12.9.2008 | 15:55
Léttir
Ég er alsæl þessa dagana. Fyrirtækið sem ég vinn hjá er vitanlega í hagræðingu og samdrætti eins og svo mörg önnur. Því var mér sagt upp í endaðan júní og hefði að öllu jöfnu átt að hætta 1. okóber. Ég var virkilega kvíðin og áhyggjufull, enda ekkert grín að verða atvinnulaus á sextugsaldri í miðri kreppu þegar ekki eru mörg störf í boði.
Í vikunni kom þó í ljós að fyrirtækið getur ekki án mín verið og var uppsögnin dregin til baka. Þvílíkur léttir. Ég kann mjög vel við mig í vinnunni, skemmtilegt fólk, skemmtileg vinna og síðan ég byrjaði að starfa á dagblöðum fyrir rúmum 20 árum hef ég fundið að það er starfsvettvangur sem hentar mér sérlega vel. Prófarkalesarar eru ekki fjölmenn stétt og því litlar líkur á að ég hefði getað fengið starf við það sem ég kann best og líkar vel. Ég hef þess vegna bara verið í sjöunda himni síðustu daga.
En það er verra með hann Styrmi, son minn. Hann er lærður prenthönnuður og mjög klár á tölvur. Hann vann hjá Íslandsprenti en það fór á hausinn, en skipti bara um kennitölu og húsnæði. Svo hættu launin að berast, ekkert borgað í lífeyrissjóð eða félagsgjöld. Þegar Styrmir mótmælti því að vinna án þess að fá greidd laun var hann bara rekinn, takk fyrir. Þannig að ef þið vitið um einhvern sem vantar alveg frábæran, reglusaman og áreiðanlega starfsmann með þá menntun sem hann hefur, endilega látið mig vita.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 58898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég samgleðst þér. Tilhugsunin um atvinnuleysi er ekki góð. En hvaða heimtufrekja er þetta í syninum að vilja laun fyrir vinnuna Óþolandi þegar fyrirtæki komast upp með svona. Vonandi gengur honum vel að finna nýtt starf.
Takk fyrir að þiggja bloggvináttuna Hef verið að gægjast hér inn og finnst þú skrifa mjög skemmtilega.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.9.2008 kl. 16:29
Innilega til hamingju með þetta. Auðvitað hlutu þeir að sjá að sér.
já, það er verra með soninn. Ég vona að hann finni sér gott starf.
Jóna Á. Gísladóttir, 12.9.2008 kl. 16:49
Til hamingju! Það hefur náttúrulega ekki gengið að reka svona snilling!! Sem er afspyrnuskemmtileg í þokkabót
Vona að sonurinn fái vinnu fljótlega.
Hrönn Sigurðardóttir, 12.9.2008 kl. 17:05
Frábært til lukku með þetta, en já verra þetta með son þinn og virkilega ílla gert af fyrirtækinu að koma svona fram við hann.
Knús inní góða helgi
Helga skjol, 12.9.2008 kl. 17:36
Til hamingju med starfid, skil vel ad thér sé létt, enda ástandid alls stadar í volum. En verra med drenginn, vona ad ástandid batni fljótt. Kærar kvedjur.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 12.9.2008 kl. 21:36
Ég hefði lamið þá ef þeir hefðu ekki dregið uppsögn til baka.
Til hamingju mín kæra.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2008 kl. 23:30
Flott að þú varst endurráðin. Ég veit bara að Prentmet er gott fyritæki - Styrmir talaðu við eigendurnar!
Edda Agnarsdóttir, 13.9.2008 kl. 09:12
M, 13.9.2008 kl. 12:54
Mikið er ég innilega glöð yfir þessu, vissi ekki um uppsögnina. Ekki séns að vera án þín fyrst við erum nú komnar á "sama" vinnustaðinn aftur eftir 20 ára aðskilnað!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.9.2008 kl. 21:58
Ég er nú ekkert hissa þó að þeir hafi dreigið uppsögnina til baka, þú ert örugglega kjarnakona
Kristín Gunnarsdóttir, 14.9.2008 kl. 11:00
Sigrún Óskars, 14.9.2008 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.