heim, mikið er vinalegt að sjá myndina af þér aftur á blogginu. Þetta hefur verið æðisleg ferð heyri ég, kannski maður eigi svona eftir. Hlakka til að fá blogg og meiri ferðafréttir fljótlega. 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 18:03

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ragga, það vill svo til að ég var að hugsa til þín í gær. Ég ætlaði að kveikja á kerti fyrir Himma þinn og Hauk hennar Birnu í dómkirkjunni í Barcelona en það var ekki hægt þar sem viðgerðir voru í gangi. Ég var að skoða myndirnar í gær og svekkja mig á að hafa ekki getað kveikt á þessum kertum. Ótrúlegt alveg.

Helga Magnúsdóttir, 1.9.2008 kl. 18:12

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hjartanlega velkomin heim, elsku dúllan mín. Ég kíkti einmitt inn um dyrnar á vinnunni þinni í dag og sá engan sætan prófarkalesara þar ... þannig að ég hrökklaðist bara í vinnuna mína aftur. Hlakka til að sjá þig þar og gaman að vita að ferðalagið þitt var svona æðislegt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.9.2008 kl. 18:56

6 Smámynd: M

Velkomin aftur í bloggheima.

Vá hvað ég væri til í svona siglingu. Byrja að safna í fimmtugsafmælisferð

M, 1.9.2008 kl. 18:58

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Velkomin aftur á bloggið og gaman að sjá hvað þú nautst ferðarinnar.

Edda Agnarsdóttir, 1.9.2008 kl. 20:27

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Velkomin aftur heim! Vá þetta er draumaferðin mín........................best að byrja að safna

Huld S. Ringsted, 1.9.2008 kl. 20:34

9 Smámynd: Helga skjol

Vá hvað þetta hlýtur að hafa verið ævintýralegt, vonandi fáum við smá sögubrot í máli og myndum, og já ég viðurkenni það ég var nú bara farinn að sakna þín líka

Helga skjol, 1.9.2008 kl. 20:59

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sá kommentið þitt hjá Jennýju Önnu...  ertu '55 módel?

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.9.2008 kl. 20:59

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

54, féll einu sinni í 3. bekk og fór aftur. Ég held meira að segja að við höfum verið saman í bekk, ertu ekki vinkona hennar Brynhildar Sch. Thorsteinsson?

Helga Magnúsdóttir, 1.9.2008 kl. 21:22

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nei, en ég veit hver Brynhildur er. Ég á systur sem er '54 módel en ekki held ég að hún hafi verið með henni í bekk heldur. Ég var í ofboðslega öflugum og skemmtilegum stelpubekk í 3. í MR - sem féll næstum í heild sinni í stærðfræði um vorið. Kannastu við það?

Það var nefnilega ég sem slasaðist við busunina - við að vera hent í tjörnina. Fingur skarst af mér, hékk á húðinni og var tjaslað saman á Borgarspítalanum en hann er ennþá ónýtur og verður alltaf.

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.9.2008 kl. 21:37

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Jú, þú varst í mínum bekk. Ég man að sú sem slasaðist var í mínum bekk. En þau eru nú liðin nokkur árin síðan og manni er farið að förlast. Ég man nú samt að þetta var sérlega skemmtilegur bekkur.

Helga Magnúsdóttir, 1.9.2008 kl. 21:53

14 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Velkomin heim og gott að sjá þig hérna aftur.  Gott að þú fékkst yndislega ferð.

Elísabet Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 22:11

15 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það er ekki SVO langt síðan, er það?    Ég man ekki eftir mörgum úr bekknum, hef enda verið ómannglögg með afbrigðum.  En ég man að við þurftum stundum að opna dyrnar fyrir stærðfræðikennarann svo hann kæmist út og hitti milli dyrastafa. Og ég man að við fengum í gegn að fá annan enskukennara. Segir þetta þér eitthvað?

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.9.2008 kl. 22:13

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ójá, þetta hvort tveggja man ég sko vel. Man líka þegar við sögðum stærðfræðikennaranum eftir svona korter að tíminn væri búinn og þá slagaði hann fram. Enslukennarinn var nú ekki mönnum bjóðandi og það var mikill slagur að losna við hann. En það tókst. Gaman að rifja þetta upp.

Helga Magnúsdóttir, 1.9.2008 kl. 22:16

17 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Svo við erum þá gamlar bekkjarsystur...  Gaman að því! Eflaust myndi fleira rifjast upp ef við settumst niður yfir kaffibolla eða bjórkrús! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.9.2008 kl. 22:21

18 identicon

Velkomin heim

alva (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 23:49

19 Smámynd: Brynja skordal

Velkomin heim æðislegt að ferðin gekk vel vonandi sýnir þú okkur myndir af glæsi skipinu og fl

Brynja skordal, 2.9.2008 kl. 02:02

20 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Velkomin heim, þetta hefur verið ævintíraferð, vonandi fáum við að heira meir um hana

Kristín Gunnarsdóttir, 2.9.2008 kl. 08:14

21 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Velkomin heim Helga gott að heyr frá þér og frábært að fríið var gott.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 2.9.2008 kl. 10:05

22 identicon

Velkomin heim.Þetta hefur verið yndisleg ferð

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 10:19

23 Smámynd: Ragnheiður

Já þetta datt mér í hug.

Sumt er undarlegt og kannski ekki vert að kryfja það til mergjar.

Ragnheiður , 2.9.2008 kl. 11:18

24 Smámynd: Kallý

takk fyrir síðast kæra frænka :)

 ég borðaði svo afgangana ykkar daginn eftir

Kallý, 2.9.2008 kl. 11:31

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Velkomin heim, svei mér ef ég var ekki farin að þjást af alvarlegum fráhvarfseinkennum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.9.2008 kl. 17:03

26 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Velkomin heim og gaman að fá þig á bloggið aftur. Þetta hefur verið meiriháttar ferð hjá þér. Njóttu minninganna.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 2.9.2008 kl. 21:33

27 identicon

Velkomin heim!

guðrún (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband