9.9.2008 | 13:38
Ljósmóðir í takt við tímann, eða þannig
Þar sem ljósmæður eru svo mikið í umræðunni langar mig að rifja upp skondið atvik sem átti sér stað á fæðingardeildinni fyrir 15 árum.
Hann Úlfar minn fæddist á þriðjudegi. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom upp á fæðingardeild var að tilkynna að ég ætlaði heim á föstudeginum því þá var von á manninum mínum frá Þýskalandi. Allt gekk vel og við hraust þannig að ekkert var því til fyrirstöðu til að verða ekki við þessari skipun minni. Svo rann föstudagurinn upp og ég lá í rúminu því ég mátti ekki klæða mig eða neitt fyrr en að loknum stofugangi.
Þarna beið ég þegar til mín kom vel roskin ljósmóðir, settist á rúmstokkinn og sagði lágum rómi: "Heyrðu, vinan." Strax þarna varð ég alvarlega pirruð því ef það er eitthvað sem ég þoli ekki er að vera kölluð vinan, væna mín eða önnur slík ávörp. Þá bætti hún við í ennþá lægri rómi: "Ertu nokkuð farin að hugsa fyrir getnaðarvörnum?" Ég hélt að mér hlyti að hafa misheyrst.
Þarna lá ég 39 ára gömul, harðgift, eftir að hafa eignast glasabarn eftir margra ára baráttu og manneskjan ætlaði að fara að fræða mig um getnaðarvarnir! Eins og ég væri 16 ára með óskilgetna þríbura.
Ég lét hana kurteislega vita af því að með tvo ónýta eggjaleiðara eftir utanlegsfóstur væri ég ein og sjálf gangandi getnaðarvörn.
Ég stóð á öndinni af hneykslun þegar þetta gerðist en í dag finnst mér þetta bara vera alveg drepfyndið. Tala um að vera föst í rútínunni! Nú er klukkan tíu og nú skulu allir fræddir um getnaðarvarnir! Og hana nú!
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 58898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl vænan!
Þú ert bara fyndin, en það veistu víst.
Bið bara að heilsa í bæinn vina og vona að þú fyrirgefir mér þetta orðaval gæskan.
Hulla Dan, 9.9.2008 kl. 15:28
Þú ert nú alveg milljón í þínum skrifum, ljósmóðirin hefur verið orðin elliær
Kristín Gunnarsdóttir, 9.9.2008 kl. 15:40
Henni hefur ekki fundist þú líta út fyrir að vera deginum eldri en 19
Allur er varinn góður.
M, 9.9.2008 kl. 16:58
Nú það verður að fara eftir reglunum kona !
(ómæ god hehehhehe hahahahha LOL !!)
Ragnheiður , 9.9.2008 kl. 18:40
Þetta er ótrúlegt vinan mín.
Ég bara verð að segja þér, ég lenti í mjög svipuðu atviki og mér fynnst það ekki ennþá fyndið. Ég eignaðist dóttur mína í fyrra, 38 ára gömul eftir mikla baráttu og mörg fósturmissi (7 sinnum), fór í tékk upp á spítala eftir fæðingu vegna sýkingu og þá settist kornung læknir og fór að tala um getnaðarvarnir við mig, að það væri nú nauðsynlegt svo ég mundi nú ekki bara hrúga niður börnum. Ég bara vissi ekki hvert ég ætlaði.
Elísabet Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 12:21
Þetta er alveg ótrúlegur hroki. Það er eins og konur hrapi niður gáfnafarsskalann þegar þær eru ófrískar eða liggja á sæng. Samanber máltækið: Þú spyrð eins og fávís kona í barnsnauð.
Helga Magnúsdóttir, 10.9.2008 kl. 12:33
Ég er í kasti. Þú reddar deginum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2008 kl. 13:20
hehehhehhehe ég í kasti líka! Er þó ekki viss um að ég hefði haft húmor fyrir þessu - hefði ég lent í því.....
....allavega ekki fyrr en síðar
Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 14:07
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 14:58
Skil að þú getið hlegið núna en vá hvað ég hefði orðið hissa á þessu í þínum sporum. Kræst!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.9.2008 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.