Verslunarmartröð

Að lokinni siglingu áttum við þrjá daga í Barcelona. Þá kom vitanlega að því sem allar ömmur verða að gera í útlöndum en það er að kaupa eitthvað á barnabörnin. Feðgarnir höfðu komist á snoðir um risamoll og vildu endilega fara þangað. Ég reyndi að malda í móinn en ekkert gekk. Mér er nefnilega einstaklega illa við svona moll, fer ekki ótilneydd í Kringluna og hef aldrei komið í Smáralind.

Þegar við komum á staðinn vildu þeir feðgar ekkert með barnafatakaup hafa en fylgdu mér samt upp í barnafatadeildina og skildu mig þar eftir. Aleina, þótt þeir viti vel hvað ég er áttavillt og kann ekki einu sinni almennilega skil á hægri og vinstri. Verð alltaf að gá; úrið á vinstri og giftingarhringurinn á hægri. Þetta var alveg heil hæð og svakalega falleg föt. Ég rölti um og keypti vitanlega miklu meira en ég hafði ætlað að gera, borgaði og ætlaði út. Það reyndist þrautin þyngri.

Ég ráfaði og rambaði fram og til baka en sá aldrei neitt nema hillur og fatastanda og langa ganga. Enginn sem ég reyndi að spyrja skildi mig og ég var farin að örvænta  aðeins. Leitaði að lyftu, rúllustiga, venjulegum stiga, kaðalstiga, bara eitthvað. Smám saman fór ég að sætta mig við að verða bara þarna fram að lokun og þá kæmi örugglega öryggisvörður til að henda mér út - vonandi út um réttar dyr.

Loks fann ég konu, enska konu, sem bæði skildi mig og rataði um fjandans mollið. Hún sá að ég var kona á barmi taugaáfalls því hún tók í höndina á mér og leiddi mig út eins og ég væri fimm ára. Þegar við loks komumst út og ég sá veitingahúsið þar sem ég hafði mælt mér mót við feðgana varð ég svo glöð að mig langaði helst að kasta mér um hálsinn á konunni og bresta í grát. En þar sem ég var helmingi stærri og þyngri en hún vildi ég síður launa henni greiðann með því að beinbrjóta hana. Svo ég bara hristi á henni höndina og þakkaði milljón sinnum fyrir mig, grátklökk samt.

Svo valhoppaði ég út í frelsið, alsæl og ákveðin í að inn í svona ferlíki færi ég ekki aftur nema með GPS-tæki og björgunarsveit í viðbragðsstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

  Þú hefðir átt að bjóða nöfnu þinni Helgu með þér í mollið. Hún hefði bjargað deginum.

M, 10.9.2008 kl. 16:15

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég hefði sko gert það ef ég hefði bara fundið hana.

Helga Magnúsdóttir, 10.9.2008 kl. 16:30

3 Smámynd: Helga skjol

Knús

Helga skjol, 10.9.2008 kl. 18:10

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 19:12

5 Smámynd: Hulla Dan

Þú ert ekkert minna fyndin en síðast
Eg er alltaf með gemmsan minn á mér ef ég fer inn í búð sem er stærri en bókabúð Böðvars því ég afber ekki að finna ekki þá sem ég er með, og fólk hefur sérstakt lag á að láta sig hverfa.
Mol hata ég, gæti samt hugsað mér að fara inn í eitt þannig ef tilgangurinn væri kaffihúsakjellingaferð.

Hulla Dan, 10.9.2008 kl. 19:42

6 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Thetta reddast yfirleitt svona ad lokum, thad er bara erfitt ad muna thad thegar madur er kominn í panik og stress. Gott ad allt fór vel.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 10.9.2008 kl. 22:23

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú áttir að nota þér að vera föst í mollinu og kaupa meira.  Jájá.  Hahaha, sé þig í anda.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2008 kl. 23:45

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þú gætir drepið mann, ég er svona lika, er meinílla við að vera ein þar sem ég þekki mig ekki, góð hugmynd með GPS

Kristín Gunnarsdóttir, 12.9.2008 kl. 09:11

9 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

 Þú ert yndisleg, ég sé þig í anda stelpa.  

Elísabet Sigurðardóttir, 12.9.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 58898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband