Brotlending í Túnis

Seinasti áfanginn í siglingunni okkar var Túnis. Viđ fórum í heilsdags skođunarferđ sem var alveg meiriháttar nema ađ hitinn var vel yfir 40°. Ţetta minnti mig á ţegar ég fékk bronkittis sem krakki og var látin anda ađ mér gufu. Ţarna var alveg ótrúlega margt ađ sjá og vildi ég sko alveg fara ţarna aftur bara á öđrum árstíma ţegar vćri kannski ađeins svalara.

Skođunarferđinni átti ađ ljúka međ ţví ađ ganga á fjall, bara lítiđ en samt fjall, og átti sú ganga ađ taka 30-40 mínútur. Viđ gömlu hjónin vorum sko ekki á ţví ađ láta draga okkur í fjallgöngu í 40° stiga hita. Viđ settumst ţví inn á kaffihús, ef kaffihús skyldi kalla, nokkur borđ međ hálmsólhlífum og svona hvítum plaststólum eins og fást í Rúmfatalagernum. Viđ pöntuđum okkur ađ drekka og ég ćtlađi ađ skreppa á klósettiđ. Klósettiđ reyndist argasti viđbjóđur og ég hrökklađist út tautandi og tuđandi. Ţegar ég kom aftur ađ borđinu, öskufúl og alveg ađ pissa í mig, hlassađi ég mér í stólinn. Stóllinn tók ţessum brussugangi illa og mölbrotnađi.

Ţarna lá ég, virđuleg kona á sextugsaldri, marflöt í moldarflagi, taskan mín hentist upp í loftiđ og allt sem í henni var dreifđist jafnt og samviskusamlega úti um allt. Ţjónarnir og ađrir gestir komu brunandi til ađ gá hvort ég vćri slösuđ, hjálpa mér ađ skrönglast á lappir og tína saman eigur mínar og koma ţeim til mín.

Allir nema einn. Mađurinn sem hafđi svariđ og sárt viđ lagt ađ hann skyldi elska mig og virđa í blíđu og stríđu hló svo mikiđ ađ ég hélt hann myndi kafna. Ég held ég hafi bara aldrei séđ hann jafnglađan.

Kannski ađ ég yrđi á hann nćst svona um jólaleytiđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

ţú ert frábćr.

M, 8.9.2008 kl. 17:47

2 Smámynd: Ragnheiđur

Hehe las ţetta fyrir Steinar og hann flissađi hér....á ég ađ tala viđ hann ţessa vikuna ?

Ragnheiđur , 8.9.2008 kl. 19:48

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Var thetta atvik thá "í blídu"  eda´" í strídu"?  

Ég hef einu sinni komid til Túnis og hafdi nákvćmlega sřmu upplifun af hita. Fannst ég ganga inn í vegg af gufu, thegar ég steig út úr flugvélinni. Í minni skodunarferd fékk ég ógedslegt skordýr fast í krullurnar, og trilltist medan fólk var ad deyja úr hlátri yfir vidbrřgdunum í mér-

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 8.9.2008 kl. 19:56

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.9.2008 kl. 20:05

5 Smámynd: Helga skjol

Garg hahahahahahahahahahaha, ţú ert bara tćrasta snilld kona ţegar ţú seigjir frá, ţú ert alveg viđ ađ bjarga hjá mér deginum sem annars er búin ađ vera vćgast sagt ÖMURLEGUR

Helga skjol, 8.9.2008 kl. 20:57

6 Smámynd: Hulla Dan

 Ţađ sem ég er búin ađ hlćgja međ honum (manninum ţínum). Ekki ađ óförum ţínum, heldur hvernig ţú segir frá ţessu. Ţú ert bara rábćr!

Knús til ţín og eitt á ţennan fyndna kall sem ţú átt

Hulla Dan, 8.9.2008 kl. 22:07

7 Smámynd: Elísabet  Sigurđardóttir

Snilld, ég sé ţetta ljóslifandi fyrir mér .  Ţú ert óborganlega skemmtilegur penni og persóna.  Ég skil manninn ţinn mjög vel .

Elísabet Sigurđardóttir, 9.9.2008 kl. 08:12

8 Smámynd: Kallý

ég hefđi hlegiđ međ honum

Kallý, 9.9.2008 kl. 08:23

9 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

Ég sé ţig alveg fyrir mér!! Liggjandi í rykinu marflöt...... Ég hefđi hlegiđ líka Eins gott ađ ég var ekki međ ţér!

Hrönn Sigurđardóttir, 10.9.2008 kl. 14:05

10 Smámynd: Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir

Hahhahaha, ţvílík snilldarsaga!!! Ég myndi ekki yrđa á karlskömmina fyrr en á Ţorláksmessu í fyrsta lagi ....

Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 13.9.2008 kl. 21:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 58898

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband